Orðskýringar

Skýringar á sjaldgæfum eða erlendum orðum sem koma fyrir í sögulegum textum,
einkum um kirkju og klerka.

OrðSkýring
aandefangandþrengsli. (Í raun merkir orðið andardráttur). Úr þessu dóu tvö börn í Oddasókn árið 1806, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/2, bls. 115.
abcstafrófskver, þ.e. er að læra að lesa. Þetta er notað um systkini árið 1748, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 5, 12, 13.
abelatter / abelateroblátur.
abortivófullburða.
absensfjarvera.
accidentieraukatekjur (óvissar, tilfallandi).
accordsamkomulag, samningur.
accorderasemja um, samrýmast, áætla.
actathöfn, verk, skjal (ekki síst í dómsmáli).
actionauction. Þessi misritun kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 166.
actionákæra, stefna, mál.
ad interimfyrst um sinn.
adjungeresetja til aðstoðar eða til bráðabirgða.
adjunktkennari við Lærða skólann.
adlegeramisritun fyrir allegera (vitna til), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 38r.
administratorráðsmaður, umboðsmaður. Titill umboðsmanna jarðeigna konungs, áður klaustrajarða og annarra jarða í konungseigu, svo sem Arnarstapaumboðs.
admonitusáminntur (um lærdóm).
adstantaðstoðarmaður, viðstaddur. Sjá einnig astantes. Astantes eða adstantes nota prestar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð um þá, sem viðstaddir voru barnsskírn auk skírnarvotta.
advent(us)koma Krists, fæðing, jólafasta.
adversusgagnstæður, „adversus Deum“ = gegn guði, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 12.
aðalkirkjaSjá heimakirkja.
aðalsóknSjá heimasókn.
aðventuskýrslurársskýrslur presta og prófasta um fædda, fermda, gifta, dána og fólksfjölda. Framan af voru þær að mestu miðaðar við kirkjuárið, sem hófst með jólaföstu/aðventu, og voru því oft kallaðar aðventuskýrslur. Á síðasta áratug 18. aldar var farið að miða skýrslurnar við almanaksár.
afbendihægðatregða, niðurgangur. (Báðar merkingar gefnar í orðabók). Banamein húskonu í Reykjavík, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 217.
afhending kirkjuafhending kirkjuhaldara á umráðum og umsjón kirkju til safnaðar. Sjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
afhendingarmaður/afhendariafgreiðslumaður. Titlar manns í Keflavík, líklega sama og utanbúðarmaður, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/3, bls. 28, 86. Þessi orð munu einnig höfð um þann, sem afhendir kirkju við prestaskipti.
afhendingarskráskrá yfir skjöl, sem afhent voru við embættismannaskipti.
afsalsbréfgjörningur um afhendingu eignar til annars aðila.
aftaka kirkjukirkja lögð niður.
agerabreyta, fara með.
alibiannars staðar, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 89. Getur einnig þýtt: fjarvistarsönnun.
alienfjarri fjölskyldu, útlendur
alinlengdarmál, þ.e. 62,7 sm á árunum 1776-1907 (dönsk alin), 57 sm á 17. - 18. öld (íslensk alin, Hamborgaralin), 1200 til 17. aldar 47,7 eða 55,6 sm.
alinverðeining, þ.e. ein alin vaðmáls gilti tvo fiska.
aliusannar, alia = önnur.
allegerevitna til, vísa til.
altarisbókminnisbók prests um prestsverk (geymd í altarinu), sjá Prestsþjónustubækur í Hugtakasafni.
altarisbríkaltaristafla (útskorin).
altarisbrúnbekkur á altarisdúk, sem hangir niður fyrir brún altaris að framanverðu.
alumnusnemandi, fóstursonur (e.t.v. notað um þann, sem naut ölmusu í skóla).
alvusleg í konu.
amanuensisaðstoðarmaður, skrifari.
amitavinkona.
ampelampli, þ.e. hangandi skál undir ljós (eða annað), blómavasi. Gæti verið haft um messuvínsflösku, sbr. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/4, bl. 13r (“kristall ample með glertappa“) , AA/10, bls. 84 („nýr ample af skæru gleri“). Á báðum stöðum talið með altarisbúnaði.
amuleraemaillera, þ.e. glera, smelta, setja glerung á efni eða hlut.
analogialíkindi, samræmi.
anasarcaholdbjúgur (dreifður bjúgur, m.a. á höndum og í andliti). Banamein konu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 259.
andlátstilkynningartilkynningar um andlát, sjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
anginahálsbólga.
angina malignabarnaveiki.
angina membranaceakvashósti? (þrenging í efra hluta öndunarfæra vegna sýkinga), Banamein barna, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 340, 341 og víðar í þeirri bók. Virðist hafa verið áþekkt angina polyposa.
angina polyposahálsbólga, barnaveiki. [Sigurjón Jónsson, „Heilbrigðismálaskipun og heilbrigðisástand hér á landi fyrir 100 árum“. Skírnir 114 (1940), bls. 183].
angivelsetilvísun.
animadversionathugasemd, athugun.
ankerkvartil, ílát undir vökva.
ankermælieinig fyrir vín/öl, um 40 lítrar/pottar. Einnig notað um ílát undir vín/öl.
anleiðingtilefni, ástæða, danska: anledning.
anmerking / anmærkningathugasemd, skýring (á við barnalærdómskver).
anmodningtilmæli, beiðni.
anmóðamælast til við einhvern, heimta, sbr. á dönsku: anmode.
annekterebæta við, festa við, innlima.
annihileraeyðileggja, ógilda.
Anno seqventesárið eftir.
Anno ætatisá (sínu) aldursári.
Annusár. Anno, die et loco ut supra = á sama ári, degi og stað sem fyrr segir.
anordningfyrirmæli, konungsboð, tilskipun.
anstaltfyrirhöfn.
anstændugglæsileg, virðuleg, sómasamleg, sbr. á dönsku: anstandig.
antefyrr.
antecessorforveri.
anvendingnotkun, hagnýting.
apoplexislag, heilablóðfall.
appeláfrýjun, málsskot.
approbationsamþykki, viðurkenning.
approberasamþykkja.
armodörbirgð. Banamein árið 1785, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 162.
arrestantfangi.
aspiciensbókframmistöðubók. Messubók, sem stóð frammi í kórnum og var með stóru letri, svo að margir gátu lesið á hana samtímis og það í nokkurri fjarlægð.
assistant / assistentverslunarmaður, verslunarþjónn.
astantesadstantes, þ.e. viðstaddir, aðstoðarmenn. Þetta færa séra Högni Sigurðsson á Breiðabólsstað í Fljótshlíð (Presta-Högni) og séra Stefán Högnason á sama stað við skírnir, þegar fleiri en hinir hefðbundnu skírnarvottar eru við barnsskírn (heimaskírn eða ekki í messu). Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/1, skírnir 29. september 1754 og 22. febrúar og 18. júlí 1755 og 10. maí 1756 og miklu víðar. - Við síðasttöldu skírnina, sem fór fram á Stórólfshvoli, var „ast. heimililisfólk Hvols“.
attestvottorð. (Bólu- eða skírnarattest).
attestatusmaður, sem hefur guðfræðipróf.
attesteravotta.
atvinnuleysibjargarleysi, fátækt. Banamein karls í Reykjavík „af vesæld og atvinnuleysi“ 24. apríl 1778, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 54-55. Kona í Breiðabólsstaðarsókn, sem dó 1. ágúst 1785, „veslaðist upp af lasleik og atvinnuleysi“, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 159.
auctionuppboð.
auditor / audituráheyrandi. Sbr. loqvax auditur, hér síðar.
augera(réttara) agera, þ.e. breyta, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 74 „hvert próf. sr. Einari byrjaði að umbreyta eður augera þann máldaga“.
aukaverkeiginleg prestsverk: Skírn, kirkjuleiðsla kvenna eftir barnsburð, ferming, trúlofun og gifting hjóna og greftrun. [Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kristni á Íslandi III. Reykjavík 2000, bls. 230, 248.]
Ausburg confession / Auxburgar confessionConfessio Augustana, þ.e. Ágsborgarjátningin, höfuðtrúarjátning Lútherstrúarmanna, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 216, 241. Sjá einnig Confessio Augustana.
authorisationlöggilding, umboð, heimild.
authoriseraðurútnefndur, formlega skipaður.
avanceábót, uppbót.
álagáætluð rýrnun á verðgildi húsa og gripa frá því að tekið var við þeim og nýr viðtakandi tók við. Við ábúendaskipti voru jarðir teknar út og hús og annað fylgifé metin. Sá, sem burt flutti, skyldi greiða viðtakanda álagið.
ánadauðiellidauði.
áreiðÍ landamerkjadeilum er gerð áreið. Fara dómendur ásamt málsaðilum og vitnum á hin umdeildu merki. Dómurinn eða sættin styðjast síðan við áreiðargerðina.
Árnasonar spurningarbarnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki, þýtt af Jóni Árnasyni Skálholtsbiskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
átján kafla kveriðuppnefni á bókinni Kristilegur barnalærdómur eptir lúterskri kenning eftir Helga Hálfdanarson prestaskólakennara. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
babtisatiskírðir.
baksturbrauð notað við kvöldmáltíðarsakramenti, obláta. Bakstursjárn voru til við flestar sóknarkirkjur á landinu.
baksturaskjaaskja undir oblátur. Höfð á altari?? - Líka notuð fleirtölumyndin bakstursöskjur eða oblátuöskjur, þótt ílátið sé aðeins eitt.
bakstursstampurílát undir oblátur?? Líklega viðhafnarminna og fyrir meira magn (e.t.v. umbúðir um innfluttar oblátur) en baksturaskja. Hvort tveggja kemur fyrir í kirkjustól Laugarneskirkju, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/9, bls. 100.
bakstursstokkurílát undir oblátur / altarisbrauð.
Ballebarnalærdómskver, Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
Balslevskverbarnalærdómskver, Biflíusögur handa unglingum. Íslenzkaðar og lagaðar eftir biflíusögum eftir Carl Frederik Balslev. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
bankóreikningseining (fyrir 1873), ákveðin af Hamborgarbanka (ekki nein slegin eða prentuð mynt), sem einnig var notuð í Danmörku. Orðið notað um peningagildi. [Ordbog over det danske sprog I. bind. København 1966, dálkur 1120].
bankóseðillbankaseðill, peningaseðill (banco banki (ítalska)). [“Seðlabanki (“Seddelbank“) nefnist sá banki, er hefir lögheimilað vald til að gefa út hina svonefndu bankaseðla (Bancosedler) ...“ Gangleri 1. árg., 2. tbl. Akureyri 1870, bls. 7].
barkrókurtorfkrókur, útbúnaður hengdur á klakka til þess að flytja torf og grjót.
barnabólabólusótt.
barnaskólarSjá Barnafræðsla og uppeldi í Hugtakasafni.
barnefangSjá börnefang.
barselbarnsfæðing.
beatusdáinn, sálugur.
beholdning / beholningsjóður, inneign, innistæða.
benevel, gott.
beneficeívilnun.
beneficiatusstaðarhaldari, prestur á prestssetri í eigu kirkjunnar á staðnum.
beneficiumSjá lénskirkja.
benignusgóðkynja, „scorbut. benignus“, þ.e. góðkynja skyrbjúgur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 75.
besigtelseskoðun.
bestalterskipaður.
bestridestanda undir, leysa af hendi.
bevillingleyfisbréf (til giftingar, undanþága frá hjónabandslýsingum).
bevisvottorð, sönnun, kvittun.
bildhuggermyndskeri, bíldhöggvari.
biskupsspurningar / biskups sp.barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki, þýddar af Jóni Árnasyni biskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
bíldhöggeríútskurður. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 21.
bíldhöggvarimyndskeri.
bílætimynd eða líkneski (t.d. dýrlings).
bloksamskotabaukur. Kirkens blok (danska) er trjábútur, holaður að innan, notaður við samskot í kirkjunni.
blóðsóttblóðkreppusótt. Banamein nokkurra árið 1803, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 180-181, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 262.
blóðstemmatíðateppa.
blöðrusteinapínasteinmyndun í þvagblöðru, sem veldur tíðum þvaglátum og sársauka. Banamein, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 240.
boðangurboðstólar, hafa til sölu. Í svari til biskups segir Jón Steingrímsson árið 1775 um kaleika Kálfafellskirkju: „en það mun ei verið hafa annar þeirra, er hann [Kálfafellsprestur] hafði á boðangi við kaupmann R. Hartmann í fyrra sumar.“ ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 254.
bolerskefrilla, sambúðarkona, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 106.
bommersi / bommesiþykkt bómullarefni, ýft öðrum megin.
borderaður / borðeraðurborðalagður, „hökull af blómuðu catoene með borderuðum [eða borðeruðum] krossi og lista af sama … Annar … með borderuðum silkikrossi“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 14v. Bordíraður kemur fyrir í biskupsvisitasíu árið 1779, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2.
borgarimaður, sem hefur verslunarleyfi, kaupmaður.
borinnslitinn, snjáður.
bókmælieining pappírs, þ.e. 24 arkir skrifpappírs, 25 arkir prentpappírs.
brauðframfærsla, samanber: í brauði einhvers (þ.e. á framfæri), brauðbítur.
brauðprestakall.
brauðamatvirðing á tekjum og gjöldum prestakalla. Sjá Brauðamat í Hugtakasafni.
brauðbíturvera á annars framfæri, þó ekki sem sveitarlimur.
bráðtjörubráð (til þess að þétta og verja þak og/eða veggi, hvorugkyns orð), ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 86r.
breysk af freistingumUmsögn um kunnáttu 76 ára konu. Gæti táknað, að hún væri geðveik. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 109.
bréfauppköstSjá Bréf í Hugtakasafni.
bringspalaþykktBanamein, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 241.
bríkaltarisbrík. (Auk þess ýmsar fleiri merkingar).
brjóstvatnssóttvatn myndast í lungum og safnast þar fyrir. Banamein konu árið 1798, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 144. Síðar kemur fyrir í þeirri bók brystvattersótt og bystvattersótt.
brockkviðslit. Danska: brok. Banamein 53 ár konu „gl. brock“, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 28-29.
brostfeldugheithrörnun. Danska: brøstfældighed.
bróðurlóðvið arfaskipti fékk bróðir 2/3 hluta arfs móti systur, sem fékk þriðja hluta. Hélst svo til ársins 1850, þegar jafnskipti komust á.
brúnklæðisborði til veggpýði í kirkju, skrautborði á altari og altarisdúk.
bryggjabrún?? „Bryggjur með þverslám fastar við stólaenda og bakslár.“ ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7r. Á sömu síðu kemur fyrir „bakbryggja föst við altari“ og „altarisbryggju“. Bryggja var einnig ofan á prédikunarstól á sama stað. Síðar er talað um lausar bryggjur á púkluðum altarisstjökum af messing, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 11v (mjög neðarlega).
brystvattersóttSjá brjóstvatnssótt.
bukla / búklamynda bylgjur, gárur eða hringa, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 60v.
búkhlaupniðurgangur, lífssýki.
byldkýli.
byrjabera, hæfa, sæma.
bændakirkjakirkja, sem taldist eign bónda, þ.e. bóndi eða einhver aðili (einstaklingur eða konungur) átti a.m.k. helming jarðarinnar, sem kirkjan stóð á. Sjá Bændakirkja í Hugtakasafni.
bödkerbeykir.
börnefangyfirliðaköst hjá börnum, sem enda með hjartaslagi.
calculationútreikningur.
callidusvitur, skynsamur.
cambridgelíklega átt við cambray / cambrick, þ.e. hvítt, fínt léreft. Rykkilín á Hrafnagili er sagt úr cambridge, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 50r, 52r. Sömuleiðis í Kaupangi, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3, bl. 85r. Sjá einnig kambris og kammerdug.
candelarum festumkyndilmessa, 2. febrúar.
cantatefjórði sunnudagur eftir páska.
capelan / kapelánaðstoðarprestur.
capitalsúluhöfuð. Kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/10, bls. 83.
caprersjá kaprer.
caputhöfuð.
carcinoma membri viriliskrabbamein í eistum?? Banamein 59 ára karls árið 1814, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 282.
carduspappírumbúðapappír. Sjá einnig karduspappír.
carnisefsti hluti af múrbrún. Í timburhúsi er líklega átt við loftlista eða lista á mótum þils og bita í kirkju. „undir hönum [bita] að framan og til beggja hlið að kórgablaði [kórgaflhlaði] liggja 3 útheflaðar carnis fjalir“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 82v.
cartun / cattúnbómull.
catastrophe / katastrophe (catastorphe)umbylting, umsnúningur.
catechisationbarnaspurningar (yfirheyrsla í kristindómsþekkingu).
catechismusFræði Lúthers hin minni, barnalærdómskver.
catechismus stóriE.t.v. Fræði Lúthers hin meiri? Var til á Núpsstað árið 1750, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 46. „Catech. stóri“ var til í Eystradal árin 1755 og 1760, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 91, 109. (Árið 1755 voru þar til catech. Vídal. og Pontoppid. spurningar og 1760 einnig spurningar Jóns Árnasonar). „Catechis. stóri“ var til á Maríubakka árið 1760 auk Ponta, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 112.
catechumennemandi í kristindómi.
catharkatarr, þ.e. slímhimnubólga í öndunarfærum eða meltingarvegi. (Einnig notað um niðurgang). „Catharrus suffocativus“ kemur fyrir í prestsþjónustubók, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 21.
cathechetkatechet, kateket, þ.e. trúarbragðakennari.
cattun / kartún / kattúnbómull.
cederagefa eftir.
censureraúrskurða um.
ceteraframhald, afgangur.
chatarral feberbarnaveiki eða kíghósti??, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 45, BA/9, bls. 346 og 347. Hefur væntanlega fleiri merkingar, sbr. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 211 (53 ára karl), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 23, BA/9, bls. 375. „catharral revamtisk feber“ var banamein fertugs manns, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 376
chirurg / chirurgus / chyrurgushandlæknir.
choleragallsótt, blóðkreppusótt. Sú „mildari cholera“ var banamein barns í Hrafnagilssókn, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 340.
christbús k.kristbúskerling, þ.e. á framfæri vegna einhverrar kristfjárjarðar, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 143. Sjá kristbú.
circiumcisio Domininýársdagur.
circulaireumburðarbréf. Sjá Bréf í Hugtakasafni.
citation / citatiastefna.
citeravísa til, stefna.
civiláralmanaksár, reikningsár (andstætt kirkjuári), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2, visitasía árið 1818.
coenamáltíð. Notað í sambandi við altarisgöngu.
coetus / cætussöfnuður, áheyrendur. Oft stytt í cæt.
colicmagakrampi.
colica mæconii?? Banamein tveggja barna í Hrafnagilskalli, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 374, 402. Meconium getur verið „børnebeg“, dökklitað, seigt þarmainnihald fullburða fóstra.
collationembættisveiting (prests), embættisköllun.
collectgjafasöfnun handa þurfandi. Notað um kirkjutekjur í ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2, visitasía árið 1758. Collecta kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 168.
colonnesúla.
comminationógnun, aðvörun, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 7.
commissonairumboðsmaður, erindreki.
commoreredvelja, vera til staðar.
communicantesaltarisgöngufólk.
communication / communioaltarisganga.
compatresskírnarvottar, guðfeðgin Kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 31, 32, 34.
compendiumútdráttur, styttri gerð af lærdómskveri?
concenterasamþykkja.
conceptabók / konseptabókSjá Bréfabók í Hugtakasafni.
concinniUm mann segir, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 187: „vel að concinni farinn“, sem gæti þýtt vel að hugviti (eða skörungsskap) farinn, samviskusamur.
concio / contiosöfnuður.
