Skammstafanir og tákn

Skýringar nokkurra tákna og skrá um skammstafanir og styttingar í sögulegum textum,
einkum um kirkju og klerka.

TáknSkýring
(krossmark) dó. (Notað af presti á Eyri í Skutulsfirði árið 1848 og síðar, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri BA/2, bls. 362 og áfram).
Ψgríski stafurinn psí. Notaður sem tákn fyrir sálma í sóknarmannatölum. Sálmakunnátta var eitt af því sem prestar áttu að athuga við húsvitjanir. Sjá Sóknarmannatöl í Hugtakasafni. Auk þess notaður sem stytting í saltari, sbr. Davíðs Ψaltari eða Davíðs Ψ, Fæðingar Ψaltari.
Ψalmarsálmar.
Ψ.v. / Ψverssálmvers.
kvarto, þ.e. fjórblaða brot.
4gtfertugt.
40rfertugur.
60gtsextugt.
7berseptember.
8beroktóber.
9bernóvember.
10berdesember.
6t.sextugur.
½ fjárlag / ½ fjárl. / ½ga fl.helmingafjárlag.
ɔ:id est, þ.e. það er.
ƒfiskar.
ƒafiska (verðlag), t.d. 27 ƒa tré.
§tákn fyrir greinar, t.d. í barnalærdómskverinu.
§tákn fyrir et (latína) = og.
ƶtákn fyrir et (latína) = og.
SkammstöfunSkýring
a.ára (að aldri).
A.Mun vísa til barnalærdómskvers, sem Jón Árnason biskup þýddi, þegar talað er um lærdóm barna, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 139 og áfram. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
A.a.ad acta, þ.e. lagt með öðrum skjölum sama máls.
a.c.Anni currentis eða Anno currente, þ.e. á þessu ári.
A.D.Anno Domini, þ.e. á því herrans ári.
adj.adjunkt, þ.e. skólakennari (við lærða skólann).
Ad Mand.ad mandatum, þ.e. að skipun.
adm.stratoradministrator, þ.e. umboðsmaður (á einkum við þá, sem höfðu jarðaumboð, t.d. klaustraumboð).
adst.adstant, þ.e. aðstoðarmaður. Sjá einnig ast. Adstantes nota prestar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð um þá, sem viðstaddir voru barnsskírn auk skírnarvotta.
adv.aðventa, þ.e. jólafasta.
adv.t.aðventutíð?? Kemur nokkrum sinnum fyrir í Reykjavíkurbókum, á undan fæðingum í desember. Á einum stað, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 51, kemur inn fyrirsögnin Aðventuár. - Kirkjuárið hófst með jólaföstu. E.t.v. hefur prestur haft í huga hinar svonefndu aðventuskýrslur.
aðskil.aðskiljanlegir, ýmiss konar.
afbr.afbragðs (haft um kunnáttu barna).
al.alibi, þ.e. annars staðar, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 87. Getur einnig þýtt: fjarvistarsönnun.
al.alin, álnir, þ.e. lengdarmál.
ald. / aldurd.aldurdómur.
alt. / altar.altari, (algengt í t. alt. = til altaris), sacram. altar. = altarissakramenti í barnalærdómsbók Pontoppidans, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 62.
alt.bæniraltarisgöngubænir.
aman.amanuensis, þ.e. aðstoðarmaður, skrifari.
amtm.amtmaður.
andl.andlegt. Á við kristindómskunnáttu.
andl.bæn.andlátsbænir.
ang. polyp.angina polyposa, þ.e. hálsbólga (barnaveiki).
ann. præt.anni praeteriti, þ.e. árið áður.
a.p.Anni praecedentis eða Anni praeteriti, þ.e. árið áður. Getur einnig verið stytt sem a. praec. eða a. praet.
a.p.Anni praesentis, þ.e. á þessu ári. Getur einnig verið stytt sem a. pr.
apoplex.apoplexia, þ.e. slag, heilablóðfall.
apo.sv. / apot.sv. / apotheks.apotekersvend, lyfsalasveinn.
approb.approbation, þ.e. staðfesting, samþykki, leyfi.
a. pr.Anni praesentis, þ.e. á þessu ári.
a. praec.Anni praecedentis, þ.e. árið áður.
a. praet.Anni praeteriti, þ.e. árið áður.
art. / artic.articulus, þ.e. kafli eða grein. Talað mun hafa verið um greinar í spurningakveri. Vísar einnig til lagagreina, svo sem í Norsku lögum.
ass. / assist.assistant, þ.e. verslunarþjónn.
ass. / assest.assisteraði. Þessar skammstafanir koma víða fyrir í elstu prestsþjónustubókum Seltjarnarnesþinga fyrir aftan nöfn guðfeðgina. Táknar væntanlega, að guðmóðirin hafi tekið á móti barninu. Því til styrktar má benda á ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/2. Þar má oft sjá fyrst í guðfeðginatölu: „Madme Margrete Katrine ass.“. Síðan koma nöfn annarra guðfeðgina. Margrethe Katrine Hölter Magnussen var fyrsta lærða ljósmóðirin á Íslandi og kom til landsins árið 1761.
ast.astantes / adstantes, þ.e. aðstoðamenn, nærstaddir. Þetta færa séra Högni Sigurðsson á Breiðabólsstað (Presta-Högni) og séra Stefán Högnason á sama stað við skírnir, þegar fleiri en hinir hefðbundnu skírnarvottar eru við barnsskírn (heimaskírn eða ekki í messu).
att.attest, þ.e. vottorð.
Augsb. ját.Ágsborgarjátningin frá árinu 1530 er höfuðtrúarjátning Lútherstrúarmanna.
áb.ábúandi.
áhang.áhangandi.
ál.álnir.
ám.áminning.
Árn. sp. / Árn.s. sp. / Árn.s. spurningarbarnalærdómskver Jóns Árnasonar biskups.
Árnas. sp.barnalærdómskver Jóns Árnasonar biskups, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
b.barn.
b. / B.bók. Vísar til bókartölu í Norsku lögum, en þeim var skipt í sex bækur.
b.bóla, bólusótt.
b.bóndi.
b.bróðir.
b.bænir.
B.A.J.sp. / B.As. sp. / B.S.biskups Jóns Árnasonar spurningar / biskups Árnasonar spurningar / biskupsspurningar, þ.e. Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki, sem Jón Árnason biskup þýddi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
bakst.bakstur, þ.e. altarisbrauð.
Balsl.barnalærdómskver, Biflíusögur handa unglingum. Íslenzkaðar og lagaðar eftir biflíusögum C.F. Balslev. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
barnal.barnalærdómur.
barnf.barnfóstra.
b.b.barnabóla, bólusótt.
b.b.beggja barn, bóndans barn.
bb.bókbindari.
b.barnbeggja barn, bóndans barn.
b.bólabarnabóla, bólusótt.
bbrbóndans bróðir eða barnsins bróðir. Þessi skammstöfun kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 65, meðal skírnarvotta : „bbr Jón".
bdibóndi.
beg. barn / begg. barnbeggja barn.
begr.begrafinn, þ.e. jarðaður.
berg. b.bergingarbæn / bergingarbænir, þ.e. altarisgöngubænir.
bet. / betltbetalað, betalt, þ.e. greitt.
bev. / bevill.bevilling, þ.e. leyfisbréf.
b.f.bróðir föður?? Kemur fyrir í skírnarvottaupptalningu Jóns Pálssonar árið 1801, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 32.
bf.barnfædd/barnfæddur.
b.fóst. / b.fóstrabarnfóstra.
bgri.borgari.
b.h.barn hans, bróðir hans.
Bisk.barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 163. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
Bisk.sp. / biskups sp.barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki í þýðingu Jóns Árnasonar biskups. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
b.l.barnalærdómskver.
b.l.bóklæs.
bl.barnlaus.
bl.blindur.
