Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Eftirlaun úr opinberum sjóðum, ríkissjóði og landssjóði / Styrkir – Almenni eftirlaunasjóðurinn

Almenni eftirlaunasjóðurinn / Den almindelige pensionskasse

Ný skipan var gerð á fjármálum ríkisins og stjórnarskrifstofum með konunglegri skipun 9. febrúar 1816. Þá varð Postpensionskassen (Postkassen), ásamt öðrum tekjustofnum, að Den almindelige pensionskasse (Almenna eftirlaunasjóðnum). 1Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I, 1., bls. 512–513; Lovsamling VII, bls. 568–572.

Framan af voru greiðslur til Íslendinga úr Eftirlaunasjóðnum aðeins færðar í Jarðabókarsjóðsreikninga. Árið 1825 bauð rentukammerið, að sérstök greinargerð skyldi gerð yfir slíkar greiðslur úr Jarðabókarsjóði. Sama átti að gera vegna þeirra 300 ríkisdala silfurs, sem lagðir höfðu verið árlega til fátækra prestsekkna úr Postkassen samkvæmt úrskurði frá 13. maí 1785.2Lovsamling VIII, bls. 688–689.

Í skjalasafni landfógeta (ÞÍ. Landf. XIX) má finna skrár, reikninga og fylgiskjöl vegna Eftirlaunasjóðs og síðar Ríkissjóðseftirlauna. Er þar kominn Almenni eftirlaunasjóðurinn. Skjölin spanna árin 1825–1904 með nokkrum eyðum.

Dannebrogsriddarar skyldu fá eftirlaun úr Almenna eftirlaunasjóðnum samkvæmt konungsúrskurði 9. maí 1835, ef þeir væru þess verðir og þurfandi.3Lovsamling X, bls. 624.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I, 1., bls. 512–513; Lovsamling VII, bls. 568–572.
2 Lovsamling VIII, bls. 688–689.
3 Lovsamling X, bls. 624.