Útdráttur úr barnalærdómskveri Eriks Pontoppidan, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá, er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar. Virðist hafa verið notaður fyrir tornæm börn. E.t.v. er þarna vísun til óprentaðra kvera eftir Guðlaug Þorgeirsson, prófast í Görðum á Álftanesi. Guðlaugur þýddi ágrip af barnaspurningum Johanns Jakobs Rambach og Philipps Jakobs Spener. Sömuleiðis þýddi hann ágrip af barnalærdómskveri Pontoppidans.1ÞÍ. Bps. A. IV. 15, bls. 165, 216-217. Bréfabók Finns Jónssonar 1754-1759; ÞÍ. Bps. A. IV. 17, bls. 920-922. Bréfabók Finns Jónssonar 1765-1769; Bps. A. IV. 18, bls. 207-209 (sjá einkum bls. 209). Bréfabók Finns Jónssonar 1770-1773. Einnig gæti verið vísað til Monita catechetica eður katekiskar umþenkingar eftir Johann Jakob Rambach, sem kom út á Hólum árið 1759 í þýðingu Halldórs Finnssonar, síðar dómkirkjuprests í Skálholti.
Tilvísanir
↑1 | ÞÍ. Bps. A. IV. 15, bls. 165, 216-217. Bréfabók Finns Jónssonar 1754-1759; ÞÍ. Bps. A. IV. 17, bls. 920-922. Bréfabók Finns Jónssonar 1765-1769; Bps. A. IV. 18, bls. 207-209 (sjá einkum bls. 209). Bréfabók Finns Jónssonar 1770-1773. |
---|