Bl.barnalærdómskver, Biflíusögur handa unglingum. Íslenzkaðar og lagaðar eftir biflíusögum C.F.Balslev. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
b.l.d.barnalærdómur / barnalærdómskver.
bless. / bless.orðblessunarorð.
bl.orðnblessunarorðin.
blóðkr.blóðkreppusótt.
b.lærd. / b.lærdómurbarnalærdómur / barnalærdómskver til undirbúnings fermingar.
b.m.blessaðrar minningar??, bene meritus = maklegur???
b.m. Fræðinbúin/búinn með Fræðin, þ.e. búin að læra barnalærdómskverið Fræði Lúthers hin minni, sem krafist var, að börn lærðu.
b.m.ldb.búin/búinn með lærdómsbókina.
b.m.lærdb.búin/búinn með lærdómsbókina.
boð.boðorðin.
boghold.bogholder, þ.e. bókari.
borg.borgari.
bókb.bókbindari.
bókl.bóklæs.
bp.biskup.
bps.sp. / bps. spurningarbiskupsspurningar, barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/1, bls. 77, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 17. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
br.brauð.
br.bróðir.
br.bruni, þ.e. Skaftáreldar. Kona er „austan úr br.“ ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/3, bls. 39.
br.b.bróðurbarn.
br.d.bróðurdóttir.
br.h.bróðir hans. Þessi skammstöfun kemur stundum fyrir í prestsþjónustubókum í Reykjavík við skírnarvotta og getur táknað, að viðkomandi sé bróðir föður barnsins en einnig, að viðkomandi sé bróðir annars skírnarvotts, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing.
brlidtbrandlidt, þ.e. hefur orðið fyrir bruna. Umsögn um bónda í Kópavogi í janúar 1785, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/3, bls. 25.
brs.bróðursonur.
brv.brjóstveiki.
bs.barnasjúkdómur??
b.s.beggja sonur, bóndans sonur.
bs.bólusett/bólusettur.
bs.n.att.bólusetningarattest, þ.e. bólusetningarvottorð.
B.sp.biskupsspurningar, þ.e. barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
bst. / búst.bústýra.
búðarlok.búðarloka, afgreiðslumaður.
b.v.bevilling, þ.e. leyfisbréf.
b.v.brjóstveiki.
b.veikibarnaveiki.
c.catechismus, þ.e. Fræði Lúthers hin minni, barnalærdómskver.
c.confirmeraður, confirmeruð, þ.e. fermdur, fermd.
c.kapítuli/bókarkafli.
canc.r.kansellíráð.
cap.capellan, þ.e. aðstoðarprestur.
cap.kapítuli, bókarkafli.
cap. / capt.kapteinn, þ.e. skipstjóri.
capell.capellan, þ.e. aðstoðarprestur.
capit. taxtikapítalstaxti, þ.e. verðlagsskrá.
catech. / cathechis.cathechismus, þ.e. barnaspurningar, Fræði Lúthers hin minni.
c.f.confirmeruð, þ.e. fermd.
cf.confer / conferatur, þ.e. samanber.
cfer.ráð / cfráðkonferensráð.
cfr.confer, conferatur, þ.e. samanber.
chir.chirurgi, þ.e. handlæknisfræði, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarmarnesþing BC/3, bls. 217.
chirurg.chirurgus, þ.e. handlæknir, sáralæknir.
chr.kristindómur.
c.j.constituert justitssekretair, þ.e. settur dómsmálaritari.
communicant, þ.e. gengið til altaris.
commiss.commissarius, þ.e. umboðsmaður. Einnig notað um sáttanefndarmann; commiss.sekritair = nefndarritari, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarmarnesþing BC/3, bls. 244; commiss.skriv. = nefndarritari, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarmarnesþing BC/3, bls. 245.
commiss. forl.sáttanefndarmaður.
commun. / communic.communicantes, þ.e. hafa gengið til altaris.
communic.communication, þ.e. altarisganga.
compat.compatres, þ.e. skírnarvottar?? ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 34.
conf.confer, conferatur, þ.e. samanber.
conf. / confer. / confr.r.conferentsraad, þ.e. konferensráð, konferensráðinna.
conf. / confir. / confirm.confirmant, confirmeret, þ.e. fermingarbarn, fermdir, fermd, fermdur.
conr.konrektor, þ.e. yfirkennari, sá sem var næstur rektor.
const.constitueraður, constitueret, þ.e. settur í embætti.
cont.contant, þ.e. út í hönd, í reiðufé.
cont.contorist, kontóristi, þ.e. skrifstofumaður.
cop. / copul.copulati, þ.e. gift.
cxil.kristileg. Líklega svo. Þessi skammstöfun kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/2, bls. 173.
cæt. (skrifað svo)coetus, þ.e. söfnuður.
d.dagur (daga gamalt barn).
d.dannebrog (dannebrogsorða).
d.datum, þ.e. dagur.
d.dies, þ.e. dagur.
d.dóttir.
D.doktor (lærdómstitill).
d.a.daginn áður, degi áður.
dannebrm.dannebrogsmaður.
dat.daterað eða dato/datum, þ.e. dagsett eða dagsetning.
dánum.dánumaður/dánumenn.
Db.dagbók.
db.dótturbarn.
d.br.m. / dbrm. / dbrmaðurdannebrogsmaður.
ddadauða (í sambandinu banamein).
ddrdauður, dauðir.
dhrr / de hrerde herrer, þ.e. þeir herrar.
dhhrrde höje herrer??
discip.discipel, þ.e. nemandi.
d.m. / d.meinbanamein.
dm.dannebrogsmaður.
Dn. / Dni / DnsDominus, þ.e. herra.
do / do / dtoditto, þ.e. það sama, sama og næst á undan.
doct.doktor.
dom.dominica, þ.e. sunnudagur.
Dominical.Dominicale, þ.e. helgisiðabók.
dótturm.dótturmaður.
dp. / dpel / dpldiscipel, þ.e. skólanemandi.
d.plernirdisciplernir, þ.e. skólanemarnir.
dr.drengur, þ.e. vinnudrengur.
drdóttir. Samanber Asa MagnusDr, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/2, bl. 1v. - Þessi stytting er notuð víða í þeirri bók.
dr.b.drottinleg bæn, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 106, 138, 151.
dr.b. / dr.borðdrottins borð, þ.e. altari (í sambandinu: til drottins borðs, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 22 og áfram).
dr.barndrengbarn.
dr.bændrottinleg bæn.
drl.drottinleg. Notað í sambandi við útskýringar drottinlegrar bænar í barnalærdómskverinu. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BA/2, bls. 150.
d.s.degi síðar.
dtoditto, þ.e. hið sama.
dug.dugandi.
durchhl.durchhlaup, þ.e. niðurgangur.
d.u.s.datum ut supra, þ.e. sama dag og fyrr segir.
e.eftir.
e.ekkja.
e.ektaborið, þ.e. fætt í hjónabandi.
e.b. / eb.ektabarn eða ektaborin/ektaborinn; ebarn = ektabarn; ebb. = ektaborin börn/ektaborið barn.
eb.eldabuska.
eccl.ecclesia, þ.e. kirkja.
eck.ekkill, ekkja.
edit.edition, þ.e. útgáfa.
egf.ektafædd/ektafæddur, þ.e. fædd/fæddur í hjónabandi.
eghde /eghdieigin hendi (stytting fyrir: með eigin hendi).
eging.eigingiftur.
egtab.ektabarn, þ.e. hjónabandsbarn.
egtad.ektadóttir, þ.e. dóttir fædd í hjónabandi
egtaqv.ektakvinna, þ.e. eiginkona.
e.hjónektahjón.
ein.einungis.
eing.eingöngu.
ej. / ejusd.ejusdem, þ.e. sama dag mánaðar eða árs.
ekkum.ekkjumaður.
ekkjust.ekkjustand.
ellil.ellilasleiki.
em.ekkjumaður.
emer.emeritus, þ.e. fyrrverandi.
eod.eodem, þ.e. sama.
eod.d.eodem die, þ.e. sama dag.
e. p.ekkja prests.
etc.et cetera, þ.e. og svo framvegis (o.s.frv.).
ex.fyrrverandi.
f.faðir.
f.fallega eða fínlega, á við lestrarkunnáttu.
f.fáar, fáein, fáir (f.b. = fáar bænir, f.v. = fáein vers, f. dagar = fáir dagar).
f.fengið (t.d. í sambandinu f. b.b. = fengið barnabólu (þ.e. bólusótt)).
f.fóstur.
f.frá.
f.fyrir.
f.fætt.
f.a.fyrra ár.
fa / fafeta, fóta (átt er fet, fót sem lengdareiningu).
fabr. / fabriq.fabrikkur, þ.e. Innréttingarnar í Reykjavík.
fact. / factrfaktor, þ.e. verslunarstjóri.
fað.faðir vor.
fam. / famil.familía, familie, þ.e. fjölskylda.
farv.farver, þ.e. litari.
fát.fátæk, fátækur, fátæklingur.
fb / f.barnfósturbarn.
f. b.fyrir búi (á við fyrirvinnu).
f.br.föðurbróðir, frekar en fósturbróðir.
f.d.fósturdóttir.