Confessio AugustanaÁgsborgarjátningin, höfuðtrúarjátning Lútherstrúarmanna. Sjá einnig Ausburg confession / Auxburgar confession.
confirmant / confirmatorfermingarbarn.
confirmationferming, staðfesting.
confirmeraað ferma. Getur einnig þýtt að staðfesta skemmri skírn af presti.
confitentskriftabarn.
conformsamhljóða, samsvarandi.
confusruglaður.
conjugalhjúskapar-. Kemur fyrir sem orðshluti.
conjugatigiftir.
conjuxmaki (í hjónabandi).
conrectoryfirkennari eða sá kennari, sem gengur næstur rektor.
conserveravarðveita, halda við.
considerationathugun, íhugun.
consistoriumprestastefna.
conspectusinntak, skrá, yfirlit.
constitutionskipun, fyrirmæli.
consulereráðgast við.
contantút í hönd, í reiðufé.
contrabog / kontrabogviðskiptamannabók.
contrafeimáluð mynd.
contraherasemja við einhvern.
contribueraleggja til.
contributiontillag, skattur.
convejvumrangfærslur??? „blandar þar þó í nokkrum convejvum“, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 155. Í frumbréfinu í biskupsskjalasafni (bréf Jóns Steingrímssonar prests í Sólheimaþingum til biskups 20. júní 1775) stendur „conveivum“. [B.I. tekst ekki að finna, hvað geti verið hið rétta, en giskar á rangfærslur].
convictussannfærður.
copiafrit.
copulatigiftir.
copuleraað gifta.
corporal / korporalvígður altarisdúkur, sem kaleikurinn og altarisbrauðið voru sett á.
corporalishúshirsla til þess að geyma í corporalsdúkinn.
coupola / cupolahvolfþak, kúpull.
courantkúrant, þ.e. gangmynt, minna virði en spesíumynt, misjöfn að gildi á ýmsum tímum.
coursgengi, verðlag.
crepare / creperedeyja, farast.
crucifixróðukross.
curaumsjá, umönnun.
curatorfjárhaldsmaður, umsjónarmaður.
cænacoena, þ.e. máltíð ,“non ad cænam“ = ekki til máltíðar, þ.e. ekki til altaris, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell BC/2, bls. 132.
cæteraframhald, afgangur.
cætus / coetussöfnuður, áheyrendur. Præsente cætu = í viðurvist safnaðar.
damastdamask, þ.e. einlitt munstrað efni með satínvend.
dato / datumdagsetning, dagur.
dánartilkynningarSjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
decideraákveða, úrskurða.
decisionúrskurður.
decision / decitionúrskurður, dómur.
declareralýsa yfir.
decorteralækka, slá af.
defectvantar í (haft um bók).
defunctidánir.
degndjákni, meðhjálpari.
demonstrerafæra sönnur á, leiða í ljós.
denatadáin, denati = dánir, denatus = dáinn.
dependerabyggjast á.
depositiongeymslufé (þ.e. fé í umsjón og varðveislu einhvers).
deputeraákveða, fyrirskipa.
describeralýsa.
desponsatitrúlofuð.
Deusguð.
devotionlotning, undirgefni.
diarrhæa / diarrheniðurgangur. Kemur einnig fyrir: diahree.
dicterafyrirskipa.
didacticafræði, uppfræðsla.
diesdagur.
dies coenae Dominiskírdagur.
dies parascevesföstudagurinn langi.
dies viridiumskírdagur.
difficilerfiður, óþekkur.
digtaþétta, sbr. danska: digte, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 43v.
digtan / digtunsamþjöppun, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 42r, 45r.
dimissusútskrifaður úr skóla (stúdent).
dimittendusútskrifaður úr skóla, stúdent.
dimitteraútskrifa úr skóla, veita lausn frá embætti.
discipelskólanemandi (í latínuskóla eða lærða skólanum), skólapiltur.
disenteria. Réttara dysenteriablóðsótt.
dispensationundanþága.
dispenseraleysa einhvern undan einhverju.
distribueraúthluta.
distriktschirurghéraðslæknir, umdæmislæknir. Sjá einnig chirurg.
dittohið sama, sama og næst á undan.
djáknabókSjá Prestsþjónustubækur í Hugtakasafni.
docentkennari við prestaskólann.
dofasýkiBanamein, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/2, bls. 202.
dominicadrottinsdagur, sunnudagur.
dominica II post Trinitatisannar sunnudagur eftir trinitatis (þrenningarhátíð).
Dominicalehelgisiðabók. Dominicale það er guðspjöll og pistlar með almennilegum collectum, sem í kirkju-söfnuðinum lesast árið um kring. Gefin út á Hólum og í Skálholti nokkrum sinnum á 17. og 18. öld.
dominusherra. Dominus præpositus = herra prófastur.
domushús, heimili, fjölskylda.
douceurumbun, laun.
dómabókSjá Dómsvald kirkju og klerka í Hugtakasafni.
dómurSjá Dómsvald kirkju og klerka í Hugtakasafni.
dreng (danska) / drengurvinnupiltur.
dreyarirennismiður. Danska: drejer.
duggari?? E.t.v. íslenskun á da. dukke = lítil stoð eða súla. „að smíða 100 duggara til rabbatanna“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 71r.
dugtugurhæfur, nýtandi; danska: dygtig.
duotveir.
durchlöbniðurgangur.
dúnkrafturtæki til þess að lyfta þungum hlut með handafli, tjakkur.
dyrakistadyraumbúningur?? ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2, visitasía árið 1818.
dysenteria / dysenteriblóðsótt.
ecclesiakirkja.
ecclesia dedicatakirkjudagur, ecclesia non dedicata = kirkjudagur ekki fastákveðinn??
ederagefa út (bók).
editionbókarútgáfa, upplag.
effigiesandlitsmynd.
eignagagnabókSjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
eignaskjöl / eignaskjalabókSjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
einlægursamfelldur.
ejusdemsama (mánaðar eða árs).
eldkveikjustokkurtréaskja með eldfærum (líklega stáli og tinnu) frekar en eldspýtnastokkur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3, Kaupangur, bl. 95v.
eleemosynariusdjákni (kristindómsfræðari). Djáknar áttu að vera á klaustrum og auðugustu lénskirkjum eftir siðaskipti. [Íslenzkt fornbréfasafn XIV, bls. 117-119; XV, bls. 303-304; Lovsamling for Island II, bls. 536-537; Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 79-80].
emeritusfyrrverandi.
emolumenterembættistekjur, aukatekjur.
encephalitisheilabólga, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 244.
engels sygdombeinkröm. Banamein barns, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 177.
eodemsami, eodem anno = sama ár, eodem die = sama dag.
eorundemþeirra sömu. Er eignarfall fleirtölu af idem (latína) = sá sami, það sama. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, bls. 24 „liberi eorundem“, þ.e. börn þeirra sömu.
ephiphania Dominisunnudagur eftir nýár, opinberun Krists.
epidemifarsótt.
epilepsiakrampi, flogaveiki.
epitaphiumminningartafla, grafskrift.
epitomenútdráttur (virðist eiga við barnalærdómskver Pontoppidans).
ergelsi og eymdarskapurþunglyndi og vesöld?? Banamein Guðrúnar Sigurðardóttur í Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð 21. október 1785, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/1 án blaðsíðutals, sbr. ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 161.
ergosem sagt, því.
essæsem verið hefur?? (Sbr. latínu: sum). Kemur fyrir í kirkjulýsingu, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 37v.
esto mihisunnudagurinn í föstuinngangi (lönguföstu, sjö vikna föstu).
etagehæð í húsi. T.d. skrifað etaze.
etatsráðDanskur tiltill, sem konungur veitti fram til 1909 og gaf mönnum stöðu í 3. tignarflokki (rangordning). Þó að orðið þýði ríkisráð, var það í raun aðeins virðingartitill.
etatsráðvirðingartitill í þriðja stigveldi að ofan í metorðaflokki danska ríkisins
etiameinnig, sömuleiðis
eusdem / ejusdemsama (oft notað fyrir sama dag eða sama mánaðar).
evalueremeta, virða.
evalutionvirðing, verðmat.
evangelisk trúarbragðabókLærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
exaf.
ex prioreaf fyrri. Sleppt er t.d. uxore. Merkingin væri þá: af fyrri eiginkonu. Kemur líka fyrir sem ex pr.
ex qvo capitiaf hvaða ástæðu?? ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 197.
exaltatio cruciskrossmessa á hausti.
examen biblicumbarnaspurningar?? Kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 20r.
exaudisjötti sunnudagur eftir páska, þ.e. sunnudagur fyrir hvítasunnu.
exclusiveundanskilinn.
expresturfyrrverandi prestur.
extractútdráttur.
extraderaafhenda, framselja.
eymd og vesöldBanamein 35 ára sveitarskepnu árið 1785, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 196.
eymdarskapurBanamein unglingsmanns árið 1784, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 255.
facitupphlaup??, niðurstaða.
faconlag, lögun.
fadderskírnarvottur.
faktorverslunarstjóri (verslunareigandi búsettur annars staðar, t.d. í Kaupmannhöfn).
famulaþjónustustúlka (ofar í virðingarröð en vinnukona). Sjá einnig pía/pige, stofupíka og stuepige.
famulusþjónustumaður (gæti hafa verið notað um stúdent, sem var í þjónustu embættismanns, t.d. sem skrifari).
fardagaárár milli fardaga, reikningsár í landbúnaði, byggingarár jarða. Fardagar voru, þegar flutt var búferlum. Fyrrum voru fardagar fjórir dagar frá fimmtudegi í sjöundu viku sumars (maí-júní). Tilskipun árið 1847 miðar fardag við 6. júní.
fastagósstíundfasteignartíund. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
fastnagefa saman í hjónaband. Þessi merking kemur fyrir t.d. í ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 168 og 178. Oftast mun þetta orð merkja trúlofun, svo sem í orðasambandinu að fastna með einhverjum.
fautorvelgjörðamaður.
fánafáni „miðju [á altarisdúk] lamb með fánu“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7v. Lamb guðs = Jesús, sem ber syndir heimsins.
fátækratíundfjórði hluti tíundar, sem kom í hlut fátækra. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
febris catharralis revmativa?? Banamein ýmissa í Hrafnagilskalli, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 342-343.
febris malignamikil hitasótt. Banamein ýmissa í Hrafnagilskalli, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 373, 374. Einnig er þar banameinið „febris catharrhalis maligna“.
feriavikudagur. Feria secunda, tertia, quarta, quinta, sexta = mánudagur - föstudagur.
fermingarskýrslurárlegar skýrslur um fermda, sem prestar sendu próföstum, sem síðan sendu þær biskupi. Sjá Skýrslugerð presta og prófasta í Hugtakasafni.
fermurvel að sér. Danska: ferm. Kunnáttuumsögn Magnúsar Ormssonar, stúdent hjá lyfsala og Sveins Pálssonar, stúdent hjá landlækni árið 1784, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/3, bls. 17, 18. Kemur einnig fyrir sem hegðunarumsögn, þá væntanlega sem ötull, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/3, bls. 31.
festatryggingargjald.
festubréfbyggingar- eða umboðsbréf.
festumkirkjulegur hátíðisdagur.
festum annunciationis Mariæboðunardagur Maríu, 25. mars.
festum ascencionis Dominiuppstigningardagur.
festum Michaelis archangeliMikjálsmessa, 29. september.
festum nativatitis Dominijóladagur.
festum nativitatis Sti. Johannis baptistæJónsmessa, 24. júní.
festum novi anninýársdagur.
festum omnium sanctorumallra heilagra messa.
festum purificationis Mariæhreinsunardagur Maríu, kyndilmessa.
festum resurrectionis Dominipáskadagur.
festum Sancti Spiritushvítasunna.
festum Sti. Johannis evangelistæþriði jóladagur.
festum Sti. Stephaniannar jóladagur.
festum visitationis Mariævitjunardagur Maríu, 2. júlí, Þingmaríumessa.
fidejussoresábyrgðarmenn, skírnarvottar, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/1, bls. 41 og víðar
fidestrú. Um dáinn, 82 ára mann, segir „homo aniqvæ fides“ þ.e. maður gamalla trúarbragða, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 247.
fiduciatraust, tiltrú, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 10, 11.
fifskafteins konar ullarefni. Vef. http://mothsordbog.dk/ordbog?query=fifskaft, „gamall hökull af dönsku fifskafti“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7v.
filiadóttir, filius = sonur
finisendir.
fiskurverðeining, gildur fiskur, 4-5 merkur að þyngd (u.þ.b. 1-1,25 kg) eða samsvörun hálfrar alinar vaðmáls.
fírkassidanska: fyrkasse, þ.e. tréaskja með eldfærum (líklega stáli og tinnu). Sú merking er líklegri, miðað við tíma, heldur en eldspýtnastokkur. Kemur fyrir í kirkjustól Kaupangs árið 1848, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 94r. Þá er færður til reiknings einn fírkassi (fyrir sex skildinga) og aftur árið 1850. Árið 1852 var keyptur fírstokkur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 100v. Sbr. eldkveikjustokkur.
fjársýkifåresyge (danska), þ.e. hettusótt. Kemur t.d. fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BA/1, bls. 204.
fjársýkifjárkláði. Sauðfjársjúkdómur, sem geisaði á Íslandi á 18. og 19. öld með miklum efnahagsáhrifum.
fjórðungskirkjakirkja, þar sem messað var fjórða hvern helgan dag. [Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja. Kristni á Íslandi II. Reykjavík 2000, bls. 187-188].
fjórðungurmælieining. Mældur = 10 pottar (20 merkur). Veginn = 10 pund, um 4,96 kg.
fjöruskjölrekafjörur voru mikilvægt ítak. Sjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
flanelflónel, þ.e. bómullarefni, ýft á annað eða bæði borð. Einnig notað um flauel, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 27r.
flekk febermislingar.
flekkusóttmislingar.
fljúgandi gigtBanamein konu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 162. Flyvegigt þýðir Konráð Gíslason sem flugkveisa. [Konráð Gíslason, Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum. Kaupmannahöfn 1851, bls. 120. - „Flugqveisa (rheumatismus), er sár og fliúgandi verkr híngat og þángat í limunum, einna mest í og milli vödvanna.“ Sveinn Pálsson, „Jslenzk siúkdóma nöfn“, Rit þess konúngliga Jslenzka Lærdóms-Lista Félags 9. bindi, bls. 211].
flogverkurKemur ósjaldan fyrir sem banamein, t.d. í ÞÍ. Kirknasafn. Útskálabókunum elstu. Ekki síst hjá ungbörnum en líka fullorðnum. Gæti verið sama og flugverkur.
flugaskrárlauf, hlífðarplata (oft skreytt) kringum skráargat.
flugverkurBanamein ungbarns, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 303. Gæti verið sama og flogverkur.
