Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Stimplaður pappír

Pappír með áþrykktu merki (stimpli). Slíkur pappír var ætlaður fyrir opinber skjöl, sem greiða þurfti gjald fyrir. Einnig gat merkið verið límt á pappírinn og gildingarmerki sett á merkið (stimpilmerki).

Tilskipanir um slíkan pappír voru gefnar út í Danmörku á árunum 1657 og 1660 og fyrirmæli árið 1660.1Forordninger, recesser og andre kongelige breve, Danmarks lovgivning vedkommende 1558–1660 6. bind, bls. 331–333, 452–457.

Nú (2021) eru í gildi á Íslandi lög nr. 138/2013, 27. desember, um stimpilgjöld.

Heimildir

  • Ordbog over det danske sprog. København 1943, dálkar 1155–1159 (sjá t.d.: stempel 1.3, 2.1, stempelmærke, stempelpapir, stempelpenge).
  • Salmonsens konversations leksikon. København 1927 XXII. bind, bls. 240–241, stempelafgift).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Forordninger, recesser og andre kongelige breve, Danmarks lovgivning vedkommende 1558–1660 6. bind, bls. 331–333, 452–457.