fd.fjórðungur. Mælieining: Mældur fjórðungur = 10 pottar (20 merkur). Veginn fjórðungur = 10 pund, um 4,96 kg.
fidejuss.fidejussores, þ.e. ábyrgðarmenn, skírnarvottar, ÞÍ. Kirknasafn. Oddi BA/1, bls. 40 og víðar.
fil.filius, þ.e. sonur, eða filia, þ.e. dóttir.
fínl.fínlega. Notað um góða lestrarkunnáttu barna.
fjárl.fjárlag (sameiginleg fjármál hjóna eða fjárskilmálar við hjúskap).
fjórð.læknirfjórðungslæknir.
fl.fjárlag (fjárhagsskilmálar við hjónaband).
flæk.flækingur (kemur fyrir sem: á flækingi).
fm.fiskimaður.
fm.fyrir miðdegi.
foe / foeforeldrar.
fol.folia, þ.e. blöð.
for. / fore.foreldrar.
foreld.foreldrar.
fork.forkjölelse, þ.e. kvef.
fokl. / foklar. / forkl. / forklar.forklaringer, þ.e. útskýringar. Vísar til barnalærdómskvers eftir Erik Pontoppidan Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
forlík.m. / forlíkunarm.forlíkunarmaður, þ.e. sáttasemjari.
forlov.forlover/forlovere, þ.e. svaramaður, svaramenn.
forp.forpagtari, þ.e. umboðsmaður, yfirleitt jarðaumboðsmaður, ráðsmaður.
forst.forstander, þ.e. forstöðumaður, ráðsmaður.
fólkst.fólkstala, þ.e. fjöldi fólks á heimili.
fósturp.fósturpiltur.
fósturst.fósturstúlka.
f.p. / fp.fósturpiltur.
fr.frillulífi, þ.e. barnið óskilgetið, barn fætt í frillulífi.
fr.fróð/fróður (vísar til kristindómsþekkingar).
fr.frú.
Fr. / fr. / Fræð.Fræðin, þ.e. Fræði Lúthers hin minni.
framv.framvísað.
frf.framfærist??
frill.frilluborinn.
frillul.frillulífi, þ.e. barnið óskilgetið.
fr.k.frænka konu??
frkl.forklaring, þ.e. skýringar.
fr.v. / fr. vínfranskt vín. (Notað sem messuvín).
f.v./ f.vinna / fyrirv.fyrirvinna, þ.e. vinnur fyrir heimili eða er nokkurs konar ráðsmaður.
g.gamall, gömul.
g.gefið, „g(efið) attest".
g.getið, þ.e. getið (í frillulífi, hórdómi, lausaleik)
g.gift/giftur.
g.goldið (á við legkaup).
g.góð (haft um kunnáttu fermingarbarna).
garv.garver, þ.e. sútari.
g.b.guðs borð, þ.e. altari. „Til g.b.“ merkir altarisgöngu.
gðsguðs.
gðsþ.guðsþakkir, „í g(u)ðsþ(akka skyni)".
gf. / g.f. / gfg. / gfgnguðfeðgin, þ.e. skírnarvottar.
ggandigangandi (á við veikindi).
ggr angengur an, þ.e. þolanlegt.
ghm. / ghssmdr.grashúsmaður, þ.e. húsmaður, sem hafði einhverjar grasnytjar á jörð, svo að hann gat framfleytt nokkrum skepnum, jafnvel einni kú, en var í rauninni í skjóli bóndans sjálfs.
gift.gift, giftur.
ginkl.ginklofi.
gjordem.gjordemoder, þ.e. ljósmóðir.
gl.gamli/gamla/gamalt.
glarmest. / glasm.glasmester, þ.e. glerskurðarmaður.
gligamli.
gm.gamalmenni.
gml.gammel, þ.e. gamall.
Grad.GRADUALE [nótur]: Ein almennileg messusöngsbók saman tekin og skrifuð, til meiri og samþykkilegri einingar í þeim söng og serimoníum, sem í kirkjunni skal syngiast og haldast hér í landi eftir ordinantíunni. G. Th. S. Látið alla hluti siðsamlega og skikkanlega fram fara yðar á milli: 1. Korint. 14. kap. Ef sá er einhver yðar á meðal, sem þráttunarsamur vill vera, hann viti það, að vér höfum ekki slíkan siðvana og ei heldur guðs söfnuður, Ibidem. 11. Sálmabók, gefin fyrst út á Hólum árið 1594, gengur undir nafninu Grallarinn.
graft.graftól.
gras. / grashm. / gras.m. / grh.maður / grashm. / grhm. / gr.hmand / gr.hsmaðurgrashúsmaður, þ.e. húsmaður, sem hafði einhverjar grasnytjar á jörð, svo að hann gat framfleytt nokkrum skepnum, jafnvel einni kú, en var í rauninni í skjóli bóndans sjálfs.
grg. / grgóðgreinargóð/greinargóður (á við kunnáttu fermingarbarna).
gross.grosserer, þ.e. stórkaupmaður.
guðf. / guðfeðg. / guðfgn.guðfeðgin, þ.e. skírnarvottar.
gust.í gustukaskyni, gustuk.
h.hans, hennar.
h.hegðun.
h.heima (stytting notuð við skírn eða giftingu).
h.heilagur. Sbr. „h. ektaskap", „h. guðsþjónustugerðar", „h. hjónaband".
h.heitin, heitinn. Notað um látið fólk.
h.hjón.
h.hús, í sambandinu til húsa.
h.húsvitjun.
h.a.hoc Anno / hujus Anni, þ.e. þetta ár / þessa árs.
harhennar.
har.d.hennar dóttir.
hattem.hattemager, þ.e. hattari, hattagerðarmaður.
haustm.haustmaður, haustmenn.
h.b. / hb. hans barn eða hennar barn.
h.b. / hb.húsbóndi, húsbændur.
h.d.hans dóttir, hennar dóttir.
heil. / hejl.heilagt.
heilsuv.heilsuveik.
heim.heimaskírt.
heimak.heimakoma, þ.e. bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu.
heimanf.heimanfylgja, þ.e. fé eða eignir, sem fylgdu brúði úr föðurgarði í hjónabandið.
heimask.heimaskírt.
helm.fjárlaghelmingafjárlag, þ.e. hjón teljast eiga bú sitt að helmingi, þegar kemur til skipta við andlát.
henn.b.hennar barn.
henn.d.hennar dóttir.
hennrhennar.
henn.s.hennar sonur.
h.f.hjá foreldrum. Notað um stöðu ungmenna í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/1.
hf.húsfólk.
hhrherrarnir.
hitz.hidsig, þ.e. ákafur.
hjág.hjágetinn. Haft um son, sem móðirin átti eftir að hún varð ekkja.
hjónav.hjónavígsla.
h.k.hans kona.
h.laun.hans / hennar launbarn??
h.m.hans móðir, hennar móðir.
h.m.húsmaður.
h.m. / hm.húsmóðir.
hmhonum.
hmdr.húsmaður.
hndr.hundrað (stórt hundrað /120), þ.e. verðeining í landaurareikningi, jarðeign, sem jafngildir 120 aurum silfurs, síðar 120 álnum vaðmáls (= eitt kúgildi eða 240 málfiskar).
hn. / hnrhennar.
hns. / hnshans.
hns k.hans eiginkona.
hns. kv.hans kvinna, þ.e. eiginkona.
hoistm.haustmaður.
hosp.lim.hospítalslimur, holdsveikur maður, sem dvaldist á holdsveikraspítala.
hórg.hórgetið, þ.e. annað foreldri eða báðir gift öðrum.
hrhefur.
hr/hr hennar.
hr./hraherra.
hrb.hennar barn.
hrd.hennar dóttir.
hrepp. / hreppst.hreppstjóri.
hr.hr. (fleirtala)Gæti þýtt háu herrar, herrarnir eða þeir herrar. Þetta kemur fyrir t.d. í ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 38. Þar eru skírnarvottar: „Hr.Hr. kaupm. H. Jacobæus og Factorerne Hr. A. Gunnarsen og N. Petersen á Keblavík samt Sigrídur Þorláks Dottir ibidem.“ Á bls. 39 í sömu bók eru skírnarvottar „De Hr.Hr. kaupmenn Jacobæus og H. Jacobsen samt Factor O Sanholt …".
hrm.hennar móðir.
hrs.hennar sonur, hennar systir.
hrst. / hr.stjórihreppstjóri.
h.s.hennar sonur.
hs / hnshans.
hs.b. / hsb.hans barn.
hs. bóndihúsbóndi.
hs.d. / hsd.hans dóttir, hennar dóttir.