flutning (kvenkyns orð)flutningur á hval af reka, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 1v-2r.
flöivindhani.
flöskufóðurkassi með hólfum fyrir flöskur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 22v.
foranstaltningráðstöfun.
forbekkurlaust sæti?? „hins vegar [altaris] er forbekkur f(yrir) innsta sæti, með trévöltum og einum uppistandara“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 36r. Samanber forsæti.
forhaladraga, tefja.
forlagframfærsla.
forlíkunarkommissariussáttanefndarmaður.
forlíkunarkommissionsáttanefnd.
forlíkunarmaðursáttamaður.
forlofari / forloversvaramaður, giftingarmaður (þ.e. sá sem samþykkti trúlofun og fjárskilmála).
formaliareglur.
formegandiefnaður.
formyndarifjárhaldsmaður.
fornemaverða áskynja um, finna; danska: fornemme.
fornuftugurskynsamur.
fornægðuránægður. Danska: fornøjet = gerður ánægður, gladdur.
forordningtilskipun (konungleg, æðstu stjórnvalda).
forpagtari / forpagterráðsmaður, umboðsmaður, yfirleitt jarðaumboðsmaður.
forraadnelses feberrotnunarsótt, þ.e. holdsveiki??, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 169 og víðar.
forsikkraábyrgjast, fullyrða.
forstanderráðsmaður.
forstoppelsehægðatregða.
forsætilaust sæti, lausabekkur. Samanber forbekkur.
forvaringvarðveisla.
foutteralfoderal eða futteral (danska), þ.e. hylki.
fóðraklæða vegg eða t.d. kirkjubekk með borðum, setja hlífðarefni undir flíkur og annað, t.d. hökla og altarisdúka.
fólkstalstöflurSjá Aðalmanntöl í Hugtakasafni.
framkropningarstóllknéfall; „framkropningarstóll fyrir framan skriftastól með lektarafjöl á hjörum með krókum“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 11r, 15r.
fraterbróðir.
frátræðandifráfarandi, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 210, danska: fratræde.
fredsmeglersáttamaður.
freistuðgeðveik. Umsögn um Gróu Jónsdóttur, dána 8. mars 1770, 40 ára: „Niðursetn. rænulítil, dó í vesæld. Freistuð, fornæmdist sakram. yfir ¾ ár.“ ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/4, bls. 8-9.
frisler?? Danska: infektionssygdom, hvis symptom er blegner, der opstår ved stærk svedsekretion. Banamein ungbarns og aldraðrar konu, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 176, 177.
fríður peningurlifandi peningur, kvikfé. Borga í fríðu = borga með kvikfé eða gjaldgengum varningi (t.d. vaðmálum), einnig að greiða út í hönd.
fríheitleyfisbréf og vottorð, sem menn þurftu að framvísa gagnvart yfirvöldum. Notað einkum um vottorð um skriftir og altarisgöngu, sem sýna þurfti við flutning milli prestakalla. Auk þess getur orðið merkt réttindi.
fríheitaseðilleinnig: kynningarseðill, prestsseðill, vegaseðill. Vottorð prests um, að viðkomandi hafi skriftað (fengið aflausn) og gengið til altaris. Sjá Lögreglueftirlit presta og Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
frímóðugureinarður, djarfur. Umsögn um fermingardreng, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BA/3, bls. 102.
frunsur / fryntzerkögur.
frönsk patientsjúklingur með sárasótt. Móðir barns, sem fæddist í Nessókn árið 1777, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4.
fugit m.e.?? Þetta er umsögn um kunnáttu prestskonunnar á Kálfafelli árið 1811, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 106. Fugit = flöktandi?, m.e. = mediocriter??, þ.e. í meðallagi.
fustageáma, tunna.
futteralhylki, sbr. foutteral.
fylgiféhöfuðstóll, inneign, skepnur og gripir, sem fylgja áttu jörð eða kirkju.
fylliuppfylli (einkum vegna sullaveiki), meinlæti.
fyrirdragastrika yfir (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 116 og víðar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
fyrirlátssamurtillitssamur.
fyrirstrikastrika yfir (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 121-122, 123. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
fæðingartilkynningarSjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
færleikurhryssa.
gaaer anþolanlegt. Danska: gå an
gagnboraðgötótt?? „gaflþilið á kórbaki gagnborað“ ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 20v.
gagnskorinnskrautmunstur nær í gegnum það, sem skorið er í eða mótað.
galde- og forraadnelsesfeberBanamein, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 197.
galdefeber?? Danska: febril sygdom i fordöjelses organerne med opkastning af galdefarvet slim.
galóna / galunborði úr gull- eða silfurvír.
gamlar spurningarkristinfræðslukver?? ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 5. „Hinar gömlu spurningar“ ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 6 og áfram. Á ekki við barnalærdómskver Jóns Árnasonar, þetta er eldra. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni. Á Ytradal árið 1749 var til gamalt fræðakver með spurningum gömlum, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 25.
gamli stíllJúlíanska tímatalið, sem lagt var niður árið 1700, Lovsamling for Island I, bls. 550-552.
garðhöggklakahögg, áhald til þess að höggva frosna jörð, þegar gröf er tekin?? ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2, visitasía árið 1748 (undir lokin). Talið meðal graftóla.
garðöxiklakahögg, garðhögg ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 32v, 46v. Kölluð klakaöxi í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 33v. Garð- eða klakaöxi er talað um í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 46v.
garnengja (morbo ileo)garnaþrengsli. Banamein, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 243.
gartnergarðyrkjumaður.
gastriskmaga-.
gastrisk feberöldusótt (ákveðin gerð iðrakvefs).
gebyhr / gebyrþjónustugjöld við opinber embætti.
geistlegurandlegur, þ.e. sá sem er andlegrar (klerka) stéttar.
gemenalmennur, óbreyttur, óvandaður.
genpartafrit.
gerðabók sóknarnefndarSjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
gesimsskreytt brún (af steini eða tré t.d.) yfir glugga eða dyrum.
giftingán undangenginnar trúlofunar og lýsingar af prédikunarstólnum fór fram í Kálfafellskirkju 23. október 1797 eftir stiftamtmannsleyfi 8. júlí sama ár, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 54. Tekið sem dæmi um útgáfu leyfisbréfa til giftingar.
gigtfeberBanamein 34 ára konu, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 230.
gimpureinhvers konar dúskar/frunsur eða bryddingar úr silki eða úlfaldahári, ÞÍ. Kirknasafn. Borgarfjarðarprófastsdæmi AA/1, bls. 71 „Nýr hökull af rauðu raski með krossi af gimpur.“ Visitasía í Saurbæ árið 1717.
ginklofistífkrampi, sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani, sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar árum saman.
gitterrimlar, grind.
gittverkgitterværk, þ.e. grindverk, netverk, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA2, bl. 73r.
gjafabréfSjá Skjöl varðandi stað og kirkju í Hugtakasafni.
gjörtlarimálmsmiður, sem smíðar minni og fíngerðari hluti. Danska: gørtler.
glaseruðmeð gljáhúð (lökkuð) eða glerjuð (emaleruðf). Sagt um altarishurð árið 1727 ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell AA/2, bls. 22.
gluggaskúrgluggapóstar, sem skipta glugga í fernt? Danska: vinduekors. „ein af gluggaskúrunum þarf reparation“, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 25.
gluggtroggluggatrog, þ.e. tréverk inn af vegg að glugga (gluggakista og samsvarandi fletir að ofan og til hliðar). „Gjört við glugga og gluggtrog fyrir predikunarstól“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 48r.
golgatzgolgas, þ.e. tyrkneskt flónel með áþrykktu mustri, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA2, bl. 22v.
gorskalgårdskarl, þ.e. goskarl, þjónn, liðléttingur, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/3, bls. 227.
gouvernantekennslukona.
GradualeGraduale. Ein almennileg messusöngsbók = Grallarinn. Fyrst gefin út á Hólum árið 1594.
gradualeannar hluti aðalmessunnar í kaþólskum sið.
graftarkirkjakirkja, þar sem var kirkjugarður. Kirkjugarðar voru fyrst og fremst við sóknarkirkjur. Sjá einnig um greftrunarkirkjur í auglýsingu um starfsreglur Kirkjuþings um kirkjur og safnaðarheimili 8. nóvember 2000. [Stjórnartíðindi 2000 B, bls. 2305].
gratificationumbun, gjöf, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 12.
gráðaknébeður við altari, pallur/þrep upp að altari. Gráður (fleirtala) = grátur. Grátur geta einnig merkt altarisgrindur.
gráðutröppur?? „tvöfaldar gráðutröppur fyrir innganginum“, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 33 (árið 1790). Árið 1795 segir: „Fyrir útidyrum eru tvöfaldar tröppur uppí hana að ganga“ (þ.e. kirkjuna). Við úttekt árið 1810 er talað um tvöfaldar tröppur fyrir innganginum. Getur orðið gráðutröppur merkt að handrið hafi verið með tröppunum??
greiðskapurgreiðsla með góðum skilum?? Við afhendingu Kálfafells árið 1751 er talað um að álagi skuli svarað „með góðum greiðskap“, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 66.
grenjaleitirÍ skjalasöfnum einstakra prestakalla geta leynst skjöl varðandi sveitarmálefni, svo sem um grenjaleitir.
gripgróp. Þessi misritun kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 168.
guðfeðginskírnarvottar.
gueridonlítið, kringlótt borð til þess að láta ljós, kertastjaka standa á, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 32, einnig í visitasíu árið 1795. Franska: guéridon.
gula / gulusótt / guluveikihúð og augnhvítur verða gul, fylgir t.d gallsteinum og lifrarbólgu. Kemur allvíða fyrir sem banamein sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 60, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 257 og BA/2, bls. 268, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/2, bls. 200, 201.
gúnstugurvelviljaður.
handsalþegar menn voru óskrifandi eða gátu ekki af einhverri ástæðu ekki skrifað nafn sitt, handsöluðu þeir öðrum manni viðstöddum réttinn til þess að skrifa nafn sitt. Var þá fyrir aftan eða neðan nafnið skrifað „handsalað“, „handsalaði“ eða „handsalar“ og skyldi sú undirritun jafngild sem eiginhandar áritun.
Harboes redningsmidlersem kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 166, er misritun fyrir Henslers redningsmidler. Sjá Henslers piece.
haustmaðurvermaður á haustvertíð (29. september til 29. desember). Kemur oft fyrir í sóknarmannatölum frá Útskálum. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/3, bls. 246, 252, 290 (skrifað hoistm., hoystmaður).
hálffóðraðurklæddur með viði að hálfu leyti, t.d. kirkjubekkur.
hálfgift / hálfgifturtrúlofuð? Orðið haft um húsbændur á Randversstöðum í Breiðdal árið 1790, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, bls. 197. Næsta ár voru þau gift. - Einnig gæti þetta merkt, að lýsingar til hjónabands væru komnar af stað eða þeim lokið, en hjónavígsla hefði enn ekki farið fram. Lýsa þurfti með hjónaefnum þrjá sunnudaga í röð. Drægist gifting í þrjá mánuði frá síðustu lýsingu, voru lýsingarnar ógildar og þurft að lýsa með hjónaefnunum aftur. Gat þeim þá snúist hugur og hlotið af viðurnefni, svo sem Halldór „hálfgifti“. Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðar II. Reykjavík 1948, bls. 372-373.
hálfstokkur?? Var laus á altari, farfaður, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7r.
hebdomasvika.
heillása saumur?? (hluti af byggingarefni kirkju) ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 54v. Þar kemur einnig fyrir „hálflása“ saumur.
heimakomaámusótt, bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu.
heimasóknsókn, sem tilheyrir kirkju á prestssetri, einnig nefnd aðalsókn eða höfuðsókn.
Helgakverstuttnefni á bókinni Kristilegur barnalærdómur eptir lúterskri kenning eftir Helga Hálfdanarson prestaskólakennara. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
hemiplegi / hemiplexilömun öðrum megin.
Henslers piece(Hensles redningsmidler) Anviisning paa de allervigtigste Rednings Midler for dem der ved pludselig ulykkelige tilfælde ere blevne livlöse osv. af Philipp Gabriel Hensler; oversat af Pt. Server Garboe. Kaupmannahöfn 1770, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 109, 150. Sjá einnig Harboes redningsmidler.
herahúsfreyja, húsmóðir; filius heræ = sonur húsfreyju, mater heræ = móðir húsfreyju.
herniakviðslit, hernia inveterata = kviðslit, sem gekk inn?? ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 236.
herushúsbóndi, húsfaðir; frater heri = bróðir húsbónda, filia heri = dóttir húsbónda, mater heri = móðir húsbónda, pater heri = faðir húsbónda, socer heri = tengdafaðir húsbónda, soror heri = systir húsbónda.
hestlás?? [“Bregða lykli á kinn þjófi, stendur í lögbók Þjófab. i, Þá hafa alleina verið brúkanlegir þess slags lásar, sem vær köllum nú hestlása. Þess slags lykill gjörir þetta merki [hornklofi, sem liggur á hlið, langleggur að ofan] ɔ: gálga.“, Árni Magnússons levner og skrifter II. bind. København 1930, bls. 246]. ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2, úttekt 1759, 7. liður, stofa.
héraðsbókHeiti notað yfir elstu embættisbækur prófasta í Borgarfjarðar- og Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmum. Í þeim bókum eru bréf, visitasíur, máldagar og staðaafhendingar.
héraðsfundabókSjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
hiþessir (fleirtala), þ.e. nefnifall fleirtölu karlkyns af hic. Kemur fyrir á nokkrum stöðum í ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, sjá t.d. bls. 48: „Hi septem liberi eorundem“ þ.e. Þessi sjö börn þeirra sömu.
hicþessi, sá.
hinn nýi barnalærdómurLærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
hitzighissig, þ.e. ákafur.
hjágetiðóskilgetið (barn).
hjágetinnhaft um son, sem móðirin átti eftir að hún varð ekkja.
hjónastóllbrúðarbekkur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 16v.
hjónavígsluskjölSjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
hleypibólaBanamein 19 ára vinnukonu, ásamt sárasótt, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/3, bls. 267.
hnappakögur??, er á altarisdúk, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7r.
holdfúasóttdrep eða holdsveiki?? Var banamein manns, sem dó árið 1791, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 192.
holdfúidrep í holdi, var banamein ásamt holdsveiki, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 161.
honesto loco natusfæddur á heiðarlegum stað, þ.e. góðrar ættar ??? (Umsögn um skólapilt), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/3, bls. 165-166.
honorariussá, sem hefur embættistitil, er án launa (og þá væntanlega skyldna). Notað um fyrrverandi prófast, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 4r.
hornrúðatígullaga rúða, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 20r.
horsóttmáttleysi af megurð?? Banamein árið 1785, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 157.
hoyövrighedháyfirvöld (stiftamtmaður og biskup).
hrauksperra?? hrauksperrur eru á klukknaporti, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 8v, 12v.
hujusþessa (dags, mánaðar).
hundrað(stórt hundrað / 120, tólf tugir) verðeining í landaurareikningi, jarðeign, sem jafngildir 120 aurum silfurs, síðar 120 álnum vaðmáls (= eitt kúgildi eða 240 málfiskar).
husholderskebústýra, ráðskona.
húsagireglur um barnauppeldi, guðrækni og aga foreldra og húsbænda á börnum og vinnuhjúum sem og skyldur og ábyrgð foreldra og húsbænda. Húsagatilskipun var gefin út 3. júní 1746. [Alþingisbækur Íslands XIII, bls. 563-577].
húsinformatorheimiliskennari, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BA/2, bls. 5.
húsvitjunarbækurSjá Sóknarmannatöl í Hugtakasafni.
hvelfhólf, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 2r: Nýr skrúðaskápur með fjórum hvelfum.
hydropicusvatnssótt.
höfuðkirkjaSjá heimakirkja.
höfuðsóknSjá heimasókn.
höfuðvatnssóttBanamein árgamals barns, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/3, bls. 295.
höfuðvinglBanamein manns auk ellihrumleika, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 74-75.
höndlunarfullmektugurverslunarfulltrúi.
ibidemá sama stað / í sama riti / á sömu síðu.
ictsýki / iktsýkigigtveiki.
id estþað er.
iðrakreppaBanamein karlmanns, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 231.
ignotusóþekktur, ignoti patris = óþekkts föður.
iktsýkigigtveiki.
immanuelguð með oss.
in instantsem stendur.
in naturagreitt með vörum en ekki peningum. Táknar: í sama, þegar vísað er til búfjár.
in primisí fyrsta lagi.
in salvotil staðar, í öruggum höndum.
incasseringinnheimta.
incertaóviss, óvíst. „Bænabók gömul incerti authoris“ var til á Núpum árið 1749, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 26.
inclusiveinnifalinn, meðtalinn.
indignusfávís. Orð, sem sumir prestar á Kálfafelli nota um sjálfa sig. (Indignus pastor loci), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 99, 107, og víðar.
induratio abdominislegherðing??, legsamdráttur?? Banamein konu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 247.
inficeremenga, sýkja.
inflammatio scroti et membrihettusótt? Sjá ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 376.
inflammationbólga, ígerð.
informandustil uppfræðslu, nemi hjá landlækni árið 1797, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/3, bls. 149.
informationkennsla, upplýsing, rannsókn.
informatorheimiliskennari?
infrasíðar, neðar, fyrir neðan; vide infra = sjá síðar.
injungeraskipa, mæla fyrir um.
inkassationinnheimta.
innfestabinda eða hefta í bók.
innfinnamæta, danska: indfinde.
innsleginn kláðiBanamein ungs manns árið 1813, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 276. Sjá Kláði.
innstæðahöfuðstóll, inneign, skepnur og gripir, sem fylgja áttu jörð eða kirkju. Innstæða kirkju, arður af eigum kirkju. [Magnús Stefánsson, „Kirkjuvald eflist“, Saga Íslands II. Reykjavík 1975, bls. 74].
innstæðuféþ.e. höfuðstóll, innistandandi fé, fylgifé. Aðallega notað um innstæðu kirkju, sérstaklega dauða hluti, en það gat þó átt við kvikfénað, sem ekki taldist til kúgilda.
innstæðukúgildikúgildi, sem fastákveðið var að fylgja skyldu jörð og ábúanda bar að skila í hendur þess, sem við tók.
inntekttekjur.
inobediensóþægur.
inoculerabólusetja??
inscriptionáletrun.
inslutta / innsluttaná yfir, fela í sér; danska: indslutte.
inspectorumsjónarmaður.
institutumsiður, hegðun.
instrumentáhald.
instrumentakirkjuáhöld, svo sem altari, kaleikur, patína.
interimtil bráðabirgða, um sinn.
intradertekjur.
introduceraður barnalærdómurbarnalærdómsbók, Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 47. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
introductaboðaður, kynntur.
invocationáköllun, bæn, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 8.
invocavitfyrsti sunnudagur í sjö vikna föstu.
ipsehann sjálfur. „Ipse pater“ kemur t.d. þrisvar fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 91, sem skírnarvottur, þ.e. faðirinn sjálfur. „Pater ipse“ kemur tvisvar fyrir á sömu síðu í Hrafnagilsbókinni.
irareiði, ira Dei = reiði guðs, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 7.
irregularisóreglulegur, (ruglaður), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, bls. 165, 202. (Gæti vísað til þess að maðurinn, Snjólfur, var þá ófermdur eða verið til heimilis á ýmsum bæjum). Síðar var hann fermdur og þessari umsögn sleppt, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, bls. 214. Einnig notað um áttræða konu, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, bls. 212.
itemeinnig.
