Inventaria

Síðast breytt: 2020.05.04
Áætlaður lestími: < 1 mín

Fyrst og fremst er átt við kirkjugripi, sem þurfti vegna guðsþjónustunnar, þ.e. altari, kaleik, patínu, bækur, messuföt, bekki, stóla, predikunarstól, klukkur, ljósastjaka, skírnarföt o.s.frv.1Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 162. Kölluðust einnig utensilia. En einnig er orðið stundum notað um innstæðufé. Sjá t.d. Norsku lög 2. bók, XII. kafla, 5. lið.2Kongs Christians þess fimmta norsku lög á íslensku útlögð. Hrappsey 1779, dálkur 225. Einnig getur það átt við annað fylgifé jarða og kirkna svo sem búfé, verkfæri og fleiri gripi.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 162.
2 Kongs Christians þess fimmta norsku lög á íslensku útlögð. Hrappsey 1779, dálkur 225.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 53