hsf.hans faðir.
hs.k. / hsk.hans kona.
hs.k. / hsk. / hs.konahúskona.
hsm.hans móðir.
hs.mað. / hsmd.húsmaður.
hss.hans sonur eða hans systir.
hush. / hushold.husholderske, þ.e. ráðskona.
husopv. / huusopvart.husopvarterske, væntanlega sama og þjónustustúlka.
húsb.húsbóndi, húsbændur.
húsf.húsfaðir, þ.e. húsbóndi.
húsf.húsfólk.
húsggrhúsgangur, þ.e. betlari.
húshold.husholderske, þ.e. ráðskona.
húsjfr.húsjómfrú, þ.e. stofustúlka, ofar í virðingarstiga en vinnukona.
húsk.húskona.
húsm.húsmaður.
húsm.húsmóðir.
húsv. / húsvit.húsvitjun.
hvd l.hvað lengi (átt er við hve lengi fermingarundirbúningur hefur staðið).
hv.m.hvers manns.
hypoch.hypochondri, þ.e. þunglyndi eða ímyndunarveiki.
höndl.höndlun, þ.e. verslun.
ib. / ibid.ibidem, þ.e. á sama stað, á sömu síðu, í sama riti.
impr.imprimatur, þ.e. prentleyfi.
impress.impressum, þ.e. prentun.
ind. / indig.indignus, þ.e fávís. Orð, sem sumir prestar á Kálfafelli í Fljótshverfi nota um sjálfa sig. (Indignus pastor loci). ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 90, 99, 126 og víðar.
inf.informator, þ.e. fræðari.
inf.infra, þ.e. síðar eða neðar/fyrir neðan.
inflammat.inflammation, þ.e. bólga.
innant.innantökur.
innberetn.skýrsla, sbr. danska: indberetning, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/3, bls. 291.
innv.innvortis.
instrum.instrumenta, þ.e. áhöld kirkju.
it.item, þ.e. einnig.
í a.í ár.
j. / jarð.jarðað, jarðsett, jarðsettur.
jf. / jfr. / jfrújómfrú, ungfrú.
jhr.jungherra???
J.H.S.Jesum habemus socium, þ.e. Jesús er vor bróðir, eða Jesus hominum salvator, þ.e. Jesús, frelsari mannanna, eða Jesus hortator sanctorum, þ.e. Jesús er ráðgjafi þeirra heilögu.
jmfr.jómfrú.
jorde. / jord.möd. / jordem.jordemoder, þ.e. ljósmóðir.
Jónssp. / J.sp.barnalærdómskver, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
jtb.justitsbetjent??, þ.e. lögregluþjónn??
just.secretair / justits s.justitssecretair, þ.e. dómsmálaritari (ritari í Landsyfirrétti).
justit.justitarius, þ.e. dómsstjóri í Landsyfirrétti.
J.XiJesú Kristi.
k.kafli, kapítuli. Vísar til kafla í barnalærdómskveri.
k.kann. Notað í sambandi við kristindómskunnáttu í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/1 og 2. Dæmi: „k. cat.“ = kann lærdómskverið Fræði Lúthers hin minni, „k.f.“ = kann Fræðin, „k.n.“ = kann nokkuð, „k.s.“ = kann sæmilega, „k.v.“ = kann vel. Styttingin k. kemur víðar fyrir en á Hrafnagili.
k.kona, eiginkona.
kandd.kandídat. (Notað t.d. um mann, sem lokið hafði prófi frá Prestaskólanum en ekki tekið vígslu).
karl.karlægur.
kath.kaþólskur/kaþólskir.
kaup. / kaupm.kaupmaður.
kaupmb.kaupmálabréf.
kaupm.k.kaupmannskona.
k.b.kaupmálabréf.
k. cat.kann lærdómskverið Fræði Lúthers hin minni.
kemb.kembari, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/2, 55v.
kerl.kerling, þ.e. tökukerling.
kertast.kertasteyping.
k.f.kann Fræðin, þ.e. Fræði Lúthers hin minni.
kgskóngs.
k.h.kona hans.
khaldariklausturhaldari.
kier.kerling.
kirk. meðulvín og brauð til altarissakramentis. Í ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 169, 170, er talað um flutningskostnað á „kyrk. meðölum“ en á bls. 171 „kkiu með.“
kirkjug.makirkjugarðsmanna, þ.e. þeirra, sem hlóðu kirkjugarð.
kirurg.kirurgiskur, þ.e. læknisfræðilegur.
kkjakirkja.
kl.klaustur.
kl.klukkari, þ.e. hringjari.
kliens. / klejnsm. / kleyn.kleinsmiður, þ.e. járnsmiður.
k.m.b. / k.m.bréfkaupmálabréf.
km. / k.maður / kmdurkaupmaður; kmd = köbmand, þ.e. kaupmaður; kmans = kaupmanns.
km.m.kaupmennirnir, Kemur t.d fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BA/1, bls. 32.
kn / kň / kňkann.
k.n.kann nokkuð. Á við kunnáttu í Fræðum Lúthers hinum minni.
kokkap.kokkapíka, þ.e. kokkepige = eldabuska.
kostg. / kostgjæng.kostgangari, þ.e. er í fæði.
kp.kennslupiltur.
k.pigekokkepige = eldabuska.
kpm.kaupmaður.
kramb.dr.krambúðardrengur, þ.e. afgreiðslumaður eða vikapiltur í verslun.
krigsr.krigsråd, þ.e. herráð (titill).
krossb.krossburður, krossberi.
kr.sóttkreppusótt.
kröbl.kröbling, þ.e. krypplingur.
k.s.kann sæmilega. Á við kunnáttu í kristilegum fræðum.
kunn.kunnandi. Átt við kunnáttu í kristilegum fræðum.
k.v.kann vel. Á við kunnáttu í kristilegum fræðum.
kv.kver, kverið, þ.e. barnalærdómskverið.
kv.kvinna (eiginkona).
kv.aðkveður að, þ.e. tengir saman stafi í atkvæði (lestrarkunnátta).
kvart.kvartil, þ.e. ¼ úr alin.
kv.b.kvöldbænir.
kvindek. / kv.k.kvindekøn, þ.e. kvenkyn.
kv.l.aðkveður lítið að, þ.e. er að byrja að tengja saman stafi í atkvæði (lestrarkunnátta).
l.les, lesandi „vel l.“, „l.f.“ = les fallega eða fínlega, „l.l.“ = les lítið, „l.n.“ = les nokkuð, „l.v.“ = les vel.
l.litla, litli, lítið. Það síðasta notað í sambandi við kristindóms- eða lestrarkunnáttu „l.l.“ = líttlæs, „l.st.“ = lítt stautandi,
l.læra; l. = lærir. Notað í sambandi við kverlærdóm (catechismus), „l. cat.“ eða „l. c.“.
landf.landfógeti eða landfysikus (landlæknir).
landf.s. / landf.sóttlandfarsótt.
landphys.landphysicus, þ.e. landlæknir.
landsk.landskuld.
las.lasin, lasinn.
lat.lateris, þ.e. samtala flutt á næstu síðu.
lau.m.lausamaður.
laund.laundóttir.
laung.laungetin/laungetinn, þ.e. fædd utan hjónabands.
lausak.lausakona.
lausam.lausamaður.
l.b.barnalærdómsbók, spurningakver.
l.brotlausaleiksbrot.
l. c. / l. cat.lærir catechismus, þ.e. lærir barnalærdómskverið.
ldb.lærdómsbók, spurningakver.
ldf.landfógeti.
ldfarsóttlandfarsótt.
ldfgd.landfógeti.
ldphys. / ldps.landphysicus, þ.e. landlæknir.
l.dr.léttadrengur.
lect.lektor, þ.e. forstöðumaður Bessastaðaskóla eða Prestaskólans.
legk.legkaup.
les.lesandi.
levt.leutenant, þ.e. lautinant, flokksforingi í her.
léttadr.léttadrengur.
léttast.léttastúlka.
l.f.les fallega eða fínlega.
l.fjártíundlausafjártíund. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
l.f.s. / lf.sóttlandfarsótt.
l.g.legkaup goldið.
l.g.tíundlausagósstíund, þ.e. lausafjártíund. Sjá umfjöllun um tíund í Hugtakasafni.
licent. practicandilicentia practicandi, þ.e. hefur leyfi til þess að sinna læknisstörfum.
limaf.sóttlimafallssótt, þ.e. holdsveiki.
lit.lit(t)era, þ.e. bókstafur.
lík.líkami.
líttl. / líttles.líttlæs, líttlesandi.
ljóst.ljóstollur / ljóstollar.
lk.legkaup.
l.l.les lítið, líttlæs.
l.les.líttlesandi.
l.m.lausamaður.
l.n.les nokkuð.
loger.logerandi, þ.e. leigjandi.