íhaldinnásáttur, haldi því sem ber ??? ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 79.
ískyldaréttindi, gjaldskylda. Sbr. Þverruðu oc inntektir biskupa stórum þegar aflögðust vökr, messr, sálumessr, osttollr, skæðatollr, lambatollr, fiskatollr, oc annað er ískylda var köllud. [Jón Espólín, Íslands árbækur í söguformi IV.Kaupmannahöfn 1825, bls. 100].
ítakréttur til afnota, án endurgjalds nema e.t.v. móti öðru ítaki, á annars landi eða á hlunnindum í annars landi, þ.e. notaréttur. Sjá annars Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
Jarðatal JohnsensJarðatal á Íslandi með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða á landinu. Gefið út af J. Johnsen, assesori í landsyfirréttinum. Kaupmannahöfn 1847.
jarðleggjajarðsetja, grafa.
játningkristindómsþekking. ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/1, bls. 15, heimilisfólk „mikið dauft í sinni játningu“.
jejuniumfasta.
jordemoderljósmóðir.
journalbréfadagbók. Sjá Bréfadagbók í Hugtakasafni.
Jónsspurningarbarnalærdómskver, stytting fyrir Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni Skálholtsbiskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
jubliateþriðji sunnudagur eftir páska.
judicafimmti sunnudagur í sjö vikna föstu.
jure strictoí laganna strangasta skilningi.
justitiariusdómstjóri í Landsyfirrétti.
juva Jova / juva Jehovahjálpi (sbr. juvare) guð??? Fyrirsagnir í upphafi árs í elstu bókum í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/1-2.
júbilpresturprestur, sem hefur haft vígslu í 50 ár. [Sjá t.d. Ísafold 1888, XV. árg., 52. tbl., bls. 1 (Mannslát: Stefán Þorvaldsson); Kirkjuritið 1954, 20. árgangur, bls. 323 (Jónmundur Halldórsson)].
júffertagildur viðardrumbur, aflviður í byggingu.
kaleiksklúturkorporalsdúkur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 25r.
kalemang / kalemanqefni úr ullarblöndu, atlaskofið (oftast röndótt).
kambris (verður helst lesið svo)líklega átt við cambray / cambrick, þ.e. hvítt, fínt léreft, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, visitasía árið 1841. Samanber cambridge og kammerdug.
kamerslítið herbergi.
kammerassessortitill, sem starfsmenn í rentukammeri / skatkammeret fengu, og var í 8.–9. flokki metorðastigveldis danska ríkisins .
kammerdug / kammerdúkurléreft, þunnt og fínofið. Sama og cambray, sjá kambris næst á undan.
kammerherraupphaflega haft um mikilvæga embættismenn, sem höfðu aðgang að herbergjum konungs, síðar titill.
kandestöbersvendtinsmiðssveinn. Titill dáins manns í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 178.
kansbr. kansellíbréf
kantarakápamessukápa (lokuð að framan en smeygt yfir höfuðið).
kapallhryssa, heyhestur (þ.e. hestburður af heyi).
kapelán / capelanaðstoðarprestur.
kapellabænhús, ekki endilega ætlað til þess að flytja messu heldur til þess að gera bæn sína.
kaprersjóræningi.
karduspappírumbúðapappír. Sjá einnig carduspappír.
karniss-laga hluti af múrbrún. Kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/11, bls. 35. Þar er líklega átt við trévirki en ekki stein.
kartún / kattún / cattunbómull.
kassabók / sjóðbók(sjóðbók) Sjá Sóknarnefndir, safnaðarfundir, héraðsfundir, héraðssjóðir í Hugtakasafni.
kaupgifting. Kaupa með hjónum = gera hjúskaparsáttmála, gifta.
kaupahlutieignarhluti bónda/jarðeiganda í jörð, þar sem er bændakirkja. Andstæðan er kirkjuhluti.
kaupbréfgjörningur um kaup/sölu á jörð eða annarri eign. Sjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
keilahöggva út skreyti. Danska: udkele. Predikunarstóll er með „þremur útkeiluðum listum“ og „frá áminnstum saulum [súlum frá grátuhornum upp í bita] til kórgafls beggja vegna og að framan ganga qvartalsbreiðir, útkeilaðir listar“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 72v. Samanber orðið kíllisti. Danska: kile = reka fleyg í.
kerseykersa, þ.e. gróft ullarefni með vaðmálsvend (vend, sem myndar skáhallar rákir yfir voðina). Sjá einnig kesa / késsa / kissa.
kertaleggurhluti af ljósastjaka/kertapípu, sá, sem er næstur kertisskálinni. „2 messingspípur, önnur brostin á barminum en af annarri hringur næst kertalegg“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 2r.
kesa / késsa / kissakersa, þ.e. gróft ullarefni með vaðmálsvend. Sjá einnig kersey.
kgsúrsk. konungsúrskurður
kirkebloksöfnunarbaukur (söfnunarstokkur) kirkju. Sjá einnig kirkjublökk.
kirkjuárHefst fyrsta sunnudag í jólaföstu/aðventu, sem er fjórði sunnudagur fyrir jóladag og ber upp á dagana 27. nóvember til 3. desember.
kirkjublökksöfnunarstokkur kirkju. (Virðist hafa verið utan við kirkjuna, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/11, bls. 25). Sjá einnig kirkeblok.
kirkjubókSjá Kirkjustóll eða Prestsþjónustubækur í Hugtakasafni.
kirkjugarðsgjaldSjá Kirkjugarðsreikningar í Hugtakasafni.
kirkjuhlutieignarhluti kirkjunnar í jörð, þar sem er bændakirkja. Andstæðan er kaupahluti, sem er hluti bóndans/jarðeigandans.
kirkjuinnleiðslusætisæti fyrir konu, sem beið þess, að prestur leiddi hana í kirkju eftir barnsburð, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 83r.
kirkjujárnjárnkarl, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 48r.
kirkjulénSjá lénskirkja.
kirkjumeðulvín og brauð til altarissakramentis, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 173, 174 og áfram. Fyrr og síðar í sömu bók er talað um flutningskostnað á „kyrk. meðölum“. Sjá Skammstafanir.
kirkjureikningabókSjá Kirkjustóll í Hugtakasafni.
kirkjureikningureinnig nefndur portionsreikningur. Sjá Kirknareikningar, Kirkjustóll eða Sóknarnefndir, héraðsnefndir í Hugtakasafni.
kirkjutaflasálmanúmeratafla, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2 portionsreikningur árið 1814, sbr. visitasíu árið 1818, þar sem talað er um messusöngstöflu.
kirkjutíundsá hluti tíundar, sem kom í hlut kirkju og var aðaluppistaðan í tekjum hennar. Einnig nefnd portion eða portio ecclesiae. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
kirkjuverjariumsjónarmaður kirkju, kirkjubóndi. Danska: kirkeværge.
kirkjuöxiklakahögg, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 47r, 48v, 49v. Öxi til þess að höggva klaka í jörðu við grafartöku??
kirknaskjölSjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
kissakersa, þ.e. gróft ullarefni með vaðmálsvend, kersey. Sjá einnig kesa / késsa / kersey.
kílafleyga.
kjallarafóðurflöskufóður, kassi undir messuvínsflöskur, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 50v.
kjallarikassi til þess að geyma messuvínsflöskur (= flöskufóður), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 8v. Danska orðið „kjelde“ er oft notað um geymslu í húsaúttektum, en ekki er þá átt við húsakjallara.
kjörskrárSjá Kjörbækur, kjörskrár í Hugtakasafni.
klakaöxiklakahögg, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 33v. Áhald til þess að höggva klaka í jörðu, þegar gröf er tekin.
klampioki, styrktarspýta.
klausturléreftfínt, þýskt léreft (notað í nunnuklæði í Frakklandi), síðar haft um létta, lausofna þýska léreftsgerð, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 45r, 61v.
kláðisjúkdómur af völdum kláðamaurs, sem myndar hreiður á húðinni.
kleinsmiður / klænsmiður / klénsmiðurjárnsmiður.
klokkerhringjari.
klukkarihringjari.
klænsmiður / kleinsmiður / klénsmiðurjárnsmiður, sem smíðar minni og fínni hluti.
klöppoki, styrktarspýta, sbr. klampi. Orðið t.d. notað í kirkjustól Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð AA/2, bls. 55, 131.
knevelklukkukólfur.
knéstóllknéfall, knébeður? ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 61r.
kokkepigeeldabuska.
koldbranddrep, kolbrandur, holdfúi.
koldfeberkalda.
kolikmagakrampi.
kollekta1) gjafafé, fé safnað handa þurfandi, 2) altarisbæn, þ.e bæn lesin á undan pistlinum, þ.e. þeim kafla úr bréfum guðspjallamanna, sem lesinn var við guðsþjónustu.
Kollektusjóður Á árunum 1784–1785 var fé safnað í Danmörku, Noregi, Slésvík og Holstein til hjálpar Íslendingum vegna móðuharðindanna. Lítið var látið renna til bágstaddra, mesta hungursneyðin var þá liðin hjá, heldur stofnaður sérstakur sjóður, Kollektusjóður. (Sjá: Viðlagasjóður).
konferensráðdanskur titil, notaður frá lokum 17. aldar fram um 1900. Upphaflega hafður um ráðgjafa konungs í mikilvægum málum. Síðar aðeins tiltill, sem gaf viðkomandi stöðu í öðrum flokki tignarröðunar (rangordning).
konseptbréfsuppkast. Sjá Bréfabók í Hugtakasafni.
konsistorialréttursama og prestastefnudómur og synodalréttur. Sjá Dómsvald kirkjunnar og réttargæsla í Hugtakasafni.
konungskirkjur / landssjóðskirkjurkirkjur á jörðum, sem konungur átti en síðar landssjóður. Slíkar kirkjur voru m.a. Bessastastaðakirkja, Kirkjubæjarklausturskirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Langholtskirkja í Meðallandi, Munkaþverárkirkja, Möðruvallaklausturskirkja, Reykjavíkurdómkirkja, Reynistaðarkirkja og Þykkvabæjarklausturskirkja.
konungsráðgjafiÍslandsráðgjafi, Íslandsráðherra, ráðgjafi fyrir Ísland, þ.e. sá ráðherra í dönsku ríkisstjórninni sem fór með málefni Íslands á árunum 1874–1904.
kopíubókSjá Bréfabók í Hugtakasafni.
korporal / corporalvígður altarisdúkur, sem kaleikurinn og altarisbrauðið voru sett á.
korporalshús / corporalishúsaskja eða lítil taska til þess að geyma í dúkinn og vígða brauðið.
kradserkembari; krassari, sjá ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/3, bls. 11.
krebskrabbi, krabbamein.
kregðaþyngdartap?? E.t.v. er átt við krefðu = bólusótt, „innhverfandi kregða“ er banamein nokkurra mánaða barns árið 1797, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 317. Annað barn dó úr kregðu, sem var slegin inn að henni árið 1799, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 319.
kreperedrepast (vegna hungurs og örbirgðar).
kreppusóttskyrbjúgur. Banamein, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 159-162, 167-169, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 257.
kristbú, kristfé, kristfjárjörðKristfé var framfærslufé til guðs fátækra, en kirkjuvaldið hvatti menn á þjóðveldisöld til þess að gefa sér til sáluhjálpar eða guðsþakkar. Fylgdi það oftast einstökum jörðum, enda þurfti ekki að greiða af því tíund. Eftir siðaskipti munu flestar kristfjárjarðir hafa runnið til konungs. Sumar féllu til presta, svo sem Slétta í Sléttuhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu, en aðrar til hreppa.
kristileg fríheitskriftir og altarisganga. Sjá einnig fríheitaseðill, kynningarseðill, vegaseðill.
kristindómsfræðslaFræðsla í kristnum fræðum var grundvallaratriði í siðbreytingunni. Marteinn Lúter samdi Fræðin minni til eflingar kristindómsfræðslu. Síðar farið að semja bækur til að skýra Fræðin og sundurgreina. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
krossstúkaútbygging á kirkju, sem myndar kross á húsinu, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 34v.
króna / krónudalur108 skildingar í kúrantmynt 1753-1813. Tvær silfurkrónur voru jafngildi ríkisdals frá árinu 1819.
krónurasklíklega eins konar rask af sérstökum gæðum, sbr. danska: kronrask. [Dansk Ordbog udgiven under Videnskabernes Selskabs Bestyrelse III. bind. Kaupmannahöfn 1820, bls. 338]. Krónurask er efni í hökli árið 1774, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 108. Einnig í altarisdúk árið 1804, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 61r.
krýsholtVæntanlega sama og danska orðið krydsholt/krydstræ, þ.e. krosstré. Kemur fyrir í lýsingu klukknaports, „og aursyllan önnur burt, en hin fúin mikið ásamt krýsholtunum, sem innan í eru“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 70r.
kræblingkrøbling, þ.e. krypplingur.
kræbs / krebskrabbamein.
kröblingurörkumlamaður, krypplingur.
kúgildifylgifé jarðar, sem fráfarandi varð við ábúendaskipti að skila í hendur jarðeiganda eða þeim, sem við tók, leigukúgildi, innstæðukúgildi. Kúgildi var verðeining, ein kýr í fullu gildi eða 6 ær loðnar og lembdar í fardögum.
kúrantgangmynt, minna virði en spesíumynt, misjöfn að gildi á ýmsum tímum. Kúrantdalur var í seðlum.
kvartilMælieining: 1) Lengdareining, þ.e. ¼ úr alin eða 6 þumlungar (áður 5 þumlungar). 2) Rúmmálseining (15,5 lítrar um 1300). Einnig haft um litla tunnu.
kvenstóllkirkjubekkur ætlaður konum. Yfirleitt norðan megin í kirkjum en í Kálfafellskirkju voru tveir kvenstólar fyrir framan prédikunarstól í staðarúttekt árið 1774, og þá sunnan megin, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 107.
kvensætikirkjubekkur ætlaður konum, stundum afstúkaður.
kviðreynslakviðslit??
kvíildi / kvjildi / kvígildikúgildi. Sjá kúgildi.
kynningarseðillfríheitaseðill, prestsseðill, vegaseðill. Vottorð prests um, að viðkomandi hafi skriftað (fengið aflausn) og gengið til altaris. Sjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
kærastaMerkir stundum eiginkona. Notað einkum um eiginkonur heldri manna og kaupmanna.
kökkveikiBanamein m.m. karlmanns, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 276.
köldugigtBanamein konu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 225.
köllunarbréfveitingarbréf svo sem fyrir prestsembætti.
l.br.leyfisbréf til hjónavígslu. Sjá Leyfisbréf og lýsingar til hjónabands
lambseldifóðrun á lambi, sérstaklega fyrir presta. Sjá Heytollur í Hugtakasafni.
lamfarsóttVæntanlega sama og landfarsótt. Þessi ritháttur kemur nokkrum sinnum fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 194-195.
