Í þjónustuléni fékk lénsmaðurinn tekjurnar af léninu í kaup fyrir veitta herþjónustu. Þegar landið var þjónustulén eru engir reikningar varðveittir enda þurfti ekki að gera konungi grein fyrir tekjum af léninu.
Ísland var þjónustulén árin 1663–1683.
Sjá einnig: afgjaldslén og reikningslén.
Heimild
Kristjana Kristinsdóttir, Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. Reykjavík 2021, bls. 16–17.