Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Húsaskattur

Umbylting varð á íslensku skattakerfi með lögum árið 1877. Fornir skattar voru afteknir og aðrir skattar komu í staðinn. Einn þeirra var húsaskattur með lögum nr. 22/1877, 14. desember. Það var skattur, sem greiða átti til landssjóðs af öllum húseignum og verslunarstöðum landsins, sem væru 500 króna virði, 1½ krónu af hverjum 1000 krónum virðingarverðs. Sama skatt átti að greiða af öðrum húsum, fullra 500 króna virði, þótt ekki stæðu í kaupstað eða verslunarstað, ef þær væru ekki notuð við ábúð á jörð, sem metin væri til dýrleika. Kirkjur, skólar, sjúkrahús og öll önnur hús í þjóðareign eða til opinberra þarfa voru undanþegin húsaskatti. Skattinn skyldu sýslumenn og bæjarfógetar innheimta á manntalsþingum ár hvert, í fyrsta sinn árið 1879. 1Stjórnartíðindi 1877 A, bls. 92–95; Magnús Stephensen yfirdómari: „Skattar og gjöld til landssjóðs“, Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags I. árgangur 1880, bls. 144–146. Húsaskattur féll niður með lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 74/1921, 27. júní. 2Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 277–293. Raunar var þá ekki minnst á húsaskattslögin. Líklega hafa ráðherra og þingmenn ekki hugsað til þess, að rétt væri að geta um brottfall eldri laga.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1877 A, bls. 92–95; Magnús Stephensen yfirdómari: „Skattar og gjöld til landssjóðs“, Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags I. árgangur 1880, bls. 144–146.
2 Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 277–293.