lampetteeins konar vegglampi eða kertastjaki á vegg. Sést líka skrifað „lambette“.
landamerkjalýsing / landamerkjaskjölÍ skjalasöfnum ýmissa prestakalla og jafnvel prófastsdæma er að finna skjöl varðandi landamerki prestssetra og kirkjujarða. Prestar þurftu að halda til haga slíkum gögnum vegna réttinda jarðanna og kirkna sinna. Allnokkuð af þeim skjölum er til komið vegna setningar landamerkjalaga árið 1882.
landfarsóttsmitandi sjúkdómsfaraldur.
landskuldafgjald það, sem greiða átti eftir leigujörð á hverju ári.
langafasta(sjöviknafasta), fasta í sjö vikur fyrir páska, hefst á öskudegi.
laqveringlakkhúð, gljáhúð, „hurðin [á altarinu] er með chineskri lakkhúð“, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell A/2, bls. 138-139. Hurðin er sögð „glaseruð“ árið 1727, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell A/2, bls. 22.
laskiflaski í tré, bútur úr tré eða málmi settur á samskeyti til styrktar.
lateraltengt öndunarfærum ?? (lateral feber).
laterissamtala flutt á næstu síðu.
laufasaumur?? „lérefts altarisdúkur með laufasaumsbrún“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 52v.
laufaviðurminnir á lauf, málað, útskorið eða úthoggið. Einnig haft um prjónamynstur, sbr. laufaviðarvettlingar.
laungetin / laungetinnbarn fætt utan hjónabands (í lausaleik eða hórgetið).
laus fóturá flækingi. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 236, segir um um konu að hún hafi dvalið í sókninni „nokkra stund á lausum fæti“.
lausagósstíundlausafjártíund. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
lausasaumur?? „Nýr corporalsdúkur af hvítu lærefti er kirkjunni tillagður með lausasaum í kring og krossi af sama“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 16r, 17v (þar er lausasaumurinn sagður á endum og í hornum klútsins).
lausgangariflakkari, flækingur.
lásasaumureinhver gerð af nöglum, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/3, bls. 41. Danska: låsesøm = lítill nagli til þess að negla skrár.
legilesið. Áritun á skjöl, einkum umburðarbréf, sem gengu milli presta. Vitnisburður um, að bréfið hefði verið lesið.
legkaup / mortualiagreiðsla fyrir leg í kirkjugarði. [Magnús Már Lárusson, „Fabrica, Island“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder IV, dálkar 120-122]. Legkaup var 12 álnir en hálft fyrir ungbörn og tannleysingja. Í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/4, bls. 17, má sjá, að legkaup hefur þá verið 54 skildingar og hálft 27 skildingar.
leigukúgildikúgildi, sem menn guldu leigu eftir. Leigukúgildi fylgdu jörðum, en jafnframt gátu menn leigt kúgildi sérstaklega. Eitt kúgildi var ein kýr í fullu gildi eða sex ær, loðnar og lembdar í fardögum, en leigan miðaðist við fardaga.
lektarilespúlt. Í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/11, bls. 38, má sjá ritháttinn „leggtara“.
lektortitill forstöðumanna (skólastjóra) Bessastaðaskóla og Prestaskólans.
lepra septentrionaliseinhver tegund holdsveiki. Banamein konu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 247.
lesbekkur?? „lesbekkur á völtum er vinstra megin altaris“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 11r.
lesbríkvæntanlega sama og lesbekkur. Er fyrir framan skriftasæti, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 20v.
lélegheittækifæri. Danska: lejlighed.
léreftssaumur ?? „einn þeirra [altarisdúka] með léreftssaum fyrir framan … 4ði ditto með léreftssaum á 3 vegu brotinn“, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 35-36.
léttakindléttastúlka.
liberibörn.
licentiatusleyfishafi; licentiatus chirurgiæ = hefur handlækningaleyfi, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 374.
lifrarfortæringBanamein 13 ára pilts, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/3, bls. 288.
ligbegængelsejarðarför, útför.
likvidera / liqviderajafna reikninga, gera gagnreikning.
liljaálma á ljósahjálmi eða ljósastiku.
limafallssýkiholdsveiki.
limpusótt?? Banamein 10 ára drengs, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 192. - Limpa/lympa = lasleiki. Barnið gæti hafa verið veikt um skeið án verulegra einkenna??
liqvidera / likvideragera upp, gjalda.
literat / litteratbóklærður. Titill Sveins Eiríkssonar, síðar prests, þegar hann kom í Kálfafellssókn árið 1871. Sömuleiðis þegar hann fór árið eftir, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/4, bls. 101, 132.
litkrans?? „altarisdúkur fóðraður, varpsaumaður með dönskum litkrans“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7v.
litra / lit(t)erabókstafur.
lífmagi, kviður, móðurlíf.
lífsins vegurAð vita lífsins veg: „hvað sá maður skal vita, trúa og gjöra, sem öðlast vill eilíft líf“, sbr. þýðingu Guðbrands Þorlákssonar á ritinu Lífsins vegur eftir Niels Hemmingsen.
lífsýkiniðurgangur.
líksöngseyrirgreiðsla til prests fyrir að jarðsyngja fólk.
líkþráholdsveiki.
locusstaður. Pastor loci = prestur á staðnum.
loftskorinnupphleyptur og gegnum skorinn (um skraut).
logerandileigjandi.
loqvax / loquaxskrafinn, málgefinn, loqvax auditur = sögusmetta?? ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/2, bls. 69.
lúkahleri, sbr. danska: luge. Þessi merking kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, visitasía árið 1801.
lúsasóttóværa af völdum lúsa. Auk óþrifa var það banamein fanga (19 ára konu) árið 1801, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 170.
lýrittarlandamerkjasteinn. E.t.v. táknar þetta orð viðarkol, sem látin voru í landmerkjaþúfur til auðkennis frá öðrum þúfum. [Um viðarkol í landamerkjaþúfum sjá t.d.: Á. Bjarnason, „Uppástunga um almenn landamerki“, Þjóðólfur 1885, 7. árgangur, 22.-23. tölublað, bls. 85]. Í fornu lagamáli merktu lýrittar „bann“.
lýsing sóknar / sóknarlýsingAð frumkvæði Jónasar Hallgrímssonar gekkst Hið íslenska bókmenntafélag fyrir því á 19. öld, að prestar rituðu eða létu rita lýsingar kirkjusókna sinna. Flestar lýsingarnar eru frá því um 1840. Handrit að sóknarlýsingum Bókmenntafélagsins eru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns Íslands. Sóknarlýsingarnar hafa verið prentaðar.
lærdómsbókkver til fermingarundirbúnings. Á oft við Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
lætarefjórði sunnudagur í sjö vikna föstu.
lögfestayfirlýsing, lesin á manntalsþingi, þar sem menn helguðu sér eign og bönnuðu afnot af henni án síns leyfis. Þar var lýst t.d. landamerkjum lenda/jarða, sem lögfestar voru. Lögfestur höfðu ekki eignarréttargildi einar sér, enda oft seilst lengra en heimildir voru til í von um, að ekki kæmu fram mótmæli og hefðarréttur áynnist. Lögfestur voru áritaðar af sýslumönnum og þingvottum á viðkomandi manntalsþingi.
löggiltar bækurembættismenn fengu bækur frá æðra stjórnvaldi (stiftamtmanni, amtmanni, ráðuneyti), áritaðar og tekið fram til hvers þær voru ætlaðar (afsals- og veðmálabók, dómabók, manntalsþingbók o.s.frv.). Bækurnar voru tölusettar (blaðsíður númeraðar, stundum aðeins blöðin) og oft gegnumdregnar, þ.e. blöðin og stundum spjöldin götuð og sterkur þráður dreginn í gegnum götin og endarnir festir saman með innsigli embættisins, þar sem bókin var löggilt.
macheimakei (þýska: Maceier), þ.e. blómstrað ullarefni með „skruede blommer“ [Dansk Ordbog IV. bind. Kaupmannahöfn 1826, bls. 43] (upphleyptum rósum??) (efni í hökli), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 7v. Sjá einnig manqve og maqvei.
magisterlærdómstitill biskups.
makaskiptiSkipti eigenda/umráðamanna á eignum eða embættum. Yfirleitt er um að ræða skipti á fasteignum/jörðum, sem annað hvort voru á sléttu eða með milligjöf. Sjaldan mun hér getið um makaskipti á lausafé. Einnig var hægt að hafa makaskipti á embættum, einkum prestaköllum og jafnvel sýslum.
malignillkynjaður. Sbr. malus = illur (latína) og malum = ógæfa, sjúkdómur (latína).
malleraðemalerað, þ.e. glerað, smellt.
manchestersérstök gerð flauels úr bómullarefni, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 34; ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2 visitasía árið 1803.
manntalsskýrslurYfirlitsskýrslur, sem prestar unnu upp úr aðalmanntölum, sem tekin voru á nokkurra ára fresti. Sjá Aðalmanntöl í Hugtakasafni.
manntalstöflurSjá Aðalmanntöl í Hugtakasafni.
manqvemakei?? (þýska: Maceier), þ.e. eins konar blómstrað ullarefni með „skruede blommer“ [Dansk Ordbog IV. bind, Kaupmannahöfn 1826, bls. 43] (upphleyptum rósum??) (efni í hökli), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell A/2, bls. 140. Sjá einnig machei og maqvei.
manqveravanta.
manushönd. Manu ppria (pro pria) = með eigin hendi.
maqvei / macheimakei (þýska: Maceier), þ.e. eins konar blómstrað ullarefni með „skruede blommer“ [Dansk Ordbog IV. bind, Kaupmannahöfn 1826, bls. 43] (upphleyptum rósum??) (efni í hökli), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 2r. Sjá einnig machei og manqve.
marituseiginmaður.
Mariæ visitatioboðunardagur Maríu, 25. mars.
markmynteining, jafngilti 16 skildingum, sex mörk voru því í ríkisdal.
Marteinsmessa11. nóvember.
mat(matshækkun/matslækkun) virðing á tekjum og gjöldum prestakalla. Sjá Brauðamat og Tekjur kirkna og presta í Hugtakasafni.
matermóðir.
materieprentaðar arkir, hvorki brotnar né bundnar.
matleiðilystarleysi. Banamein konu auk uppþembu, Oddi BA/3, bls. 230.
matrimoniumhjónaband.
matrósháseti.
máldagabækurbækur, þar sem færðir hafa verið inn máldagar og eignaskjöl kirkna. Sjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
máldagarskrár yfir eignir og ítök kirkna. [Magnús Már Lárusson, „Máldagi, Island“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XI, dálkar 264-266]. Sjá Skjöl varðandi stað og kirkju. Kirknaskjöl í Hugtakasafni.
máliséreign konu við upphaf hjúskapar.
medallionveggskjöldur með upphleyptri eða ígrafinni mynd eða skreyti.
medicuslæknir.
mediocre / mediocriterí meðallagi, miðlungs.
megrusóttþróttleysi af næringarskorti?? Kemur oft fyrir sem banamein í ÞÍ. Kirknasafn. Útskálabókunum elstu, ekki síst í móðuharðindum og eftir þau, svo og ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 157. Sjá og mergrunasótt.
meinlætiinnanmein, sullaveiki.
meistarilærdómstitill biskups.
melancholieþunglyndi, geðveiki.
meliorationumbót.
membranaceaá skinni??
memorandumminnisblöð, minnisgreinar.
memoratorsögumaður.
memorialminnisblað, bónarbréf.
mensalborðfé, embættislaun.
mensaljörð(lénsjörð) jörð, sem sóknarprestur hafði til umráða og afnota, þegar hann sat ekki á kirkjustað (prestssetri). [Sjá Lovsamling for Island I, bls. 101-104 (6. liður), 110-111; III, bls. 436-437. Sjá og Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur, bls. 182 (III. liður)].
mensismánuður.
mentioneraminnast á, nefna.
mergrunasóttalvarlegt blóðleysi, þ.e. þróttleysi af næringarskorti. Banamein nokkurra í móðuharðindum, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 255 og áfram. Sjá og megrusótt.
merkingargreinarskýringargreinar við barnalærdómskverið Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell BA/1, bls. 48 og víðar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
messuskýrslurárlegar skýrslur presta um messugerðir og messuföll, sem þeir áttu að senda próföstum, sem síðan sendu þær biskupi. Sjá Skýrslugerð presta og prófasta í Hugtakasafni.
metorðaskatturSjá Nafnbótarskattur
miðtalaE.t.v. átt við hnúð á kaleiksfæti. Kemur fyrir í lýsingu á ástandi kaleiks: „brostinn beggja vegna við miðtöluna“, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/9, bls. 15.
millibilspresturprestur, sem þjónar prestakalli án veitingar, þ.e. milli þess, að prestur lætur af embætti eða fer burtu, og þess, að nýr prestur með veitingu kemur í kallið.
miltisveikigeðveiki, ímyndunarveiki (þegar karlar áttu í hluti, móðursýki hjá konum). Banamein vinnumanns árið 1789, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 245.
misereregarnaflækja. Banamein konu, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/3, bls. 233. Óvíst, hvort það hefur þekkst og átt sé við vesöld. Karl dó úr landfarsótt, slímfeber, sem menn meintu, að snúist hefði í miserere, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 282.
misericordiaannar sunnudagur eftir páska.
missamessa (in missa = í messu).
missalemessusöngsbók.
MonitaMonita catech., Monita catech. Ramb. Monita catechetica eður katekiskar umþenkingar eftir Johann Jakob Rambach. Kom út á Hólum árið 1759 í þýðingu Halldórs Finnssonar, síðar dómkirkjuprests í Skálholti.
monitumaðvörun, áminning (ft. monita).
monsjörtitill betri bænda, hreppstjóra og lærðra handiðnaðarmanna.
morbussjúkdómur.
morbus cephalicus?banvæn höfuðveiki?? ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/2, bls. 209.
morbus epidemicuslandfarsótt??
moressiðir, hátterni, male morata = illa vanin, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/2, bls. 92.
morgungjöfgjöf, sem eiginmaður gefur konu sinni morguninn eftir brúðkaupsnóttina.
mortualiaÍ visitasíubók Jóns Vigfússonar Hólabiskups er orðið mortualia notað um graftól. [ÞÍ. Kirknasafn. Bps. B. III. 9, bl. 74v, 79r, 96v]. Mortualia var einnig notað um dauða hluti, sem kirkjur áttu og bar því að fylgja kirkjunum. Sjá legkaup í Hugtakasafni.
mortuidauðir.
móskaðurgráleitur?? Notað í lýsingum á húsaviði.
mótroða?? „mótroða grjótþrepin undir þiljunum að utanverðu, bæði til hliða og stafna“, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/3, bls. 65 (árið 1842), sbr. bls. 69 og 75. Í visitasíu árið 1848 er talað um að sett hafi verið grjóthleðsla undir kirkjuveggina, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/3.
mulctmulkt, mult, sekt.
munkurbelgvíður leirbrúsi, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 47v, 48v, 50r.
mörkmælieining, þungi og rúmmál (fleirtala: merkur). Vegin mörk er 249 grömm, mæld mörk er 0,248 lítrar eða tveir pelar.
natadóttir.
natifæddir, natus = fæddur.
nativitas Christijóladagur.
naturahið skapaða, sbr. in natura hér framar.
námafarfi?? „báðar stúkurnar og klukknaportið hefur verið affarfað með tjöru, lýsi og rauðum námafarfa frá Mývatni“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 31v, sjá og ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 76r.
necekki.
neposdóttursonur, sonarsonur, bróður- eða systursonur.
nervefebertaugaveiki, taugasjúkdómur.
nescituróvíst. Umsögn prests um kunnáttu sonar síns, stúdents, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 106.
ni fallormuni ég rétt, misminni mig ekki.
niðurfallssótt / niðurfallssýkiflogaveiki.
níuviknafastafasta í níu vikur fyrir páska (tveimur vikum bætt við lönguföstu / sjö vikna föstu til yfirbótar).
nomennafn.
nomineað heiti.
nonekki.
notandumeftirtakanlegt.
notanduseftirtektarverður.
notariusalþingisskrifari eða skrifari í yfirrétti.
novemníu.
novercastjúpmóðir.
nunnusaumurt.d. góbelínsaumur, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 61v.
nupperske(réttara nopperske) kona sem vinnur við að fjarlægja hnúta og ójöfnur í vefnaði. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/3, bls. 11.
nuptiaebrúðkaup.
