Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Lénsjörð

Jörð, sem sóknarprestur í þingabrauði hafði til umráða og afnota. Prestar notuðu ábúðarréttinn ekki nærri alltaf, og jörðin gat verið utan prestakallsins. Þannig voru t.d. Götur í Mýrdal lénsjörð prests í Sólheimaþingum, en Götur voru í Reynissókn og Reynisþingum, og Skoravík í Fellsstrandarhreppi, lénsjörð prests í Skarðsþingum, var í Staðarfellssókn, sem fór árið 1634 úr Skarðsþingum í Hvammsprestakall í Dölum.1Lovsamling for Island I, bls. 101-104 (6. liður), 110-111; III, bls. 436-437. Sjá og Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 182 (III. liður). Raunar var Skoravík á enda hinna fornu Skarðsþinga og eins óhentug presti þar og verið gat.

Einnig: mensaljörð

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island I, bls. 101-104 (6. liður), 110-111; III, bls. 436-437. Sjá og Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 182 (III. liður).