L.S.lectori salutem, þ.e. lesanda heilsað.
L. S.loco sigilli, þ.e. í staðinn fyrir innsigli. (Táknar, að í frumbréfi hefur verið innsigli).
l.sóttlandfarsótt.
l.st.lítt stautandi.
l.sveinnlærisveinn.
l.v.les vel.
lvm / l.v.m.leggist við mál, lagt við mál. Algeng áritun á skjöl í ráðuneytum. Ábending þess, sem skjalið hefur fengið til afgreiðslu, um að skjalið / bréfið skuli lagt með skjölum um sama málefni / sambærileg mál í skjalasafni.
lyf.líferni. Bóndi á Rauðabergi fær árið 1879 hegðunarumsögnina „dag. lyf.“, sem beinast liggur við að lesa: dágóður í líferni, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/3, bls. 153.
lýs.lýsing (vegna fyrirhugaðrar giftingar).
lærd.lærdómur, barnalærdómskver.
lærdb.lærdómsbók, þ.e. kverið.
lærdómsp.lærdómspiltur.
lögm.lögmaður.
lögsagn.lögsagnari.
m.mater, þ.e. móðir.
m.mánuður, mánuðir (á við aldur barns).
m.messa, sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 58.
m.minn, mín, (mínum). Sigurður Sveinsson prestur í Eydölum notar t.d. þessa skammstöfun oft, því að Gísli sonur hans ("Gísli m.“) var oft skírnarvottur, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1.
m.mjög (notað í tengslum við kunnáttu barna).
maadel.mådelig, þ.e. lélegur.
mad. / made / madme / madde / maddmemadame, madam, maddama. Titil heldri kvenna, svo sem eiginkvenna (ekkna) presta og sýslumanna, einnig eiginkvenna kaupmanna, verslunarmanna og handverksmanna.
madsellemademoiselle, þ.e. ungfrú.
mag. Árnas. spurn.Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki þýddar af Jóni Árnasyni biskupi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
mag. / magrmagister, þ.e. meistari. Lærdómstitill, líka notaður um biskupa.
mal.malus, þ.e. slæmur; mal. hypoch. mala hypochondri, þ.e. slæmt þunglyndi, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnrnesþing BA/4, bls. 38-39.
mandk.mandkøn, þ.e. karlkyn.
mat. / matrmater, þ.e. móðir.
matrmatróna, þ.e. titill heldri kvenna.
matv.matvinnungur.
M. Árnas. spurn.Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Þýðing Jóns Árnasonar biskups. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
m.b.ministerialbók, þ.e. prestsþjónustubók.
m.b.móðir bónda.
mb. / m.b.morgunbænir.
md. / mdemadame, maddama.
mdall.meðallagi.
mediocr.mediocriter, þ.e. í meðallagi.
meðh. / meðhjálp.meðhjálpari.
m.e.h. / mehmeð eigin hendi. Táknar, að viðkomandi hefur ritað nafn sitt sjálfur, annars væri nafnið handsalað eða við það stæði „með hönd á penna".
meinl.meinlæti (sullaveiki).
merk.gr.merkingargreinar, þ.e. skýringargreinar við barnalærdómskverið Lærdómsbók í evangeliskum kristilegum trúarbrögðum, handa unglingum eftir Nicolai Edinger Balle, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell BA/2, bls. 39.
MessrMessieurs, þ.e. herrarnir.
messus.messusöngur fremur en messusálmar, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell BC/1, bls. 103, 108, 119. Á bls. 121 er sagt, að maður kunni mikið í messusöng.
m.g. / m.góðmjög góð (haft um kunnáttu fermingarbarna).
mh.meðhjálpari.
m.henn.móðir hennar.
mik.mikið (haft um kunnáttu fermingarbarna).
minist.bókministerialbók, þ.e. prestsþjónustubók.
mk.mark, mörk. Mark er mynteining, jafngildi 16 skildinga, 6 mörk eru í ríkisdal); mörk (vegin) er þyngdareining, 249 grömm; mörk (mæld) er rúmmálseining, 0,248 lítrar.
m.k.móðir konunnar.
Monsrmonsieur, monsjör, þ.e. herra. Titill betri bænda, hreppstjóra og lærðra handiðnaðarmanna.
mogmörg (á við sálmvers).
mppmanu pro pria, þ.e. með eigin hendi (viðkomandi hefur ritað nafn sitt sjálfur).
mrmaður.
Mr. / Msr.monsieur, monsjör, þ.e. herra. Titill betri bænda, hreppstjóra og stúdenta, sem ekki höfðu tekið vígslu.
MrMr / MMrkemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaðarbók Högna Sigurðssonar (Presta-Högna), t.d. í skírðum árið 1757, hvort tveggja á sömu blaðsíðu. Þar er MrMr eða MMr Gísli meðal skírnarvotta. Táknar þetta líklega monsjör. En síðar er aðeins Mr Gísli, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2.
Mssr / MssrsMessieurs, þ.e. herrarnir.
múr.múrsmiður, múrari.
nasabl.nasablóð, þ.e. blóðnasir.
n.nata, þ.e. dóttir.
n.nokkuð.
nat.nati, þ.e. fædd/fæddur.
NBnota bene, þ.e. til nánari skoðunar.
ncrrnokkrar. (Þessi stytting og ýmsar sambærilegar eru notaðar í tengslum við kristindómskunnáttu í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/1).
nctnokkurt. (Notað um lestrarkunnáttu í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/1).
N.E.nova editio??, þ.e. nýja útgáfa, Pontoppid. spurningar n.e., ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 28, gæti vísað til útgáfu á þýðingu Högna Sigurðssonar á barnalærdómskveri Pontoppidans. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
nec.necessitas, þ.e. nauðsyn.
nervef. / n.feb. / n.febernervefeber, þ.e. taugaveiki.
nið.setaniðursetningur (kona).
niðurs.niðursetningur.
niðursetningst.niðursetningsstand (þ.e. í stöðu niðursetnings), niðursetningsstúlka.
níl.nýlega.
nl.nefnilega.
n.l.næstliðinn.
Nl. / N.L.Norsku lög. Kristján konungur V setti Norðmönnum lög árið 1687. Norsku lög voru innleidd á Íslandi með erindisbréfi Nielsar Fuhrmann amtmanns árið 1718. Þau voru gefin út í Hrappsey árið 1779 sem Kong Christians Þess Fimmta Norsku Lög á Islendsku Utlögd.
n.lærd.nýja lærdómsbókin, barnalærdómskver Balle, sem tekið var í notkun á Íslandi um 1800. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
N.N.nomen nescio, þ.e. nafnlaus, með óþekkt nafn, óþekktur.
N.Neg.nomen negativo??, þ.e. án nafns. Kemur fyrir við skráningu andvana stúlkubarns, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BA/4, bls. 65.
nock. / nokk.nokkuð. Í samböndunum: les nokkuð, kann nokkuð eða vinnur nokkuð.
nogenl.nogenlunde, þ.e. nokkurn veginn.
nom.nomine, þ.e. nafni (in nomine salvatore Jesu Christi).
not.notare, þ.e. skrá, merkja.
Nov.Ed. / Nov. Edit.nova editio??, þ.e. nýja útgáfa, Pontoppid. spurningar n.e., ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 28, gæti vísað til útgáfu á þýðingu Högna Sigurðssonar á barnalærdómskveri Pontoppidans. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
nrrnokkrar (í sambandinu nokkrar bænir).
n.s. / ns. / n. set.niðursetningur.
N.T. / N.Test.Nýja testamenti.
n.v.nývirði. Vísar til peningareiknings, sem tekinn var upp eftir ríkisgjaldþrotið í Danmörku árið 1813.
nyk.nýkomin / nýkominn.
nýl.nýlega.
oberkm.oberköbmand, þ.e. yfirkaupmaður. Titill kaupmanns í Keflavík, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/3, bls. 28.
obst. / obstetr.obstetrix, þ.e. ljósmóðir.
o.c.óconfirmeruð, þ.e. ófermd.
occid.occidental, þ.e. vestri. Kemur fyrir í sambandinu „ præp. occid. prt Schafft.“, þ.e. prófastur í vestri hluta Skaftafellssýslu, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi AA/2, bls. 118.
oecon.oeconomus, ökonomus, þ.e. ráðsmaður.
organ.organisti.
orig.original, þ.e. upprunalegur.
ornam.ornamenta, þ.e. skrautgripir kirkju.
orv.örv., þ.e. örvasa.
