Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Prestssetrasjóður

Í árslok 1993 voru sett lög nr. 137/1993 um Prestssetrasjóð, sem tók við yfirstjórn prestssetra, sem verið hafði í höndum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Prestssetrasjóður átti að kosta nýbyggingar prestssetra, kaup þeirra, sölu og viðhald, eignakaup á prestssetursjörðum við ábúðarlok prests, ef því væri að skipta, lögboðnar vátryggingar prestssetra, fasteignagjöld þeirra og annan rekstur, sem ekki greiddist af presti, og rekstur sjóðsins. Tekjur voru fast framlag úr Kirkjumálasjóði, leigutekjur af prestssetrum, álag greitt af presti við úttekt við ábúðarlok hans á prestssetri, söluandvirði prestssetra og framlög, sem einstakar sóknir kynnu að verja til tiltekinna verkefna. Kirkjuráð kaus stjórn og Kirkjuþing gat sett sjóðsstjórn starfsreglur.1Stjórnartíðindi 1993 A, bls. 871–873.

Árið 2006 var gerður samningur um yfirfærslu prestssetra og prestsbústaða frá ríki til þjóðkirkjunnar, og með starfsreglum um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og umsýslu prestsbústaða og prestssetursjarða sama ár færðist Prestssetrasjóður undir Kirkjumálasjóð, að fullu frá árslokum 2006. Samanber starfsreglur um prestssetur frá árinu 2007 og starfsreglur um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og umsýslu prestsbústaða og prestssetursjarða frá árinu 2009, en með þeim fór rekstur fasteigna Kirkjumálasjóðs undir fasteignanefnd þjóðkirkjunnar.2Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/12, sótt 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/13, sótt 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2007/17, sótt 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2009/7, sótt 21. nóvember 2017.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1993 A, bls. 871–873.
2 Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/12, sótt 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/13, sótt 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2007/17, sótt 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2009/7, sótt 21. nóvember 2017.