Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Lýsing

Lýsing til hjónabands. Lýsa átti með hjónaefnum þrjá sunnudaga (þegar messað var) í röð af prédikunarstóli. Slíkt var skylda, áður en fólk fékk heimild til þess að kaupa sér leyfisbréf, svo að það mætti giftast án undangenginna lýsinga.

Tilskipun um útfærslu leyfa og undanþága frá 23. maí 1800 gaf stiftamtanni og amtmanni leyfi til þess að gefa hjónaefnum leyfisbréf til giftingar eða leyfi til þess að giftast í heimahúsum eða vera gift af öðrum en sóknarpresti (óviðkomandi presti).1Lovsamling for Island VI, bls. 434-438. Raunar höfðu ýmsar undanþágur áður verið gefnar vegna skyldleika- og fjölskyldutengsla, en sérstakra leyfa þurfti þó oft við.2Lovsamling for Island III, bls. 692-693 (árið 1770); IV, bls. 185-188 (árið 1775).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island VI, bls. 434-438.
2 Lovsamling for Island III, bls. 692-693 (árið 1770); IV, bls. 185-188 (árið 1775).