Civillistens kasse / Borðfé konungs
Danakonungur var á einveldistímanum eigandi allra ríkiseigna, hvernig sem þær höfðu orðið til, þótt greint væri milli ýmissa sjóða, þar á meðal var sjóður til einkanota konungs. Þessar eigur gengu til næsta konungs við konungaskipti. Með afnámi einveldis og stjórnarskránni 1849 féllu konungseigur og tekjur til ríkisins, í staðinn fékk konungur árlegt borðfé (civilliste) til einkaafnota og reksturs hirðarinnar og að auki nokkrar hallir og ríkiseignir til umráða, meðan hann væri við völd.1Salmonsens konversations leksikon V, anden udgave, bls. 27–29; https://da.wikisource.org/wiki/Carl_Georg_Holck:_Den_danske_Statsforfatningsret/%C2%A7_67–68, sótt 24. mars 2023.
Í skjalasafni landfógeta liggja með eftirlaunareikningum (ÞÍ. Landf. XIX) reikningar vegna borðfjár konungs 1854–1859. Þeir eru efnislitlir, en þar má finna styrk til Fr. J. Zeuthens, konungsþjóns (laquai). Einnig má þar sjá kaup á íslenskum hrossum fyrir hesthús konungs, greiðslu til Jórunnar Guðmundsdóttur, fráskilinnar konu Stefáns Gunnlaugssonar landfógeta, og einnig styrk til hennar frá lénsgreifynju Danner, vinstri handar eiginkonu Friðriks VII. Danakonungs. — Vinstri handar hjónaband (latína: matrimonium ad morganaticam) var ástarhjónaband milli konungs eða konungborins manns og almúgakonu. Við slíka giftingu rétti brúðguminn brúðinni vinstri höndina. Slík kona og börn hennar voru ekki arfborin og konungur gat þar að auki gengið í annað hjónaband af hagnýtum stjórnmálaástæðum og átt þannig tvær konur samtímis.2https://da.wikipedia.org/wiki/%C3%86gteskab_til_venstre_h%C3%A5nd, sótt 28. mars 2023.
Tilvísanir
↑1 | Salmonsens konversations leksikon V, anden udgave, bls. 27–29; https://da.wikisource.org/wiki/Carl_Georg_Holck:_Den_danske_Statsforfatningsret/%C2%A7_67–68, sótt 24. mars 2023. |
---|---|
↑2 | https://da.wikipedia.org/wiki/%C3%86gteskab_til_venstre_h%C3%A5nd, sótt 28. mars 2023. |