Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Eftirlaun úr opinberum sjóðum, ríkissjóði og landssjóði / Statssekretairatet for naadessager / Naadessekretairatet

Statssekretairatet for naadessager / Naadessekretairatet

Ríkissjóðsstyrkir

Statssekretairatet for naadessager / Naadessekretairatet

Det kgl. statssekretairat for naadessager var stofnað 2. janúar 1840. Hlutverk þess var að stjórna „Gratialvæsenet“, þ.e. þeim styrkjum, sem greiddir voru úr ríkissjóði til embættismanna, ekkna þeirra og barna eða annarra þurfandi. Tilgangurinn var að koma betra skipulagi á styrkjakerfið og draga smám saman úr útgjöldum. Naadessekretairatet, eins og það var venjulega kallað, var lagt niður 1. janúar 1850 og verkefnin fóru undir fjármálaráðuneytið.1Salmonsens konversations leksikon XVII, anden udgave, bls. 607; Lovsamling XI, bls. 423; Lovsamling XIV, bls. 370.

Þessir styrkir voru sérstakur reikningsliður hjá landfógeta á árunum 1852–1890 og kölluðust ríkissjóðsstyrkir en með tilvísun til Statssekretairatet for naadessager (ÞÍ. Landf. XIX). Frá árunum upp úr 1850 má t.d. sjá þar, auk nafna embættismannaekkna, nafn Bjarna Þorsteinssonar, áður amtmanns, og nöfn fyrrverandi kennara við Bessastaðaskóla þar á meðal Sveinbjarnar Egilssonar og Hallgríms Schevings.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Salmonsens konversations leksikon XVII, anden udgave, bls. 607; Lovsamling XI, bls. 423; Lovsamling XIV, bls. 370.