Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Jarða- og bændatal 1752–1767

Í skjalasafni landfógeta í Þjóðskjalasafni er innbundin bók með þessu heiti.1ÞÍ. Landf. XXII. 3. Bandið er frá 20. öld og blaðsíðurnar væntanlega tölusettar vegna fyrirhugaðs bókbands.

Þarna eru skrár sýslumanna yfir jarðir í sýslum þeirra, eignarhald (eigendur bændajarða ekki nefndir á nafn), ábúendur, dýrleika, landskuldir, kúgildi, lausafjártíundir ábúenda, skatta þeirra og gjaftolla. Skýrslur eru engar fyrir Vestmannaeyjar og Gullbringusýslu, en kaupmenn voru leigutakar konungstekna í Vestmannaeyjum og landfógeti var sýslumaður í Gullbringusýslu. Elstu skýrslurnar eru fyrir árið 1752, flestar fyrir árin 1753 og 1754, en sú yngsta fyrir árið 1767. Skúli Magnússon landfógeti hefur skrifað á flestar skrárnar tilvísanir til „Jordegods Journalen“, blaðsíðna 1–2, en slík skrá finnst ekki í skjalasafni landfógeta.

            Skrár þessar byggjast nær allar á fyrirmælum í 12. grein erindisbréfs Skúla Magnússonar 1. maí 1751.2Alþingisbækur Íslands XIV, bls. 19–20. Þær eru úr eftirtöldum sýslum og frá þessum árum:

Norðurhluti Múlasýslu 1753, bls. 1–16.

Miðhluti Múlasýslu 1753, bls. 17–30.

Syðstihluti Múlasýslu 1754, bls. 31–46.

Austur-Skaftafellssýsla 1753, bls. 47–58.

Vestur-Skaftafellssýsla 1753, bls. 59–70.

Rangárvallasýsla 1753, bls. 71–106.

Árnessýsla 1752, bls. 107–134.

Kjósarsýsla 1753, bls. 135–150.

Borgarfjarðarsýsla 1753, bls. 151–168.

Mýrasýsla 1753, bls. 169–186.

Hnappadalssýsla 1752, bls. 187–208.

Snæfellsnessýsla 1754, bls. 209–230.

Dalasýsla 1756, bls. 231–246.

  1752, bls. 247–282.

 1767, bls. 283–298 (bls. 298 er í raun bls. 294–298).

Barðastrandarsýsla 1753, bls. 299–318. Á blaði 319–320 er yfirlit Davíðs Skefings sýslumanns yfir skatta og gjaftolla áranna 1765–1768.

Ísafjarðarsýsla 1753, bls. 321–344.

Strandasýsla. Útskrift úr manntalsbók sýslunnar 1761, gerð árið 1771, bls. 345–352.

Húnavatnssýsla 1753, bls. 353–412.

Skagafjarðarsýsla 1753, bls. 413–448.

Eyjafjarðarsýsla 1753, bls. 449–474.

Norðursýsla/Þingeyjarsýsla 1754, bls. 475–500.

Á blaðsíðum 501–508 er yfirlit Skúla Magnússonar landfógetayfir tekjur sýslnanna, afgjöld og það, sem sýslumenn héldu eftir upp í embættiskostnað og laun, byggt á þessum skrám.

Á bls. 509 er yfirlit Skúla yfir skatt (konungsskatt), gjaftoll, tíund (konungstíund) og manntalsfisk úr hverri sýslu árið 1753, reiknað í fiskum og einnig sérstakt gjaftollsyfirlit. Einnig getur hann um skatta og gjaftolla andlegra og veraldlegra embættismanna. Síður 510–516 eru auðar.

Þá er á blaðsíðum 517–518 greinargerð um tekjur sýslumanna af skatti, tíund og gjaftollum árið 1769, útgjöld og eftirstöðvar, staðfest af Ólafi Stefánssyni (síðar amtmanni).

Loks er á blaðsíðum 519–520 yfirlit yfir skatta og gjaftolla úr Eyjafjarðarsýslu árið 1769 og yfirlit úr Þingeyjarsýslu yfir skatt og gjaftoll, útgjöld og það, sem þá stóð eftir, árið 1769.

(Heimild: Bjarni Vilhjálmsson, „Jarðir og bændur 1753“, Nýjar kvöldvökur 53. árgangur 1960, bls. 207–209.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 ÞÍ. Landf. XXII. 3.
2 Alþingisbækur Íslands XIV, bls. 19–20.