Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Reikningslén

Í reikningsléni var lénið veitt gegn föstum launum og árlega gerður reikningur yfir vissar tekjur og óvissar, samkvæmt veitingarbréfinu. Reikningunum var skilað árlega í rentukammer til endurskoðunar.

Ísland var reikningslén frá 1553–1574, 1582–1586, 1587–1588 og 1645–1648.

Reikningarnir eru varðveittir frá 1645–1648 og útdrættir úr reikningum frá 1566–1570. Útdrættirnir eru varðveittir í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn.

Sjá einnig: afgjaldslén og þjónustulén.

Heimild

Kristjana Kristinsdóttir, Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. Reykjavík 2021, bls. 15–17.