óafm. / óafmark.óafmarkað þ.e. óyfirstrikað (á við barnalærdómskver Pontoppidans), ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 91 og mjög víða eftir það. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
ó.c. / óconf.óconfirmerað, þ.e. ófermt.
óconfir.óconfirmeraður, þ.e. ófermdur.
óe. / óeg.óekta, þ.e. fætt utan hjónabands.
óegtb. / óegtab.óektaborin, óektaborinn.
ógegn.ógegnin, óþæg.
óles.ólesandi.
óm.ómagi.
óskg.óskilgetin, óskilgetinn.
óskikk.óskikkanlega.
óstaf.óstafandi.
óverð.óverðugur. Prestar áttu það til að kalla sig óverðuga í uppgerðarlítillæti. Það gerði t.d. Þórður Brynjólfsson, prestur á Kálfafelli í Fljótshverfi, í sóknarmannatali árið 1789: „overd. sock. prestr", þ.e. óverðugur sóknarprestur, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/2, bls. 12.
p.pagina, þ.e. blaðsíða.
p.pars, þ.e. hlutur, hlutir. Þetta er e.t.v. það, sem vísað er til í ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 29r: „Fæði 14 manna, sem unnu að suðurveggnum og fluttu heim p.“
p.pater, þ.e. faðir.
p?? Árið 1771 fær Björn Björnsson á Garðsá í Kaupangssveit umsögnina „multa p". Gæti þetta verið stytting fyrir multa paucis, sem merkir „mikið í fáum orðum"??. Árið 1775 fær hann umsögnina pp (báðir stafleggir gegnumstrikaðir), ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/2.
p með gegnumstrikaðan staflegg? Þetta kemur fyrir á eftir umsögn um Jórunni Gísladóttur á Brekku í Kaupangssveit árið 1771. Hún er sögð næm. Gæti þetta verið stytting fyrir prýðilega eða pluralis??, þ.e. að hún sé sérlega næm?? ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil BC/2.
P.Mun vísa til barnalærdómskvers eftir Erik Pontoppidan, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar, þegar talað er um lærdóm barna, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 139 og áfram. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
pag.pagina, þ.e. blaðsíða.
par. / parent.parents, þ.e. foreldrar.
past.pastor, þ.e. prestur, sóknarprestur.
pat.pater, þ.e. faðir.
pat.patient, þ.e. sjúklingur.
pbt.politibetjent, þ.e. lögregluþjónn.
pens.pension, þ.e. styrkur eða eftirlaun.
perg.b.pergamentbind, þ.e. skinnband.
pharmac.pharmaceut, þ.e. lyfjafræðingur eða lyfjasveinn.
P. M.Pro memoria, þ.e. til athugunar, til minnis.
P.M.V.Pa ministeriets vegna, þ.e. á vegum ráðuneytisisns. Notað með undirskriftum ráðuneytisstarfsmanna, sem fóru með málefni Íslands í dönskum ráðuneytum eftir afnám einveldis 1848, innanríkisráðuneytis og síðar dómsmálaráðuneytis. Undir þessi ráðuneyti heyrði Íslenska stjórnardeildin í Kaupmannahöfn til ársins 1874 þegar hún varð sjálfstætt ráðuneyti með stjórnarskrá íslands árið 1874. 1Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 230.
p. n.pro notitia, þ.e. til athugunar.
pol.bet. / politbete / politib.politibetjent, þ.e. lögregluþjónn.
politiþ.pólitíþjónn, þ.e. lögregluþjónn.
Pont. / Pontop. / Pontopid. /Pontopp. / Pontp. / Pontoppid.barnalærdómskver eftir Erik Pontoppidan, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
Pont. catech.barnalærdómskver eftir Erik Pontoppidan. Sjá Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni..
Pont. spurningar / Pont. spur. / Pont. sp.barnalærdómskver eftir Erik Pontoppidan. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
port.portion, þ.e. kirkjutíund. Einnig notað um tekjur kirkju.
port.reikningurportionsreikningur, þ.e. kirkjureikningur.
p.p. / pppræter plura, þ.e. auk annars, með meiru.
pr.prestur.
pr.prior, þ.e. fyrri, fyrsti. Þessi skammstöfun kemur fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/1, bls. 14, BC/2, bls. 229 og BC/3 (sjá Flögu árið 1794).
prax.praxis, þ.e. vani, reynsla.
prd.prentaradrengur, prentnemi.
pre. / pr.ekk. / p.ekkjaprestsekkja.
prfm.próventumaður.
pri.prior, þ.e. fyrri, fyrsti.
propriet. / proprit.proprietair, þ.e. jarðeigandi, sjálfseignarbóndi.
pror.prórektor, þ.e. staðgengill rektors / skólameistara.
próf.prófastur.
próventuk. / próv.k. próventukarl, próventukona.
próv.m.próventumaður.
pr.s.prests systir, prestsson.
prtaparta. Átt er við greinar eða kafla barnalærdómskversins. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
præc. / præced.præcedens, þ.e. undanfarandi, fordæmi.
præp. / præpar.præpareruð/præpareraður, þ.e. undirbúin fyrir fermingu.
præp.præpositus, þ.e. prófastur.
præs.præsentes, þ.e. viðstaddir. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/1, skírn 16. ágúst 1754.
præs. cætu / præs. contionepræsente coetu / præsente contione, þ.e. í viðurvist safnaðar.
Ps. / P.s.psalmar, þ.e. sálmar.
P. S.Post scriptum, þ.e. eftirskrift (viðbætir við bréf).
psonapersóna.
P.sp. / Ps.sp. / Pont.sp.Pontoppidans spurningar, þ.e. barnalærdómskver Pontoppidans. Sjá Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
pstipresti.
pstsprests.
p(leggurinn þverstrikaður)tínenterpertinenter, þ.e. fylgifé.
p.t.pro tempora, þ.e. sem stendur.
ptrpottar.
pttpott (í sambandinu pr ptt = per pott). Kemur fyrir í sambandi við messuvínskaup.
P.útl.Pontoppidans útleggingar. Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar eftir Erik Pontoppidan. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
qv.kver, þ.e. barnalærdómskver.
qv.kvinna, þ.e. eiginkona.
qv. / qvart.kvartil, þ.e. ¼ úr alin.
qv.brkvöldbænir.
qvindek. / qv.k. kvindekøn, þ.e. kvenkyn.
qvinq.quinque, þ.e. fimm.
qvps.kvenpersóna.
qvæst.qvæstiones, þ.e. barnaspurningar.
ráð.m.ráðsmaður.
ráðsst.ráðsstúlka, þ.e. ráðskona.
ráðv.ráðvandur/ráðvönd.
rbdl.ríkisbankadalur/ríkisbankadalir.
rbs.ríkisbankaskildingur.
r.dbr.riddari af dannebrog.
rdl.ríkisdalur/ríkisdalir.
reppstj.hreppstjóri.
rescr.rescript, þ.e. konungsbréf.
revaccin.revaccineruð, þ.e. bólusett að nýju.
revis.revision, þ.e. endurskoðun.
reykh.hreinsarireykháfahreinsari, þ.e. sótari.
ridd.riddari, rid(dari) af d(annebrog).
rixd.ríkisdalur.
rm.ráðsmaður.
rokkad.rokkadrejari, þ.e. rokkasmiður, rennismiður.
rortríkisort, dönsk mynt, venjulega ¼ úr ríkisdal, þ.e. 24 skildingar.
r.s.rede sølv, þ.e. gjaldgengir peningar, slegnir silfurpeningar, reiðusilfur.
rx. / rxdl.ríkisdalur.
s.saman (kemur fyrir sem „tekur s(aman)“ eða „tekur s(aman) st(afi)").
s.sami.
s.seu, sive, þ.e. eða.
s.sinn, sinni eða sínum (móður sinni, föður sínum).
s.sonur.
s.summa, t.d. í sambandinu s. summarum.
s.supra, þ.e. áður, að auki, á undan, fyrr, yfir.
s.sýki, sótt.
s.sæng (í sambandinu skilin að borði og sæng).
sasumma/samtals.
sasama, t.d. í samhenginu sama dag.
sac. / sacr.sakramenti.
sacr.bb / sacremtzbb.sakramentisbænir, þ.e. altarisgöngubænir.
sadelm. / sadelmag.sadelmager, þ.e. söðlasmiður.
