Aðalmanntöl, allsherjarmanntöl

Síðast breytt: 2020.05.09
Slóð:
Áætlaður lestími: 4 mín

Ein af skyldum presta var að hafa umsjón með gerð aðalmanntala. Hlutverk presta við framkvæmd og úrvinnslu manntala hefur þó verið mismunandi, sem fór eftir því, hvort þeir skyldu sjá um manntalstökuna sjálfir, bera manntalsskýrslurnar saman við sóknarmannatöl, annast úrvinnslu úr skýrslunum eða hafa umsjón með framkvæmdinni.

Samkvæmt erindisbréfi Árna Magnússonar og Páls Vídalín 22. maí 1702 skyldu prestar ásamt erindrekunum og sýslumönnum sjá um framkvæmd manntalsins, sem fara átti fram á fyrri hluta ársins 1703.1Lovsamling for Island I, bls. 586-587 (8. grein). En í bréfi erindrekanna til sýslumanna, skrifuðu 21. október 1702, var sýslumönnum boðið að taka manntalið með aðstoð hreppstjóra.2Manntal á Íslandi árið 1703. Reykjavík 1924-1947, bls. XVII. Prestaköll og hreppar féllu oft ekki saman og raunar þess nokkur dæmi, að prestaköll og sóknir næðu yfir sýslumörk. Í prestakallinu Selvogsþingum voru Strandarsókn í Árnessýslu og Krísuvíkursókn í Gullbringusýslu, Kleifar í Gilsfirði voru í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu en í Garpsdalssókn í Barðastrandarsýslu, bæirnir Mánavík, Víkur og Ásbúðir á Skaga voru í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu en eru í Ketusókn sem þjónað var af presti í Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu og síðar af Sauðárkrókspresti. Slík skörun þekkist víðar á landinu. Sýslumenn voru yfirboðarar hreppstjóra en ekki presta og sóknaskiptingin hefur hindrað stjórnarfarslega yfirsýn og líklega valdið því, að hreppstjórar voru teknir í stað presta.

Árið 1762, 11. maí, sendi rentukammerið biskupum fyrirmæli um manntalstöku, sem prestar áttu að annast í hverri sókn ásamt þremur af bestu mönnum. Tengdist þetta áformum um úrbætur í fiskveiðum. Var áskilið, að þetta yrði síðan endurtekið á þriggja eða fjögurra ára fresti.3ÞÍ. Bps. A. IV, 39. Rentukammerbréf til Skálholtsbiskups 1733-1800; ÞÍ. Bps. B. V, 20. Rentukammerbréf til Hólabiskups 1702-1798. Manntalstakan fór fram en með ýmsu móti. Ekkert varð úr reglubundnu framhaldi. Rentukammerið sendi biskupunum aftur, 27. maí 1769, fyrirmæli um mannfjöldaskráningu, sem prestar áttu að annast.4ÞÍ. Bps. A. IV, 39; ÞÍ. Bps. B. V, 20. Árið 1785 sendi rentukammer öllum sýslumönnum á Íslandi og landfógetanum dreifibréf, dagsett. 30. apríl það ár, sem laut m.a. að sölu Skálholtsjarða. Því fylgdu fyrirmynd að fólksfjöldatöflu, tafla yfir fátæka í hverjum hreppi og tafla yfir þá, sem flúið höfðu Skaftárelda. Hver hreppstjóri átti að fá jafnmörg eintök af manntalstöflunni og bæir væru í hreppnum.5Lovsamling for Island V, bls. 196-198. Engin sérstök skjöl vegna manntalanna 1762, 1769 og 1785 finnast í skjalasöfnum presta, en manntalsgögnin, sem send voru til Kaupmannahafnar, eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands í skjalasafni rentukammersins.6ÞÍ. Rentukammer 1928-11 D-D1 6-12. – Um 18. aldar manntöl, sjá Pétur Zophoníasson, „Manntöl á Íslandi á 18. öld“, Eimreiðin XXI. ár, bls. 36-46

Fyrirmæli til biskupa í Danmörku, Noregi og á Íslandi 28. nóvember 1800 um allsherjarmanntal voru á þá lund, að í sveitum skyldu sóknarprestar annast manntalsskráninguna.7Lovsamling for Island VI, bls. 489-495. Manntalið var tekið árið 1801. Í umburðarbréfi biskups til prófasta, 23. mars 1815, um nýja gerð prestsþjónustubóka var gert ráð fyrir, að í prestsþjónustubækur einstakra kirkna (djáknabækur) yrði fært manntal úr viðkomandi sóknum fyrsta sunnudag í aðventu 1816.8ÞÍ. Bps. C. III, 8. Bréfabók biskups yfir Íslandi 1814-1816, bls. 112-133 (sjá fyrst og fremst bls. 113-114 og 121). Boð þetta var ítrekað í umburðarbréfi 5. desember 1815, ÞÍ. Bps. C. III, 8, bls. 429-430.