Ný jarðabók fyrir Íslandfasteignamatsbók löggilt og gefin út árið 1861.
nýársskýrslurskýrslur þær, sem prestar áttu að senda frá sér og miðuðust við áramót.
nýi stíllGregoríska tímatalið, sem tekið var upp árið 1700. [Lovsamling for Island I, bls. 550-552].
nýr barnalærdómurbarnalærdómskver Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
nærkonaljósmóðir.
obducerekryfja.
obeliscosliggjandi spjót (tákn fyrir efasemdir).
obiitdánir.
obligationskuldabréf, viðurkenning.
oblongaflangur.
observeraathuga, fara eftir.
obstetrixljósmóðir.
obstructio alviharðlífi. Banamein fjögurra vikna barns árið 1812, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 227.
obstruction(obstruktion) stífla, harðlífi.
octoátta.
oculiþriðji sunnudagur í sjö vikna föstu.
odiosafyrirlitlegir (viðbjóðslegir) hlutir, fyrirlitlegar gerðir.
oeconomus(ökonomus) ráðsmaður. Notað gjarna um ráðsmann hegningarhússins á Arnarhóli.
officialisumboðsmaður biskups, settur biskup.
officiantfulltrúi eða embættismaður á lágu stigi. Getur einnig þýtt þjónandi prestur.
officiumskylda, embættisskylda, embætti, guðsþjónusta.
oftímgaðgengið of lengi með. Kona dó af ógurlegri fylli, meinta komna af oftímguðu fóstri, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 247.
oleunarkaup(óleunarkaup) gjald til prests fyrir síðustu smurningu, þjónustu við dauðvona fólk með altarissakramenti.
olmerdúkurvefnaður, þar sem uppistaðan er hör en fyrirvafið bómull.
omnes sanctiallra heilagra messa, 1. nóvember.
omnipræsentiaalls staðar í nálægð, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 9.
omniscientiaalviska, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 9.
ordinairhefðbundinn, fyrirskipaður.
ordinantiakirkjuskipun, lagaboð.
orgelgjöldgreiðslur vegna orgelkaupa og e.t.v. kirkjusöngs, sem söfnuðir áttu að sjá um, eftir að umsjón kirkna komst í þeirra hendur. Orgelkaup munu oft hafa verið fjármögnuð með sérstakri fjársöfnun eða álagningu.
ornamentaskrautgripir kirkju, svo sem altaristöflur, ljósakrónur, líkneski o.s.frv. [Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 162].
óafmarkaðaróyfirstrikað (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 54 (tveir staðir) og miklu víðar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
óanstændigtósæmilegt.
ódecideruðódæmd.
óegta / óekta barnóskilgetið barn, fætt utan hjónabands.
ófeitihor.
óframiódirfð?? „les af óframa“ er sagt um bónda á Rauðabergi árið 1761, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 125.
ófyrirdregiðóyfirstrikað (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 115, 117 og víðar. Það, sem alls ekki mátti sleppa í kverinu og tornæmu börnin urðu að læra eins og þau, sem meira gátu. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
ófyrirlátssömtillitslaus.
ófyrirstrikaðóyfirstrikað (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/2, bls. 116, 119. Það, sem ekki mátti sleppa í kverinu og tornæmu börnin urðu að læra líka. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
óhjádregnar / óhjádreginnóyfirstrikað (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 52, 58, 61, 63, 65, 69, 70, 74, 77, 78. Það, sem alls ekki mátti sleppa í kverinu og tornæmu börnin urðu að læra eins og þau, sem meira gátu. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
óinnfestóbundin sem bók.
óinteresseraðurhlutlaus.
óplægðurekki hefur verið sett nót og fjöður á borðvið (til þess að fella hann saman).
órækslahirðuleysi. Meðal banameina konu árið 1801, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 164.
ótennt barnSvo tekið fram um fyrstu dánu manneskjuna í Kálfafellsprestakalli árið 1746, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 4. Árið 1751 var jarðsungið ótennt barn, ekki misserisgamalt, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 9. Legkaup eftir ótennt barn var 3 álnir í reikningi 1749-1750, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 47. Eftir ungbörn skyldi greiða hálft legkaup, 6 álnir. Sjá legkaup í Hugtakasafni.
óverðugurumsögn sumra presta og aðstoðarpresta um sjálfa sig. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 13, 53 og víðar.
óyfirdregið í Pontoppidans útskýringekki strikað yfir í barnalærdómsbók Pontoppidans. Finnst í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 38, 47. Það, sem alls ekki mátti sleppa í kverinu og tornæmu börnin urðu að læra eins og þau, sem meira gátu. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
óþrifvanþrif, óþrifnaður, lús. Stundum talið með banameinum, þá líklega vanþrif, en lús mun líklega hafa fylgt.
palmarum diespálmasunnudagur.
parentesforeldrar.
parochiasókn.
partargreinar eða kaflar barnalærdómskvers.
paschapáskar.
passatofyrra/síðasta mánaðar.
passi, reisupassi, vegabréfSjá umfjöllun í Lögreglueftirlit presta í Hugtakasafni.
pastorprestur, sóknarprestur.
pastor emeritusuppgjafaprestur.
paterfaðir, pater familias = fjölskyldufaðir, húsbóndi.
paternitetfaðerni.
patronverndarmaður, umsjónarmaður.
pensioneftirlaun.
pentecoste / pentekostehvítasunna.
peripneumonilungabólga í tengslum við brjósthimnubólgu.
pertinentisfylgifé.
petitionbeiðni, umsókn, tillaga.
phthisislungnatæring. Grískt orð. Skrifað pthisis í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 346.
pia corporagóðgerðastofnanir, gjafasjóðir?? Í reglugerð um tekjur presta og kirkna á Íslandi 17. júlí 1782, fjórða lið, eru prestar, kirkjur, skólar og spítalar talin meðal þess sem falli undir pia corpora. [Lovsamling for Island IV, bls. 666].
pía / pigeþjónustustúlka, stofustúlka (fínna en vinnukona). Sjá einnig falmula, stofupíka og stuepige.
pípakertastjaki fyrir eitt kerti (járnpípa, kertapípa, ljósapípa, messingpípa, pípa á ljósahjálmi).
pletterahúða með góðmálmi.
pleuris / plevrispleuritis??, þ.e. bólga í brjóstholi, brjósthimnubólga, síðustingur. Kemur nokkrum sinnum fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, t.d. bls. 141, 187, 222, 239 og víðar. Einnig ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 89.
plægjasetja nót og fjöður á borðvið (til þess að fella hann saman).
podagraþvagsýrugigt.
Pontibarnalærdómskver, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar eftir Erik Pontoppidan. Þýðing Halldórs Brynjólfssonar, síðar Hólabiskups, kallaðist Rangi Ponti. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
portalskrautlegur búnaður yfir dyrum.
portionsreikningurkirkjureikningur. Sjá Kirkjureikningar í Hugtakasafni.
posteftir.
posteriorsíðari, kemur á eftir.
posthumeftir andlát föður, síðasti.
postilla HemingiiLífs vegur. Það er: Ein kristileg sönn og undirvísan hvað sá maður skuli vita, trúa og gjöra, sem öðlast vill eilífa sáluhjálp. Skrifað af doct Niels Hemingssyni Anno 1570, en á íslensku útlögð af Guðbrandi Þorlákssyni. Hólar 1559, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 82, 110.
postridienæsta dag, daginn eftir.
postscript / postscriptumviðauki, eftirskrift.
pottur0,965 lítrar.
póstkvittanabókÁ prestssetrum voru stundum pósthús eða bréfhirðing. Í póstkvittanabækur kvittuðu viðtakendur póstsendinga fyrir þær.
póstsendingabókBók þar sem póstmeistari/bréfhirðingamaður skráði bréf þau og böggla, sem hann tók við til sendingar, ásamt burðargjaldi.
praxisframkvæmd, notkun, venja, reynsla.
precatiobæn, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 11.
presbyterprestur.
prestakallþjónustuumdæmi, starfssvæði prests.
prestastefnudómursama og konsistorialréttur og synodalréttur. Sjá Dómsvald kirkjunnar og réttargæsla í Hugtakasafni.
prestaævirSjá Ævisögur presta í Hugtakasafni.
prestslamb(prestslömb). Í staðinn fyrir að gjalda presti heytoll fóðruðu sóknarbændur og þeir, sem höfðu grasnyt, lömb (eitt lamb á bónda) fyrir prest sinn. Sjá Heytollur í Hugtakasafni. Prestslamb er annað en Maríu- eða Péturslamb. Sjá Maríu- og Péturslömb í Hugtakasafni.
prestsmötugjaldPrestsmata var hálfar kúgildaleigur af bændakirkjum. Framan af voru leigurnar goldnar í smjöri en síðar var farið að reikna smjörið til peningaverðs eftir verðlagsskrá. Sjá Prestsmata í Hugtakasafni.
preststíundfjórði hluti tíundar, sem koma skyldi í hlut kirkjuprests. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
prestsverkabókSjá Prestsþjónustubækur í Hugtakasafni.
pridiedaginn áður.
principalhúsbóndi, yfirmaður, umbjóðandi (þ.e. sá, sem gefur öðrum umboð sitt).
priorfyrri, fyrsti.
priusáður nefnt, fyrsta.
privateinka-, óopinber.
pro officioeftir embættisskyldu.
pro ratahlutfallslega.
proclamaopinber auglýsing.
proconrectorannar kennari við Lærða skólann.
procuratormálflutningsmaður, ekki endilega með lagapróf.
professioniðngrein.
professionistihandverksmaður. Kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 40.
promotionstöðuhækkun, útnefning.
prompteumsvifalaust, þegar í stað.
propatriaskrifpappír í meðalstóru broti með þetta kjörorð í vatnsmerkinu.
proponeraleggja til.
proprietaireignamaður, fyrst og fremst jarðeigandi. Í sóknarmannatölum og aðalmanntölum mun það oft tákna sjálfseignarbóndi.
prorektoryfirkennari.
protokolgerðabók, embættisbók.
protokollerabóka.
provisorfyrsti aðstoðarmaður í apóteki, lyfjafræðingur.
proximenæst á undan.
prófastsvisitasíaSjá Visitasíubækur í Hugtakasafni.
próventa1) arfsal, þ.e. maður afhendir öðrum eigur sínar, en sá skuldbindur sig til þess að annast arfsalann í elli hans og sjá um útförina, 2) tekjur og eignir kirkju.
præcedensundanfarandi. Anno præcedens = fyrra ár.
præjudiciumógagn, skaði, fordómar.
præparerabúa undir fermingu, þ.e. sjá um, að viðkomandi læri það, sem krafist var fyrir fermingu.
præpositusprófastur.
præpositus emeritusuppgjafaprófastur.
prætenderagera tilkall.
prætension / prætentionkrafa.
præterað auki, fyrir utan.
prætereaauk þess, framvegis,
pthisisSjá phthisis.
publice absolutiþeir, sem hafa fengið opinbera syndaaflausn.
publiqalmennur, opinber.
puellastúlka.
puerdrengur.
pukla / púklagera bungur (á málmþynnu).
pulpiturkirkjupallur, upphækkuð stúka með sætum fyrir kirkjugesti.
pundarivog.
putridrotinn, putrid feber = taugaveiki, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7 bls. 259.
púlpiterhúfa?? Er eitthvað í tengslum við prédikunarstól, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 72v. (Gæti táknað, að himinn væri yfir prédikunarstólnum, sbr. myndir frá Þingeyrakirkju).
púlsmaðurverkamaður, erfiðismaður.
pússunartollurgreiðsla til prests fyrir hjónavígslu.
quadragesimafyrsti sunnudagur í sjö vikna föstu.
quasimodo genetifyrsti sunnudagur eftir páska.
quattorfjórir.
quinquagesimasunnudagurinn í föstuinngangi.
quinquefimm.
quoadmeð tilliti til??
quotahluti, það, sem kemur í hluta einhvers.
qvittantiakvittun.
qvitterakvitta.
qvæstionesbarnaspurningar. Vísar til barnalærdómskveranna. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
rabatafsláttur.
rabatmjór listi. Rabbatar / rabater virðast hafa notaðir til þess að mynda spjöld (fulningar), ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 71r og v.
rabbateragefa afslátt, lækka.
raðskorinnskorinn á röndum. Einnig til randskorinn. E.t.v. íslenskun á rundskåren, þ.e. sívalur. „Innri stúkan qvennmannamegin er með raðskorinni bakslá“, „8 pílára útskorna á baka til temmilega háfa við innsta sæti karlmannamegin hvörjum að heldur raðskorin breið bakslá að ofan og strikuð silla að neðan“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 73r, 74r.
raisonnabelgjafmildur, rausnarlegur.
rambaldiás, sem kirkjuklukka leikur á.
ramhaldirambaldi, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/3, bls. 54.
raskþunnt, lausofið ullarefni, óvandað, með einskeftu- eða vaðmálsvend og vaxbornu, gljáandi ytra byrði.
ratasjá pro rata.
ráðsíaræna, meðvitund. „Ei með fullri ráðsíu“, umsögn um kunnáttu og þekkingu niðursetnings, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/1, bls. 29.
rámamjór trélisti, rammi.
rebslagerkaðlagerðarmaður.
redelighedsannsýni, ráðvendni.
reduceralækka, skerða.
registrationskráning, búsuppskrift.
reglementreglugerð, reglur.
reikningar og reikningabækurskjöl frá sóknarnefndum. Sjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
reisupassi, passi, vegabréfSjá umfjöllun í Lögreglueftirlit presta í Hugtakasafni.
rekiRekafjörur voru ákaflega verðmætar í skóglausu landi sem Íslandi. Því má finna mörg skjöl um reka í skjalasöfnum kirkna. Þá var hvalreki mjög til kosta og var iðulega sérstakt ítak.
remanenteftirstöðvar, vera umfram, standa eftir.
reminiscereannar sunnudagur í sjö vikna föstu.
remitteraendursenda, framsenda.
reparationviðgerð.
repartitionniðurjöfnun.
repartitionsakterskýrslur biskupa um úthlutun styrktarfjár til presta.
reppagogushreppstjóri. [Hin forna lögbók Íslendinga sem nefnist Grágás II. bindi. Kaupmannhöfn 1829, bls. 36-37 (undir hreppstjórnarmaðr)]. Prestur titlar bónda á Núpsstað „ex reppagogus“ árið 1816, en ári seinna er hann Mr., þ.e. monsjör. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 116, 117.
reqvirentgerðarbeiðandi.
reqvisitionumsókn, ósk, krafa.
rescriptkonungsbréf.
resignationembættisafsal.
resignerasegja af sér embætti.
resolutiontilskipun, úrskurður.
respectivvirðulegur.
respectiveað sínu leyti, hlutaðeigandi.
restitueraendurbæta, setja að nýju í embætti.
reumatisk / revmatisk / rheumatiskgigtarkenndur, „gastrisk revmat. feber“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/9, bls. 401.
reversyfirlýsing, viðurkenning.
revideraendurskoða.
revisionendurskoðun.
revmatismegigtarflog.
réttargjöldgreiðslur fyrir stefnu, fyrirtöku máls og dómtöku, yfirheyrslu vitna, fyrir að kveðja menn í rétt til skoðunargerðar og einnig greiðsla til dómkvaddra manna sem og fyrir eiðfestingu skoðunargerðarinnar. Sá, sem bað um réttarhaldið, þurfti einnig að greiða réttarvottum gjald og borga ferðakostnað dómarans.
réttarins þjónarstarfsmenn við réttinn, svo sem dómari, skrifari og vottar.
réttarsnúraréttarregla, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 211. Danska: rettesnor.
rhbr.ráðherrabréf
riðsprangútsaumur í hnýtt net, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 36 og víðar.
ritualkirkjusiðir, kirkjusiðabók.
ríkisbankadalurmynteining, orðið notað í stað ríkisdals 1813-1854.
ríkisdalurgjaldmiðill tekinn upp í Danmörku á 16. öld og gilti einnig á Íslandi. Kúrantríkisdali skyldi nota í viðskiptum frá árinu 1753, en myntirnar voru um skeið þrjár: ríkisdalur í kúrantmynt = 96 skildingar, ríkisdalur í krónumynt = 102 skildingar, ríkisdalur í spesíumynt = 108 ríkisdalir. Nefndist ríkisbankadalur 1813-1854 (eftir ríkisgjaldþrot og endurskipulagningu), en ríkisdalur 1854-1873, þegar nýtt myntkerfi var tekið upp og hálfur ríkisdalur varð að krónu.
ríkisortdönsk mynt (kúrant), venjulega ¼ úr ríkisdal, þ.e. 24 skildingar.
rubrikdálkur.
ruinniðurníðsla.
rýrnunarveikiBanamein sveitarómaga, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 243.
sabbathsdagurhvíldardagur, helgidagur.
sacrariumskírnarfat.
sacristiskrúðhús.
sacrumtrúarbrögð, þ.e. kristindómur.
safiansaffían, mjúkt, litað geitar- eða sauðskinn (til bókbands).
safnaðarfulltrúimaður kosinn á aðalsafnaðarfundi sem fulltrúi sóknar á héraðsfundi.
safnaðarfundabókfundargerðarbók kirkjusafnaðar. Sjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
safnaðarfundargerðirfundargerðir kirkjusafnaðar. Sjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
safnaðargjöldgreiðslur, sem safnaðarmeðlimir gjalda til kirkju sinnar og vegna safnaðarins. Sjá Tekjur kirkna og presta og Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
safnaðarkirkjakirkja í eigu og umsjón safnaðar. Slíkri kirkju fylgir yfirleitt ekki annað land en kirkjulóðin og kirkjugarðurinn.
salarium / salærvinnulaun.
saldomismunur.
salusheppni, lán.
salúnvefnaðargerð, munsturband á einskeftugrunni; „salungsklæði“, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2 visitasía 1752.
salvafyrirvari?? Salva æqvitate = með fyrirvara um jafngildi??
salvatorfrelsari, lausnari (Jesús).
salvogriðastaður, in salvo = í öruggum höndum, til staðar.
