Jarðamat 1800–1806

Síðast breytt: 2025.03.20
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Árið 1800 var gefinn út konungsúrskurður um skipun nefndar til þess að gera nýja jarðabók fyrir Ísland. Fékk nefndin erindisbréf frá Rentukammeri sama ár. Var hún lögð niður árið 1806.1Lovsamling for Island VI, bls. 452–461, 475–481; Lovsamling for Island VII, bls. 80–81. Átti nefndin að meta hvað hver jörð gæfi af sér, reiknað í hundraða verðreikningi. Kúgildi, þ.e. ein kýr eða 6 ær, eða 6 fiskavættir, til dæmis, voru metin 1 hundrað (120 álnir). Jarðamat þetta var aldrei staðfest af konungi.

Skjölin eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands, sjá ÞÍ. 1928–011 Rentukammer E/56–76. Sjá einnig ÞÍ. Skjalasafn stiftamtmanns. Stiftamt. III. 228. Skjöl um jarðamat 1801–1803: Bréf jarðamatsnefndar til stiftamtmanns 1801–1803.

Fram kemur í Rentukammerbréfi til setts stiftamtmanns 6. febrúar 1830, að jarðabókin frá 1760 ætti að gilda um konungs- og kirkjujarðir og hinar veraldlegu.2Lovsamling for Island IX, bls. 480–481.

Nánar er hægt að lesa um jarðamat hér.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island VI, bls. 452–461, 475–481; Lovsamling for Island VII, bls. 80–81.
2 Lovsamling for Island IX, bls. 480–481.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 9