Sá hluti tíundar, sem kom í hlut kirkju og var aðaluppistaðan í tekjum hennar og kirkjuhaldari átti að standa reikning fyrir.1Magnús Stefánsson, „Tiend, Island“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XVIII, dálkar 287-291. Þar að auki töldust ljóstollar og legkaup til kirkjuportionar, samkvæmt portionsreikningum. Sjá umfjöllun um tíund.
Einnig: portio ecclesiae, kirkjutíund.
Tilvísanir
↑1 | Magnús Stefánsson, „Tiend, Island“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XVIII, dálkar 287-291. |
---|