Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Nefndarmenn

Sýslumenn eða sóknarmenn (fulltrúar sýslumanna) nefndu menn úr röðum betri bænda til alþingisfarar um óákveðinn tíma samkvæmt ákvæðum lögbókanna Járnsíðu (1271–1273) og Jónsbókar (1281). Úr þeim hópi á alþingi völdu lögmenn þrjá úr hverju þingi (síðar sýslu) til dóms- og löggjafarstarfa í lögréttu. Þeir voru hinir raunverulegu lögréttumenn, aðrir voru nefndarmenn en oft titlaðir lögréttumenn.

Heimild

  • Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 347 (lögréttumenn), 569–570 (þingfararkaup).

Lesefni

  • Einar Arnórsson: Réttarsaga alþingis. Reykjavík 1945, bls. 191–232).