Regluleg manntalstaka hófst á Íslandi 1835. Fór hún fram fimmta hvert ár til og með árinu 1860 en síðan tíunda hvert ár til ársins 1960, nema manntal var tekið árið 1901 í stað 1900. Í fyrirmælum konungs um manntalið 1835 er ákveðið, að sóknarprestar og hreppstjórar skuli annast framkvæmd manntalsins. Þegar manntalsskýrslur hefðu borist frá hreppstjórum, skyldu prestar bera þær saman við sóknarmannatöl og vinna upp úr þeim tvær skýrslur um fólksfjölda, aðra með tilliti til kyns, aldurs og hjúskapar, hina með tilliti til atvinnu. Manntal þetta var tekið vegna fyrirhugaðrar stofnunar hagstofu í Danmörku.9Lovsamling for Island X, bls. 543-546. Í kaupstöðum (fyrst Reykjavík) skyldu bæjarfógetar, síðar bæjarstjórnir, sjá um manntalsgerðina. Fyrirmæli um umsjón presta með manntalsgerð og skýrsluúrvinnslu eru í bréfum stjórnvalda til og með ársins 1910.101835: Lovsamling for Island X, bls. 543–550; 1840 Lovsamling for Island XI, bls. 444–448, 460–477; 1845: Lovsamling for Island XIII, bls. 154–157, 158–161; 1850: Lovsamling for Island XIV, bls. 364, 405–419; 1855: Lovsamling for Island XVI, bls. 180–189, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands I, bls. 72–73; 1860: Lovsamling for Island XVIII, bls. 19, 303, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands I, bls. 335–336; 1870: Lovsamling for Island XX, bls. 570, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands III, bls. 83–84; 1880: Stjórnartíðindi 1880 B, bls. 53–57, 123; 1890: Stjórnartíðindi 1890 B, bls. 77–79, 81; 1901: ÞÍ. Landsh. LhDb I (1898–1904) nr. 232; 1910: Stjórnartíðindi 1910 B, bls. 229–230. Skýrslurnar, sem prestar skyldu vinna upp úr manntölunum, áttu þó eftir að breytast með tímanum, en aðalmanntöl frá árinu 1835 og síðar voru tekin samkvæmt óskum dönsku hagstofunnar og eftir fyrirmælum kansellís, íslensku stjórnardeildarinnar eða ráðherra. (Sjá heimildir í Lovsamling for Island, Stjórnartíðindum og skjalasafni landshöfðingja undir uppsláttarorðunum statistik, manntal, landshagir).11Sjá t.d. Lovsamling for Island XVI, bls. 182-188. Samkvæmt lögum um manntal á Íslandi nr. 4/1920, 18. maí, áttu bæjarstjórnir að annast framkvæmd manntals í kaupstöðum, annars staðar prestarnir með aðstoð hreppstjóra og hreppsnefnda.12Stjórnartíðindi 1920 A, bls. 5–6 (2. grein).

Í lögum um manntalið 1920 var ákvæði um að framvegis skyldi taka manntal þau ár, sem enduðu á 0.13Stjórnartíðindi 1920 A, bls. 5 (1. grein). Síðasta manntal samkvæmt því fór fram árið 1960, en ekkert manntal var tekið árið 1970 og ákvæðið var afnumið í lögum um manntal árið 1981 nr. 76/1980, 19. desember.14Stjórnartíðindi 1980 A, bls. 319 (11. grein).

