Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Ferming

Trúarleg athöfn. Prestur fermir börn, þegar þau hafa náð vissum aldri og hlotið ákveðna fræðslu um kristna trú og kunna að lesa. Sérstakar undanþágur þurfti frá skilyrðum um aldur og kunnáttu. Ferming er eitt af sakramentum kaþólsku kirkjunnar, en skyldi lögð niður með siðaskiptum.

Tilskipun um fermingu var gefin út 13. janúar 1736 og boðin sem lög í fyrirmælum til Skálholtsbiskups 9. júní 1741, en ekki verður séð, að þau hafi verið birt.1Lovsamling for Island II, bls. 227-242, 355 (7. liður). Konungsbréf um fermingu á Íslandi var gefið út 29. maí 1744.2Lovsamling for Island II, bls. 505-509. Sjá má af sóknarmannatali frá Kálfafelli, að þar hefur verið fermt árið 1743.3ÞÍ. Kirknasafn, Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 2.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island II, bls. 227-242, 355 (7. liður).
2 Lovsamling for Island II, bls. 505-509.
3 ÞÍ. Kirknasafn, Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 2.