salvat.salvator, þ.e. frelsari, lausnari (Jesús).
sál.sáluga/sálugi.
sárl.sárlega.
s.b.sami bær.
sb.sveitarbarn.
sc. / scil. scilicet, þ.e. nefnilega.
scorbut. malign.illkynja skyrbjúgur?
s.d.sama dag.
s.d. / sd. / sdg.sunnudag.
sem.seminarium (haft um Prestaskólann??).
sep.??, þ.e. grafnir, sjá sepeliere = grafa. Kemur fyrir í elstu ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnessbókunum BA/1-2.
seq.sequentia, þ.e. það sem fylgir.
sgr / sgr. / sgnrsieur (seigneur), signor, þ.e. herra. Titill hreppstjóra og betri bænda á 19. öld.
siðferðisg.siðferðisgóður.
siðsam.siðsamur.
sign.signatum/signum, þ.e. undirritað og innsiglað.
sim. / simil.similiter, þ.e. álíka.
sjá. s. / sjálf. s. / sjálf. sinnar / sjálfrar s. / sjálfr. s.sjálfrar sinnar/sín, þ.e. á eigin vegum (ekki bundin í vist).
sjá. s. / sjálfs s.sjálfs sín, þ.e. á eigin vegum (ekki bundinn í vist).
sjóm.sjómaður.
sjór.sjóróandi.
sk.skemmri.
sk.skildingur/skildingar.
sk.skírð, skírður.
sk.skírn. „sk. sk. sk.“ = skírður skemmri skírn, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 10.
skarl.fskarlagens feber, þ.e. skarlatssótt.
sk.attestskírnarattest, þ.e. skírnarvottorð.
sk.discipelskóladiscipel, þ.e. skólanemandi.
skg.skilgetin, skilgetinn.
skikk.skikkanleg/skikkanlegur.
skil.skilin/skilinn.
skildg. / skilg.skilgetið, þ.e. fætt í hjónabandi.
skiln.skilningur, skiln.lítill, skilningslítill.
skiln.d. / skilningsd.skilningsdauf, skilningsdaufur.
skírnarv. / skírn.v. / skír.v.skírnarvottar.
skl.skikkanleg.
skm. / skoem. / skóm. / skómak.skómakari (skomager), þ.e. skósmiður.
skólap. / skólp.skólapiltur.
sk.ómagiskylduómagi.
sk.p.skólapiltur.
skprskipper, þ.e. skipstjóri.
skr. / skriskrifari.
skræd.skrædder, þ.e. klæðskeri, skraddari.
sk.sveinnskóarasveinn.
skv.skírnarvottar.
skæff.skæfferi, schæferi, þ.e. fjárbú, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/2, bl. 17v.
sl.sléttur. Á við sléttan dal, þ.e. 4 mörk eða 64 skildinga.
sl.feber / slímfeb. / slímfebr.slímfeber, þ.e. taugaveiki??
sm.smiður.
sm.smátt, þ.e. smái stíllinn (smáletrað) í barnalærdómskverinu.
s.m. / s.mán.sama mánaðar.
s.m. / s.mentesakramenti, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/5, bls. 59. Skírn fer fram af s.m. eða s.mente. Gæti verið, að skírnin hefði farið fram við altarisgöngu?
s.m. / S. m.silfurmynt, þ.e. verðlag, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 56v, 57r.
s.m.svaramaður.
Smasumma, þ.e. samtals (S-ið er yfirstrikað til styttingar).
sm. st.smái stíllinn, þ.e. smáletrið í barnalærdómsbókinni.
snedkr / snidk.snedker, þ.e. trésmiður, snikkari.
snick. / snikk. / sneck. / snk. snikkari, þ.e. trésmiður.
sol.svoleiðis.
s.ómagisveitarómagi.
sp.spesía, spesíudalur (mynt, oftast sem 192 skildingar).
sp.sponsores, þ.e. skírnarvottar, svaramenn.
sp.spurningar í barnalærdómskverum.
sp.spurningar í barnalærdómskveri eftir Erik Pontoppidan, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar eftir Erik Pontoppidan eða verið að vísa til barnalærdómskvers í þýðingu Jóns Árnasonar biskups Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
spe. / spec.specie, þ.e. spesíur.
spindersk.spinderske, þ.e. spunakona.
spít.spítelska, þ.e. holdsveiki.
sp. J. A.s. / sp. Jónsbarnalærdómskver Jóns Árnasonar biskups, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
spons. / sponsor.sponsores, þ.e. skírnarvottar, svaramenn.
spóladr.??, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/2, bl. 55v.
s.pr.sóknarprestur.
sp.stúl.spunastúlka.
spur. Árnas.barnalærdómskver Jóns Árnasonar biskups, Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
spurn.spurningar. Oftast mun verið að vísa til barnalærdómskvers Jóns Árnasonar biskups Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki, ÞÍ. Kirknasafn. Eyri í Skutulsfirði BC/1, bls. 255. Eða barnalærdómskvers Eriks Pontoppidan Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar, ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BC/1, bls. 1. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
spurningar sr. Guðl. Þ.s. / spurningar sr. G. Þ.s. / spurningar pfsts. s. G. Þs.Hér mun vísað til barnaspurningakvers eftir Guðlaug Þorgeirsson, prófast í Görðum á Álftanesi, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/1, bls. 76-77, 86-87. Guðlaugur þessi þýddi ágrip af barnaspurningum Rambachs og Speners. Sömuleiðis þýddi Guðlaugur ágrip af barnalærdómskveri Pontoppidans. Sjá umfjöllun í Prófastaspurningar í Hugtakasafni.
sr.séra (titill prests).
sr.signor (titill betri bænda).
sraséra. Titill prests.
ss.sonarsonur.
s.s. / s.sínsjálfrar sín/sjálfs sín, þ.e. ekki bundin í vist.
s.st.sama stað.
st.stafa, stafar.
st.stafir, þ.e. bókstafir.
st.stóri stíllinn (með stærra letri) í lærdómskveri. T.d. „st. stíl úr Árns. sp.“ þ.e. stóra stílinn úr barnalærdómskveri Jóns Árnasonar biskups, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 135. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
S. T. / s. t.salvo titulo, þ.e. án tillits til titla eða titlum sleppt.
st.stúdent.
st.a.stiftamtmaður. Kemur t.d. fyrir sem „eftir st.a. leyfi", þ.e. eftir stiftamtmannsleyfi (leyfisbréf fengið).
staf.stafandi, stafar.
staut.stautar.
st.brnstjúpbarn.
steins.steinsmiður.
st.jómf.stofujómfrú, þ.e. stofustúlka.
Stjr.Stjórnarráð, þ.e. Stjórnarráð Íslands.
st.l.stafar lítið eða stautar lítið.
St. MikaelsdagMikjálsmessa, 29. september.
stofup.stofupige, stofupíka, stofustúlka
st.st.stofustúlka.
st.st.stóri stíll. Það, sem var með stærra letri í barnalærdómsbókinni Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki í þýðingu Jóns Árnasonar biskups, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BA/1, bls. 81. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
stud. / studios.studiosus, þ.e. stúdent.
stúd.stúdent.
st. theol.studiosus theologiæ, þ.e. guðfræðinemi.
summar.summarum, þ.e. alls. Sjá summa.
susc. / suscept.susceptores, þ.e. guðfeðgin (eiginlega: móttakendur), ÞÍ. Kirknasafn. Eydalir BA/1, bls. 57 og áfram, 60 (susc.).
sv.sveinn, t.d. í sambandinu apótekarasveinn.
sv.sveitarómagi. Stundum aðeins stytting fyrir sveit-.
sv.sveit. Kemur fyrir sem „utan sv.“, þ.e. utan sveitar, og „af sv.“, þ.e. þiggja af sveit.
sv.barnsveitarbarn, niðursetningur.
sv.óm. / sv.ómagisveitarómagi.
sveit.sveitar-.
sveit. / sveitar.sveitarlimur, sveitarómagi.
sveitarl.sveitarlimur.
sveitaróm.sveitarómagi.
sveit.b.sveitarbarn.
sv.kindsveitarkind, þ.e. niðursetningur.
sv.st.sveitarstúlka? (niðursetningur).
syst.systir.
sýsl. / sýslum.sýslumaður.
sæm.sæmilega.
t.til.
t.tíundar, ÞÍ. Kirknasafn. Kálfafell í Fljótshverfi BC/1, bls. 92.
t.tunna.
t.b. / tb.tökubarn.
td.tökudrengur.
td. / tdetönde, þ.e. tunna.
tekur l.s.tekur lítið saman stafi.
tengdam.tengdamóðir.
test.testor, þ.e. vottar.
tf.til fósturs???
th. / t.h.tómthúskona, tómthúsmaður.
thk.tómthúskona.
thm.tómthús, tómthúsmennska.
thm. / thusm. / t.húsm. tómthúsmaður.
thusk.tómthúskona.
theol.theologi, þ.e. guðfræði.