Sérstakt manntal til undirbúnings þjóðskrár var tekið 16. október 1952 samkvæmt bráðabirgðalögum nr. 58/1952, 10. september, og lögum nr. 67/1952, 11. nóvember.15Stjórnartíðindi 1952 A, bls. 120–122, 155–157. Í 2. grein beggja laganna var ákvæði um, að prestar skyldu fá afnot af eftirritum manntalsskýrslna til færslu manntalsbókar. Þá skyldu prestar samkvæmt 3. grein vera til aðstoðar við framkvæmd manntalsins ásamt lögreglustjórum og hreppstjórum. Í 7. grein voru ákvæði um, að sveitarstjórnir skyldu með aðstoð hreppstjóra og sóknarpresta fara yfir manntalsskýrslurnar og lagfæra þær vandlega. Og í 8. grein, að sóknarprestar skyldu, eftir því sem unnt væri, láta Hagstofunni í té þær upplýsingar um fyrrverandi og núverandi sóknarbörn, sem þörf kynni að vera fyrir vegna spjaldskrár yfir alla landsmenn, sem fyrirhugað væri að koma á fót.

Aðalmanntöl frá árunum 1703-1960 og 1981 eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Manntal, sem tekið var til undirbúnings þjóðskrár árið 1952, er varðveitt hjá Þjóðskrá Íslands. Hagstofa Íslands tók rafrænt manntal 31. desember 2011 sem er varðveitt á Hagstofunni.16Vef. https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/manntal/, sótt 28. september 2017.

Manntalsgögn þau, sem finnast í skjalasöfnum presta, eru fyrst og fremst manntalið 1816 sem er í prestsþjónustubókunum, en einnig má finna þar önnur skjöl. Þau geta verið kölluð fólkstals- eða manntalstöflur eða manntalsskýrslur. Þar eru stundum samrit sjálfra aðalmanntalsskýrslanna, en að mestu leyti eru þetta yfirlitsskýrslurnar, sem prestar skyldu vinna upp úr manntölunum.17Sjá má dæmi um slíkar töflur í Lovsamling for Island X, bls. 546-550.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island I, bls. 586-587 (8. grein).
2 Manntal á Íslandi árið 1703. Reykjavík 1924-1947, bls. XVII.
3 ÞÍ. Bps. A. IV, 39. Rentukammerbréf til Skálholtsbiskups 1733-1800; ÞÍ. Bps. B. V, 20. Rentukammerbréf til Hólabiskups 1702-1798.
4 ÞÍ. Bps. A. IV, 39; ÞÍ. Bps. B. V, 20.
5 Lovsamling for Island V, bls. 196-198.
6 ÞÍ. Rentukammer 1928-11 D-D1 6-12. – Um 18. aldar manntöl, sjá Pétur Zophoníasson, „Manntöl á Íslandi á 18. öld“, Eimreiðin XXI. ár, bls. 36-46
7 Lovsamling for Island VI, bls. 489-495.
8 ÞÍ. Bps. C. III, 8. Bréfabók biskups yfir Íslandi 1814-1816, bls. 112-133 (sjá fyrst og fremst bls. 113-114 og 121). Boð þetta var ítrekað í umburðarbréfi 5. desember 1815, ÞÍ. Bps. C. III, 8, bls. 429-430.
9 Lovsamling for Island X, bls. 543-546.
10 1835: Lovsamling for Island X, bls. 543–550; 1840 Lovsamling for Island XI, bls. 444–448, 460–477; 1845: Lovsamling for Island XIII, bls. 154–157, 158–161; 1850: Lovsamling for Island XIV, bls. 364, 405–419; 1855: Lovsamling for Island XVI, bls. 180–189, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands I, bls. 72–73; 1860: Lovsamling for Island XVIII, bls. 19, 303, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands I, bls. 335–336; 1870: Lovsamling for Island XX, bls. 570, Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands III, bls. 83–84; 1880: Stjórnartíðindi 1880 B, bls. 53–57, 123; 1890: Stjórnartíðindi 1890 B, bls. 77–79, 81; 1901: ÞÍ. Landsh. LhDb I (1898–1904) nr. 232; 1910: Stjórnartíðindi 1910 B, bls. 229–230.
11 Sjá t.d. Lovsamling for Island XVI, bls. 182-188.
12 Stjórnartíðindi 1920 A, bls. 5–6 (2. grein).
13 Stjórnartíðindi 1920 A, bls. 5 (1. grein).
14 Stjórnartíðindi 1980 A, bls. 319 (11. grein).
15 Stjórnartíðindi 1952 A, bls. 120–122, 155–157.
16 Vef. https://hagstofa.is/talnaefni/ibuar/manntal/, sótt 28. september 2017.
17 Sjá má dæmi um slíkar töflur í Lovsamling for Island X, bls. 546-550.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 2 af 2 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 309