Ýttu á Ctrl/Cmd + P til að prenta
eða vista sem PDF skjal

Undirboð / undirboðsþing

Það tíðkaðist, að minnsta kosti á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld, að sveitarómagar væru boðnir upp til framfærslu. Ómaginn fór til þess bónda, sem lægst bauð, sem jafnframt fékk þá upphæð úr sveitarsjóði. Undirboð á þurfalingum voru bönnuð með fátækralögum, sem tóku gildi 1907.1Stjórnartíðindi 1905 A, bls. 280, 46. grein. (Sjá Framfærslumál og sveitfesti í Orðabelg Þjóðskjalasafns Íslands.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1905 A, bls. 280, 46. grein.