sarge / sars (sarz) / serge / sirsheiti á ýmsum efnum, einkum ullarkenndum. Síðar aðallega haft um sérstök atlaskofin ullar- eða silkiefni. ÞÍ. Kirknasafn. Saurbær á Hvalfjarðarströnd AA/2, bls. 56-60?? „Altarisklæði af rauðu sarge með hvítu vesturfarafóðri“.
satisfactionumbun, uppfylling.
saulasúla, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 72v. Danska: søjle.
sá nýi barnalærdómurbarnalærdómsbók, Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
sálnaregisturSjá Sóknarmannatöl í Hugtakasafni.
sárasóttkynsjúkdómur, sýfilis. Kemur fyrir sem banamein nokkurra manna í Útskálabókum, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1, bls. 258 (holdfúi að auk), BA/2, bls. 259.
sáttanefndar commissariussáttanefndarmaður.
schirrus, réttara scirrhushart krabbameinsæxli.
scilicetþað er að segja.
scitveit, þekkir, sbr. scio (latína), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/2, bls. 179 „scit catechismum“.
scorbutusskyrbjúgur.
scriptorskrásetjari.
scrupulusvarfærni.
secretair / secretæurskrifari. Það síðara haft um Ólaf Olavius í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 203. [Ólafur Olavius var höfundur ferðabókar Ökonomisk Rejse igennem de nordvestlige, nordlige og nordöstlige kanter av Island, sem við hann er kennd. Sjá má, að bókinni hefur verið dreift meðal presta].
seden.
sekvestrera / sequestrerakyrrsetja.
seponeraleggja til hliðar, nota ekki.
septemsjö.
septuagesimaannar sunnudagur fyrir föstuinngang, upphaf níu vikna föstu.
sepultigrafnir.
sequenseftirfarandi, sequentia = það, sem fylgir.
seqventesí fylgd, eftir, sbr. Anni seqventes, þ.e. árið eftir.
seqventiubókVæntanlega með sálmum, sem sungnir voru eftir gradualið (annan hluta messunnar í kaþólskum sið). Þar á meðal voru sálmar eins og Veni, sancte spiritus, Stabat mater, Dies iræ.
sexagesimanæsti sunnudagur fyrir sunnudaginn í föstuinngangi, annar sunnudagur í níu vikna föstu.
seyrnafúna. Kemur fyrir í kirkjustólum Eydala og Kálfafells í Fljótshverfi.
sértingurþéttofið bómullarefni, af ýmsum gerðum og gæðum. Var einkum notað í fóður. Enska: shirting. Nýtt rykkilín og ný altarisbrún voru úr „sjertíng“ við úttekt Eyrar 1866, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3.
signatum / signumundirritað og innsiglað.
signorherra. Titill betri bænda.
silfurmourÁtt mun við mor (danska) eða moiré, þ.e. vatterað silki með íofnum silfurþráðum (gullþráðum).
similisálíka.
similiteráþekkur.
sineán.
sjertingursjá sértingur.
sjóðbókbók til þess að færa hreyfingar á sjóði, innlagt og úttekið. Sjá Sóknarnefndir og héraðsfundir í Hugtakasafni.
sjöviknafasta / langafastafasta í sjö vikur fyrir páska, hefst á öskudegi.
skakkrúðurrúðurnar mynda eins konar tígla í glugganum, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 26r. Sjá einnig tígulrúða.
skanserahafa t.d. líkneski eða mynd í nokkurs konar skáp?? „Maríu líkneski stórt og mikið skanserað“, „skilderie B. lögmanns með gylltum rámum skanseruðum í kring“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 61v, 73r.
skarlagensfeberskarlatssótt.
skarlepparstriga- eða vaðmálsræmur, vættar í tjöru, til þess að þétta milli borða við húsbyggingar.
skegg / skeg eins konar gróft, loðið ullarflauel, pluss, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 34 og visitasía árið 1795. Úttekt árið 1810 segir skégg (á tveimur stöðum). Danska: skæg.
skilderískilirí, þ.e. mynd (málverk, ljósmynd, teppi) á vegg, skrautritað skjal.
skildingurminnsta mynteining til ársins 1873, þá varð tæplega hálfur skildingur að einum eyri. 96 skildingar voru í ríkisdal, en 16 skildingar í marki.
skileyrirlöglegur gjaldmiðill, fríður peningur.
skiptabókbók, þar sem fært er inn það, sem fram fer við opinber skipti. Misjafnt er, hversu mikið er fært inn í skiptabækur, t.d. hvort eignir og skuldir búsins eru taldar upp nákvæmlega og hve nákvæmlega er tiltekið, hvað kemur í hlut hvers erfingja.
skiptabók klerkdómsprófastar sáu fyrrum um skipti á dánarbúum presta og prestaekkna. Sjá Dómsvald kirkju og klerka í Hugtakasafni.
skiptitíundtíund, sem skiptist í fjóra hluta (milli prests, biskups, kirkju og fátækra). Skiptitíund var af eign, sem nam 10 hundruðum eða meira. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
skírnarkrúskrús undir skírnarvatn, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 24r, 52r.
skjalaskrár / afhendingarskrárskrár yfir skjöl, sem afhent voru við embættismannaskipti.
skorbutismusskyrbjúgur.
skorstensfejersótari.
skrankigrindur. Danska: skranke. „hefir hún fengið í kringum sinn gradum [gráðupall] skranka með útkeiluðum listum ofan og neðan“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 72v.
skreðariskraddari, þ.e. klæðskeri.
skriðbyttaljósker til þess að halda á.
skrifaragjald, skrifarapeningargreiðsla sem embættismenn fengu fyrir skjöl og vottorð, sem þeir gáfu út eða afrituðu og afhentu öðrum.
skriftasætiskriftastóll, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 185.
skrúðastóllstóll með hirslu í sætinu, þar sem geyma mátti prests- og kirkjuskrúða. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/11, bls. 33.
skrúfskrúfugangur?? Notað í lýsingu kertastjaka, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/9, bls. 15.
skúðirhlerar. Danska: skodder. ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, visitasía árið 1793.
skúrfjöl?? yfir pílárum yfir kórdyrum inni í kirkju, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 35v; skúrfjöl á grjóthlaði (á við kirkjuvegg) ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 220.
skýringargreinarsmáletursgreinar í Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
skýrslubókSjá Bréfabók í Hugtakasafni.
skörbutusskyrbjúgur.
slagheilablóðfall. Gæti e.t.v. í einhverjum tilvilkum merkt flog. Þannig deyr drengur í Oddasókn „haldinn af slagi“, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/2, bls. 208.
slagaveikiflogaveiki.
slagbekkurbekkur, sem lagður er niður; „þessum [kirkjusætum] fylgja slagbekkir“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 20v.
slagflóðkrampi, heilablóðfall??
slagstóllfellistóll?? ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 9v.
slagsúðKemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/ 10, bls. 82 (Neskirkja). E.t.v. sama og slagþil.
sleggjuflaska?? „5 potta sleggjuflaska til víngeymslu“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 52r. Sleggjuflaska var einnig á Kálfafelli 1774, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 109.
sléttur dalur4 mörk eða 64 skildingar.
slíðraður bekkurbekkur með flötum lista framan á bekkjarfjölinni.
smái stíllinnþað, sem var með smærra letri í barnalærdómsbókinni Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Var yfirleitt merkt með Merk. og því talað um merkingargreinar. Sjá Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
smáléreftmjóvefnaður?? Ofið í mjóum stólum, ekki þæft??
smáttsmái stíllinn (smærra letrið) í barnalærdómsbókinni Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
smáþil?? „smáþilið, sem er milli sillnanna“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 51v.
snedkersnidker, snidkari, snikkari, trésmiður. Sjá einnig timburmaður.
snigfeberhitasótt. (Skrifað snijgfeber). [Skýring úr C.E. Mangors Land-Apothek: til danske og norske Landmands Nytte, bls. 541-542: „En tærende feber eller snigfeber er den, der kommer hver dag uden kulde eller stærk hede, og fornemmes hver middag, strax eftir maaltidet, ved en hastig puls, rødme i ansigtet, samt hede i hele kroppen. Om aftenen og natten mærkes tillige som oftest en større hede, nogen tørst, sved eller damp, især henimod morgenstunden, samt en urolig nattesøvn; derimod er der ikke altid Ophostning eller Bolning. Den har næsten altid sin gruund i en skarphed, der jevnlig gaaer over i blodet, og kommer fra maven eller tarmene, naar dissee ere urene, eller der i samme ere orm, ligesom og af forstoppelse i indvoldene, urene saar, eller en hemmelig venerisk eller anden lignende gift i kroppen, ogsaa af vand der staaer længe i kroppen, eller langvarig kummer og ærgrelse.“ Fengið af Google]. Banamein bónda, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 176.
socertengdafaðir.
socrustengdamóðir.
sofnaðirdánir.
sororsystir.
sóknarlýsingSjá lýsing sóknar hér framar.
specialitersérstaklega, hvert fyrir sig.
speciestegund, gerð.
specificerasundurliða.
spedalskholdsveikur.
spennlaloka með spennslum, krækja aftur með málmspennslum. Á oftast við bækur.
spesía / spesíudalurmynteining, mismunandi að verðgildi eftir löndum og tímabilum. Verðhlutfall: 1) 1625-1813 (í smærri einingu) = 96 skildingar eða 6 mörk, 2) 1753-1813 (kúrantmynt) ríkisdalur í spesíumynt = 108 skildingar, 1819-1873 spesía = 2 ríkisdalir = 192 skildingar.
spinnerskespunakona.
spítelska / spítelskusjúkdómur / spedalskholdsveiki.
sponsaliatrúlofun, festar, sponsati = trúlofuð.
sponsor, ft. sponsoresskírnarvottur, svaramaður.
sportleraukatekjur.
sprangísaumur eftir reitamunstri í hnýtt net og varpaðan úrraksgrunn.
sprinklereins konar flekkusótt (febris petechialis).
spurningar Árnasonarbarnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni. Kemur fyrir í sóknarmannatölum frá Kálfafelli árin 1748, 1795, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 1 og áfram; BC/2, bls. 51, 55.
spurningar m. J. A.spurningar meistara Jóns Árnasonar. Barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni biskupi Árnasyni. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
spurningar Pontoppidansbarnalærdómskver eftir Erik Pontoppidan, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni. Kemur fyrir í sóknarmannatali frá Kálfafelli 1748 og áfram, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 2.
spurningar sr. Högna prófastsþýðing Högna Sigurðssonar á Breiðabólsstað á barnalærdómsbók Pontoppidans, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 27.
staðfestaferma (staðfesta skírnarheitið).
staf / stafferávalur skrautlisti, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 21r.
staflihurðarkrókur á dyrastaf eða krókur fyrir opnanlegan glugga eða gluggahlera.
stafngólfstafgólf. Kemur t.d. fyrir í úttekt Kálfafells árið 1810, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 202, og úttekt Maríubakka árið 1816, bls. 211.
stakit / stakketrimlagirðing, grindverk.
standstaða (mannfélagsstaða).
standa reikninggera reikningsskil??
statu quo, réttara: in statu quoí fyrra ástandi, óbreytt.
stálhak í læsingu?? ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 37r.
steinsóttsjúkdómur vegna steinmyndunar í einhverju líffæri, þvagteppa.
stikflodniðurfallssýki, þ.e. flogaveiki. (Konráð Gíslason, Dönsk-íslenzk orðabók. Kaupmannahöfn 1856, bls. 464). Í Ordbog over det danske sprog 21. bind. København 1943, 1276 dálkur er stikflod sagt vera: „stærk slimafsondring (ved apoplektiske anfald), der kan kvæle patienten“.
stingfeberhitasótt og tak?? Banamein karlmanns, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 224.
StistrupsbækurLaurids Stistrup, danskur kaupmaður, gaf til Íslands árið 1755 1700 eintök af Nýja testamentinu (Waysenhúsútgáfa 1746 og 1750) og 600 eintök af Biblíunni (Waysenhúsútgáfa 1747). Var ætlast til þess, að fátækt fólk nyti góðs af gjöfinni. [Vef. https://da.wikipedia.org/wiki/Laurids_Stistrup, sótt 12. apríl 2016; Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kristni á Íslandi III. Reykjavík 2000, bls. 337].
stíllletur, leturgerð (sbr. smái stíllinn og stóri stíllinn).
stívertskástífa?? (Danska: stiver). „sömuleiðis stíverat beggja vegna í kór og kirkju undir hvörn bita“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 73r.
stofupíkastuepige, þ.e. stofustúlka, ofar í virðingarröð en vinnukona. Sjá einnig famula, pía/pige og stuepige.
stokkafella í stokk?? „með stokkuðu þili“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 10v.
stokksyllalausholt, láréttur bjálki efst á veggju, sem þaksperrur eru felldar í. Kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/ 9, bls. 12.
storkverkstokkverk, þ.e. bjálkabygging. Kemur fyrir við úttekt á Eyri í Skutulsfirði árið 1848, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3.
stormstyttur??? ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/3, bls. 40. Í visitasíu árið 1857 (kirkja byggð árið áður) er kirkjan sögð með fótstykkjum, lausholtum og nauðsynlegum bindingi og stormstyttum til stafns og hliða, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/3.
stóri stíll / stóri stíllinn / stóri st.A) talað er um stærri stíl / stóra stíl í barnalærdómsbók Jóns Árnasonar biskups (þ.e. það, sem var með stærra letri), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 33, 37, 53 58, 59, 72, 74, 76, 80, 84 (2), 94, 95 (3), 100, 101, 103, 105 (2), 106, 132, 135, 137, 147, 152, 154; B) það, sem var með stærra letri í barnalærdómsbókinni Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni. Árið 1850 er sagt um tvö börn, að þau hafi einasta lært hið stærra letrið í kverinu, og hið sama um tvær stúlkur árið 1852, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/2, bls. 47.
stórlest2.600 kg, danska: kommercelæst. (Heimild: Sigfús Haukur Andrésson: „Almenna bænaskráin, tveggja alda afmæli“, Ný Saga 7 (1995), bls. 82.
stórtstóri stíllinn (prentað með stærra letri) í barnalærdómsbókinni Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
stranguriaþvagteppa, blöðrubólga?? ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 69, BA/9, bls. 332.
stráperluborðiborði með glerperlum, sem eru í laginu eins og stutt strá. [Ordbog over det danske sprog 22. bind. København 1944, dálkur 252]. ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 140.
stribligoaxarskaft, málvilla.
studiosusstúdent.
stuepigestofustúlka, ofar í virðingarröð en vinnukona. Sjá einnig famula, pía/pige og stofupíka.
stúkaafmarkaður hluti kirkjuhúss, svo sem í krossbyggðri kirkju, þá eru sagðar stúkur í stuttu krossörmunum, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 6v.
styr (danska, réttara udstyr)heimanfylgja, heimanmundur.
styttuslá?? „styttuslá altaris“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 7r.
stærri stíllhluti af barnalærdómsbók Balle eða það, sem var með stærra letri. Sjá stóri stíll og umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
subundir.
subtilitetsmásmygli, nákvæmni, hártogun.
successoreftirmaður.
sufficientásættanlegur, nægilegur.
sui jurisfullveðja, sjálfs sín (sjálfrar sín), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/2, bls. 69, 92, 94.
sukkerdon / sukkerdunmjúkt, fínt efni (austurindískt bómullarefni). Komið úr ensku: succatoon. ÞÍ. Kirknasafn. Saurbær á Hvalfjarðarströnd AA/2, bls. 56-60?? Sagt um altarisdúk; „Brúnin er af hvítum léreftsknipplingum, fóðruð með hvítum sukkerdon, með mislitu kögri að neðan“.
summasamtala, samtals.
summa summarumallt í allt, þ.e. allir liðir lagðir saman.
sunteru.
superintendentembættisheiti lútersks biskups.
supplicatiaumsókn, bónarbréf.
supplicerasækja um.
supraáður, að auki, á undan, fyrr, yfir.
susceptoresguðfeðgin (réttara: móttakendur), ÞÍ, Oddi BA/1, bls. 42 og víðar, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 56.
svaramannavottorðSjá Prestseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
svarin yfirsetukonaeiðsvarin ljósmóðir.
svindsóttuppdráttarsýki, tæring. Skrifað „svynsott“ í ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 269.
svitaleysiLangvarandi tíðateppa og svitaleysi orsakaði svefnsýki, sem varð banamein ungrar konu, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 245.
synodalréttursama og konsistorialréttur og prestastefnudómur. Sjá Dómsvald kirkjunnar og réttargæsla í Hugtakasafni.
synodusprestastefna.
særásjálegur?? „annar særnri [kertahjálmur] í framkirkju“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/, bl. 22v.
sætisfiskurgjald, sem útróðramenn í stöku verstöðvum áttu að greiða til prests og kirkju fyrir prestsþjónustu og rúm í kirkju. Sjá Tekjur kirkna og presta í Hugtakasafni.
sætiskroppursætisfjöl, sem slegin er upp eða dregin út, svo að hægt sé að sitja á henni?? „Fyrir 14 af þessum [kirkjubekkjunum] eru sætiskroppar með tréokum til að slá upp og niður.“ ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, biskupsvisitasía árið 1852. Danska: krop getur þýtt nöf, útskot eða bogið stykki.
söðlarisöðlasmiður.
tafftefni úr silki (gervisilki), þéttofið, stíft viðkomu og gljáandi.
taka undir sjálfum sérprestar réðu yfir prestssetrum (lénskirkjum/stöðum) og eignum kirkjunnar á staðnum, þar með kirkjujörðum og ítökum. Nutu þeir arðsins af þessum eignum og tóku þannig laun sín undir sjálfum sér.
takkerblóðblöðrur í saur, sem koma af gyllinæð.
taxationmat, virðing.
taxerameta til verðs (danska: taksere).
tekin/tekinnHaft um börn, sem eru á heimilum, þó ekki sem fósturbörn eða niðursetningar. E.t.v. hafa foreldrar eða ættmenni goldið meðlag með börnunum en ekki getað haft þau hjá sér.
telletólg.
termingjalddagi, tilsettur tími.
testesguðfeðgin.
testorvottar.
tignarflokkur Eftir einveldistöku í Danmörku fór konungur að veita mönnum úr borgarastétt nafnbætur (tign). Í fyrstu voru tignarflokkarnir sjö en síðar níu. (Sjá Nafnbótarskattur).
tignarröðEftir einveldistöku í Danmörku fór konungur að veita mönnum úr borgarastétt nafnbætur (tign). Í fyrstu voru tignarflokkarnir sjö en síðar níu. Orðið tignarröð vísar til þess í hvaða nafnbótarflokki menn voru. (Sjá Nafnbótarskattur).
tilgjöfmundur, sem brúðgumi lagði fram við giftingu.
tiltræðataka við, danska: tiltræde, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 203, tiltræðandi = viðtakandi.
timburmaðurtrésmiður. Sjá einnig snedker/snidker/snidkari/snikkari.
tinttinkrús eða kanna. „messuvínstint“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 12r.
tígulrúðarúðan er tígullaga, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 8r. Sjá einnig skakkrúða.
tíundarlistar, tíundarskýrslurskýrslur um þær eignir, sem menn áttu og af voru reiknuð gjöld til sveitar og prests. Samkvæmt hreppstjórainstrúxi 24. nóvember 1809 átti hreppstjóri að senda sýslumanni, sóknarpresti og kirkjueiganda, ef nokkur var í hreppnum, greinilegan reikning yfir tíundargerð allra búenda og búlausra í sveitinni. [Lovsamling for Island VII, bls. 312, IX. kafli].
tomusbókarbindi.
torqverasnúa, kvelja.
tortsmán.