Thork. barnbarn með styrk af Thorkillisjóði. Jón Þorkelsson Thorchillius (1697-1759), rektor í Skálholti og aðstoðarmaður Ludvigs Harboe, gaf eigur sínar til skólahalds í Kjalarnesþingi handa fátækum og munaðarlausum börnum. Sjóðurinn kallast Thorkillisjóður.
Thorkill.styrkþegi Thorkillisjóðs (kemur t.d. fyrir í ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/10, bls. 15, 24 o.v.).
tilb.tilbærilega, þ.e. eins og ber.
tien.pige / tjenestep.tjenestepige, þ.e. þjónustustúlka.
t.kv.tökukvenmaður??
torn.tornæm/tornæmur.
tóm.m.tómthúsmaður.
tómthm.tómthúsmaður.
t.p.tökupiltur.
tr.trinitatis, þ.e. þrenningarhátíð, fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu (e. tr. = eftir trinitatis).
transp. / trp.transport, þ.e. flutningur, flutt.
trin. / trinit.trinitatis, þrenningarhátíð, fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu.
trúl.trúlofuð.
t.sam.tekur saman stafi, þ.e. farinn að taka saman stafi í atkvæði.
t.st.tökustúlka.
tugt.tugthús (á við hegningarhúsið í Reykjavík, Múrinn, nú Stjórnarráðshúsið).
tugth.l. / tugt.l.tugthúslimur, fangi.
tugtm.tugtmester, þ.e. fangavörður.
ty.tíund.
tök. / tök.b. / tökub.tökubarn.
tökst. / tökust.tökustúlka.
u.undir. Kemur t.d. fyrir í sambandinu „lærir u. skóla".
u.ungbarn. Prestur í Seltjarnarnesþingum skrifar þennan staf yfir nöfnum sumra, sem deyja í kallinu, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BA/1.
u.b. / ungb.ungbarn.
ult.ultimo, þ.e. þann síðasta (mánaðardag).
umb.b. / umboðsb.umboðsbarn. Merkir líklega, að húsbóndinn sé fjárhaldsmaður viðkomandi, sjá ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/2, bls. 212, 218, ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/3, bls. 142.
undirassist.verslunarþjónn, í annarri virðingarröð.
ungb.ungbarn.
ungm.ungmenni.
up.gef.uppgefinn.
uppág.uppágerð, þ.e. troðið uppá. Gæti merkt, að menn hafi þurft að taka að sér skylduómaga, t.d. vegna skyldleika, og veita þeim framfærslu án aðstoðar sveitar. Sjá t.d. ÞÍ. Kirknasafn. Útskálar BC/1, bls. 136, 137.
uppf.uppfrædd, uppfræddur.
uppfr.uppfræðsla, uppfrædd/uppfræddur.
uppg.uppgefin, uppgjafa. Notað um aldrað og óvinnufært fólk.
upph.uppheldi, uppeldi.
uppv.uppvöxtur, „uppv.piltur“ = fósturpiltur, ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnes BC/3, bls. 138.
usq.usque, þ.e. með vísun til.
uteriusq.uteriusque, þ.e. báðir, báðar, bæði.
ux.uxor, þ.e. eiginkona.
útl. A.útleggingar Árnasonar, þ.e. Jóns Árnasonar biskups, barnalærdómskverið Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki í þýðingu Jóns Árnasonar. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
útl. B. J.A. / útl. J.A. / útl. Jón A.útleggingar biskups Jóns Árnasonar, þ.e. barnalærdómskverið Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki, sem Jón Árnason þýddi. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
útl. M. J.A. / útl Mag. J.A. / útl. M.A.útleggingar meistara Jóns Árnasonar, þ.e. Spurningar út af Fræðunum. Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Þýðing Jóns Árnasonar biskups. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
útl. P.útleggingar Pontoppidans, þ.e. barnalærdómskver eftir Erik Pontoppidan, Sannleiki guðhræðslunar. Í einfaldri, og sem varð stuttri, þó ánægjanligri útskýringu yfir sál. dokt. Mart. Luth. litla Catechismum. Innihaldandi allt það, sem sá er vill verða sáluhólpinn, þarf við, að vita og gjöra. Eftir kóngl. allranáðigustu skipan til almennrar brúkunar: Samanteknar handa börnum og fáfróðu almúgafólki. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
útskýr.skýringar í barnalærdómskveri.
v.vel (um kunnáttu og/eða lestur).
v.vera, vist.
v.vers, þ.e. sálmvers.
v.versus, þ.e. erindi, vísa, klausa. - Getur einnig táknað: gagnstætt.
v.vetra, þ.e. aldur fólks, reiknaður í lifuðum vetrum.
v.vide, þ.e. sjá.
v.vikna (táknar aldur dáinna barna).
vacc.vaccinerað, þ.e. bólusett.
vaccinat.vaccinator, þ.e. bólusetjari.
vakt.vaktari, þ.e. næturvörður.
valk.dr.valkaradrengur, þ.e. þófaradrengur.
vef.vefari; vefdr. = vefaradrengur.
veikl.veiklesandi.
vell. / velles.vellesandi.
verg.vergangur.
vertsh.vertshús, þ.e. veitingahús.
vesa.vesalingur.
v.hjúvinnuhjú.
v.k. / vk.vinnukona.
v.m. / vm.vinnumaður.
vid.vide, videatur, þ.e. sjá.
viðggrviðgengur.
Vigf.sp.Vigfúsarspurningar. Barnalærdómsbók, Stutt og einföld skýring Fræðanna. Að mestu leyti samin og löguð, eftir dr. Pontoppidans útleggingu af Vigfúsi Jónssyni. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni.
vik.vikna, þ.e. svo og svo margra vikna gamalt barn.
vin.k. / vinn. / vinn.k.vinnukona.
vinn. / vinn.m.vinnumaður.
vinnudr.vinnudrengur.
vinnust.vinnustúlka.
visit.visitatía.
vitsk.vitskert.
vk.vinnukona.
v.m. / vm. / vmr / v.maðurvinnumaður.
vm.dr.vinnumannsdrengur?
vovor (stytting í „faðir vor").
v.p. / vp.vinnupiltur.
V.sp.Vigfúsarspurningar. Barnalærdómsbók, Stutt og einföld skýring Fræðanna. Að mestu leyti samin og löguð, eftir dr. Pontoppidans útleggingu af Vigfúsi Jónssyni. Sjá umfjöllun í Kristindómsfræðsla í Hugtakasafni..
v.st.vinnustúlka.
v.v.vöruverð??, ÞÍ. Kirknasafn. Hrafnagil AA/2, bl. 55v, 56r.
w.vide.
XKristur, sjá X-indómur, þ.e. kristindómur. Sjá einnig Xnesi, Xtnesi = Kristnesi, Xtián = Kristján.
Xkross, sjá X-skólasálmar, þ.e. Krossskólasálmar.
Xasálma.
Xd.kristindómur, átt er við barnalærdómskverið.
Xtdómurkristindómur, þ.e. barnalærdómskverið.
Xtind.kristindómur. (Kemur fyrir í sambandinu „Er að læra Xtind.“, þ.e. er að læra barnalærdómskverið).
yfirggd.yfirgangandi.
yfirs.k.yfirsetukona.
yfirsk.yfirskerari (vísar væntanlega til lóskurðar), ÞÍ. Kirknasafn. Seltjarnarnesþing BC/2, bl. 53v.
y.v.yðar velæruverðugheit.
þ.þeirra, þeim, þann (á við dagsetningu).
það.þaðan.
þariþessari.
þ.b. / þb.þeirra barn.
þ.d. / þd.þeirra dóttir.
þfm.þurfamaður.
þjónst.þjónustustúlka.
þ.l.st.þekkir lítt stafi.
þ.m.þessa mánaðar.
þr / þra / þrr.þeirra.
þríg.þrígift, þrígiftur.
þ.s. / þs.þeirra sonur.
þ.st.þekkir stafi.
þ.st. / þ.stúl. / þ.stúlkaþjónustustúlka.
þuml.þumlungur. (Sbr. tomma, þegar talað er um nagla).
þurrabm.þurrabúðarmaður.
örv.örvasa.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 230.