Tossakveriðuppnefni á 1) Biflíusögur handa unglingum. Íslenzkaðar og lagaðar eptir biflíusögum C.F. Balslev, 2) Kristilegur barnalærdómur: skýring á fræðum Lúters hinum minni eftir Thorvald Klaveness. Þessi kver voru styttri en þau, sem notuð höfðu verið eða mest voru notuð, og því haldið, að þau væru ætluð tornæmum börnum. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
tourumferð, yfirferð.
tólktólg.
traderakenna.
trakterafara með, meðhöndla.
tralverkgrindverk, sem aðskilur kór og framkirkju, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 1r. Danska: tralleværk. [tralleværk, (1. led via mnty. trallie fra fr. treille 'espalier, løvværk' og treillis'gitter, netværk', af lat. trichila'løvhytte'), gitterværk, især af lodrette, profilerede tremmer, fx som adskillelse mellem skib og kor i en kirke eller rækværk foran fx fransk altan. Karen Zahle: tralleværk i Den Store Danske, Gyldendal. Hentet 10. maj 2017 fra http://denstoredanske.dk/index.php?sideId=173556].
trangbrystighedbrjóstþyngsli, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BA/3, bls. 49, 75.
translationupptaka beina verðandi dýrlings og skrínlagning þeirra.
trekskreyti. Danska: træk. „og á loki útskorið trech“, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/, 9, bls. 36.
tresþrír.
trinitatis / trinitatis Dominicaþrenningarhátíð (til heiðurs heilagri þrenningu), trinitatis, fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu. Í messuskýrslum miðast allir sunnudagar þar á eftir við trinitatis (fyrsti sd. eftir trinitatis o.s.frv.), þangað til kemur að aðventu (jólaföstu).
tripeins konar ullarflauel. Hökull „af bláu flaueli, með rauðum krossi, hringa tripi og bláu léreftsfóðri“, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 7.
trismus (versus) tetanus obistotmusstífkrampi sem munnkrampi, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 246.
trúlofunbindast heitum. Fyrrum var trúlofun í raun mikilvægari en gifting, því að þá var sambandið ákveðið og gengið frá fjárskilmálum milli hjónaefnanna.
tröskmunnangur. Einnig skrifað træsk eða treusk.
tussis convulsivakíghósti.
tvillefni með vaðmálsvend, skávend. Rithátturinn „tvild“ kemur fyrir í biskupsvisitasíu árið 1779, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir AA/2.
tvillet?? efni með vaðmálsvend, skávend, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 35 og visitasía árið 1795.
tvinnadúkur?? léreft, hör??
typhustaugaveiki.
tyrosnýnemi; tyro pharmaciæ = lyfjagerðarnemi, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/7, bls. 152.
udslætútbrot.
uldsorterer / ullarsorteurullarflokkari, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/4, bls. 169, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/3, bls. 131.
ulmerdúkurolmerdúkur. Uppistaðan hör en fyrirvafið bómull.
ultimoþann síðasta (mánaðardag)
umburðarbréfeinnig nefnt circulaire, bréf, sem gekk milli embættismanna (t.d. presta) og þeir áttu að rita nöfn sín á til vitnis um, að þeir hefðu séð og lesið bréfið. Þegar bréfið hafði gengið milli manna, átti það að berast í hendur þess, sem sent hafði það í upphafi (t.d. prófasts). Sjá Bréf í Hugtakasafni.
umflogaverkurBanamein manns árið 1785, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/2, bls. 195.
umvandaður / umvendurvandaður.
unasaman, að auki (latína).
undirrétturlægra dómstig. Dómi undirréttar mátti áfrýja til æðra dómsstigs.
unuseinn.
uppágeratroða uppá. Gæti merkt, að menn hafi þurft að taka að sér skylduómaga, t.d. vegna skyldleika, og veita þeim framfærslu án aðstoðar sveitar. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/1 bls. 97 (uppágerningur), Útskálar BC/1, bls. 136, 137.
uppdráttur / uppdráttarsóttKemur oft fyrir sem banamein, ekki síst í móðuharðindum. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar, prestsþjónustubækur.
uppdreginnuppalinn, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 59 og finnst sömuleiðis í BC/2. Danska: opdrage.
uppgjafapresturprestur, sem látið hefur af störfum vegna aldurs eða veikinda (yfirleitt). Getur verið haft um þá, sem hætt hafa prestsskap af öðrum ástæðum.
uppheldiuppeldi, halda einhverjum uppi.
uppheldisféfjármunir til framfærslu eða lífsuppihalds.
uppistandarisúlur upp í bita eða loft við altari, bekkjarenda o.fl.??
uppivofandiyfirvofandi, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 169.
urgeraleggja áherslu á.
utsem, að, þó að.
ut dige menstruis?? Verður helst lesið svo. Annað banamein 83 ára konu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 223.
ut priussem áður hefur verið nefnt.
ut suprasem áður segir.
utanbúðarmaðurmaður, sem vann ekki inni í versluninni, heldur tók á móti íslenskri vöru, sem fór í vörugeymslu (t.d. ull og fiski), og afgreiddi erlenda vöru, sem ekki fór yfir búðarborð (t.d. timbur, járn og tjöru).
utensiliakirkjugripir, sem þurfti vegna guðsþjónustu. Sjá inventaria í Hugtakasafni.
uterusleg í konu.
uxahöfuðstórt ílát (gjarnan notað undir vökva), áma. Tók venjulega um 240 potta/lítra (6 anker). Danska: Oksehoved. Einnig koma fyrir rithættirnir okshoft, oxehoede, oxehofft, hogshoffuit, huxhoffuit. Þýska: Oxhoft, sem mun hafa verið notað í dönsku verslunarmáli. Talið komið úr ensku: Hogshead.
uxoreiginkona.
útafút af fyrir sig (þ.e. væntanlega í húsmennsku).
útbrothliðarskip í kirkju, útbygging.
útgiftútgjöld.
útkeilarenna eða skera út skraut?? „útkeiluðum listum þvers yfir“ á prédikunarstól, „skranka með útkeiluðum listum ofan og neðan“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 72v. Danska: udkegle.
útkirkjaSjá annexía í Hugtakasafni.
útkíladrífa, skreyta með uppheyptu letri eða myndum.
útlegging JAvísar að líkindum til barnalærdómskvers, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki sem Jón Árnason biskup þýddi, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 17. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
útpúklagera bungur, mynd eða munstur (á málmþynnu)?, skreyta með upphleyptu leetri eða myndum, drífa.
útslátturútbrot, kláði. Danska udslæt.
útstappa eða útstoppabólstra. Sjá „útstöppuðu knéfalli“, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing AA/11, bls. 32-33. Þar kemur einnig fyrir „útstoppuðum knéföllum“.
vacanceembætti er autt.
vaccinatorbólusetjari (kúabólusetjari).
vaccinerabólusetja.
vagtari / vaktarinæturvörður.
valeurverð, gildi.
validerastaðfesta, vera í gildi.
valkerþófari.
valtikefli?? „forbekkur fyrir innsta sæti með trévöltum og einum uppistandara“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 36r.
variaÍ skjalasöfnum varð oft til mikið af sundurleitu efni, bæði vegna þess, að ekki hafði verið gætt þess að halda upprunalegri röðun skjala, og hins, að ekki höfðu þegar í upphafi verið ákveðnir flokkar fyrir ýmis skjöl. Urðu því til hrúgur, sem kölluðust Ýmislegt, Varia, Miscellanea, Sópdyngja, Maukastella. [Jón Þorkelsson, Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavík III. Reykjavík 1910, bls. XXI]. Fátt er slíkra flokka í skjalasöfnum presta og prófasta.
varpsaumurvarpleggur. Er ýmist saumaður eftir áteiknuðum línum eða eftir ræði. Algengast, að sporið sé tekið þannig, að nálin kom upp þar, sem henni var stungið niður í næsta spori á undan. Nálin kemur ávallt upp sömu megin við sporin; „corporalsklútur með varps ísaum …“, ÞÍ. Kirknasafn. Múli í Aðaldal AA/2, bl. 14v.
vatnbjúgur / vatnsbjúgurbjúgur, vökvasöfnun í líkamanum.
vatnskarlvatnsílát fyrir skírnarvatn eða handþvott prests.
vatnskyrbjúgur?? Kallaður morbus leprosus hydriasticus í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 221).
vatnssóttvatnssýki (vatn safnast fyrir í líkamanum).
vattersóttvatnkálfur (Konráð Gíslason, Dönsk-íslenzk orðabók. Kaupmannahöfn 1851, bls. 562), vatnssýki. Danska: vattersot. Ekki ólíklegt, að þetta orð hafi einnig verið notað um sullaveiki.
veðurháttanveðráttan, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 217.
veðurheftuguráreiðanlegur. Danska: vederheftig.
vegabréf, passi, reisupassiSjá Lögreglueftirlit presta í Hugtakasafni.
vegaseðill, fríheitaseðill, kynningarseðillvottorð um, að viðkomandi hafi skriftað fyrir presti og gengið til altaris. (Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Borgarfjarðarprófastsdæmi AC/1, bl. 261v, vegaseðill Eiríks Andréssonar, kalins hlaupadrengs, árið 1683). Sjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar og Lögreglueftirlit presta í Hugtakasafni. Biskupar gáfu sendimönnum sínum, sem fara þurftu milli biskupsdæma, vegaseðil þeim til kynningar.
vegurinnÍ sóknarmannatölum frá ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafelli í Fljótshverfi kemur fyrir „veit veginn“, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 5 og áfram, „veit lífsins veg“ ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 15, „veit sinn sáluhjálparveg“ ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 17. Að vita lífsins veg má leggja út sem „hvað sá maður skal vita, trúa og gjöra, sem öðlast vill eilíft líf“, sbr. þýðingu Guðbrands Þorlákssonar á ritinu Lífsins vegur eftir Niels Hemmingsen. Á einum stað kemur fyrir „veit veg lífsins nokkurn veginn“ og um tvö er sagt árið 1801: „sér til vegarins“ ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 75.
velskt bandítalskt bókband, þ.e. skinn á kili og hornum.
velturvöltur??, þ.e. veltikefli undir forsæti (lausasæti) í kirkju??, „3 lítil forsæti með 2 fótum og veltum af tré“, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 36r.
venerisk sygdomkynsjúkdómur.
ventilationrannsókn.
ventileraíhuga, rannsaka.
verediktákæra, dómur, non veredicus = óákærður, ódæmdur, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/2, bls. 92.
vergefjárhaldsmaður, sbr. danska: værge.
verificerastaðfesta með áritun.
verkbrunasóttBanamein niðursetnings í Útskálasókn árið 1788, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 244.
verseraðuræfður, reyndur.
versionþýðing, snúningur, túlkun. „Versionis novissimæ“ = nýleg þýðing.
vertollurgjald, sem útróðrarmenn inntu af hendi til landeiganda fyrir aðstöðu í verinu. Vertollar gátu orðið ítök kirkna og risu stundum af þeim miklar deilur, svo sem um Bolungarvíkurtolla Vatnsfjarðarkirkju og Bjarneyjatolla Staðarhólskirkju. - Segja má, að gjald það, sem útróðrarmenn guldu kirkjuhaldara vegna rúms í kirkju, hafi verið nokkurs konar vertollar, sjá fiskagjald í Hugtakasafni.
vesöldAlgengt banamein í móðuharðindum og á harðindaárum.
vetraaldur fólks og búfjár, reiknaður í lifuðum vetrum, t.d. tíu vetra.
vice-vara-, t.d. vicelandfógeti, vicelögmaður.
vide / videatursjá; vidi = séð.
vidimerastaðfesta með áritun.
viduaekkja, viduus = ekkill.
viðurkenndstaðfest. Skemmri skírn viðurkennd af sóknarpresti, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 41.
Vigfúsar spurningarbarnalærdómsbók, Stutt og einföld skýring Fræðanna. Að mestu leyti samin og löguð, eftir dr. Pontoppidans útleggingu af Vigfúsi Jónssyni. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
vigilantsárvekni, umhyggja.
vikakindvikastúlka.
villuverskaþólskt vers??, rangt farið með ?? ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 7v. Þar segir um kaleik og patínu: „hvert tveggja með því villuversi In corpus Christi convertitur hostia panis.“
visitasía / visitationkirkjuskoðun.
vitnisburðurþað, sem vitni ber eða heldur fram um, að það hafi heyrt, séð eða þekkt og viti réttast og sannast. Mat, dómur eða umsögn einhvers um einhvern. Prófskírteini, prófseinkunn.
volente Deomeð guðs vilja.
vorderingvurdering, þ.e. mat, virðing.
vottorðSjá Prestsseðlar, vottorð og tilkynningar í Hugtakasafni.
vulcaneldfjall, eldgos, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell A/2, bls. 154.
vurderingmat, virðing.
vægternæturvörður.
völtrurvöltutré; „10 af þeim [kirkjusætunum] eru smá sæti á völtrum, sem hleypa má upp og niður“, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, bls. 4. „Framan á 10 af þeim [kirkjusætunum] eru smásæti á völtrum, sem hleypa má upp og niður.“ ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði AA/3, visitasía árið 1795. Við afhendingu árið 1810 er talað um smásæti á tréásum, sem hleypa megi upp og niður.
WaysenhússbiblíaFjórða heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, gefin út í Kaupmannahöfn árið 1747. Kennd við prentunarstaðinn Waysenhúsið, þ.e. hina konunglegu uppeldisstofnun.
yfirsetukonaljósmóðir.
yfirtrekkja/yfirtrækkjaklæða (húsgagn).
ziratskraut, prýði, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/3 (Kaupangur), bl. 49v.
þélkirnaílát til að búa til skyr.
þingapresturprestur í þingabrauði. Staða slíks prests var yfirleitt mun lakari en þeirra, sem höfðu prestssetur til ábúðar.
þingsvitni / þingvitniréttarvottur, einkanlega á manntalsþingi.
þrepskjöldurþröskuldur.
þriðjungakirkjakirkja þar sem messað var þriðja hvern helgan dag. Þriðjungakirkjur þekktust í kaþólskum sið. Eftir siðaskipti voru þriðjungakirkjur í prestaköllum með tvær eða þrjár kirkjur. [Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kristni á Íslandi III. Reykjavík 2000, bls. 222-223]. Þar, sem voru tvær kirkjur, var oft messað tvo helgidaga í röð í heimakirkjunni (á prestssetrinu) en hinn þriðja á útkirkjunni, sem þá var þriðjungakirkja.
æqvitasjöfnuður, sanngirni.
æqvivalerejafngilda.
ærgildiverðgildi mjólkandi ær, 20 álnir.
ærulausgagnslaus, ónothæfur.
ökonomus / oeconomusráðsmaður. Notað gjarnan um ráðsmann hegningarhússins á Arnarhóli.
öngvitBanamein sjötugrar konu í Útskálasókn árið 1802, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 259.
övrighedyfirvald.