Ævisögur presta

Síðast breytt: 2020.04.14
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Þegar Hannes Finnsson og Árni Þórarinsson, biskupar, sendu út reglur um færslu prestsþjónustubóka árið 1784, voru í þeim fyrirmæli um að skrá æviágrip presta, sem þjónað hefðu í hverju kalli, fremst í prestsþjónustubækurnar. Fyrirmælin voru nokkuð mismunandi. Hannes bauð, að prestar, hver eftir annan, færðu í sem fæstum orðum allt það mikilvægasta, sem þeir vissu um þá, sem þjónað hefðu prestakallinu, og héldu því áfram mann eftir mann.1ÞÍ. Bps. A. IV, 22. Bréfabók Hannesar biskups Finnssonar 1781–1784, bls. 779–788 (sérstaklega blaðsíða 780). Hins vegar voru fyrirmæli Árna að færa skyldi stutt æviágrip sóknarpresta þeirrar aldar (18. aldar) til þessa dags og síðan framvegis.2ÞÍ. Bps. B. V, 11. Bréfabók Árna biskups Þórarinssonar 1783–1787, bls. 26–28 (sjá einkum neðst á bls. 27 og efst á bls. 28).

Prestar ræktu misjafnlega þessi boð. Prestaævir eru skráðar í allmargar prestsþjónustubækur frá lokum 18. aldar og upphafi þeirrar nítjándu. Ýmsir prestar tóku upp þennan sið á síðari hluta 19. aldar, þótt ekki verði séð, að forverar þeirra hafi rækt hann. Flestir höfðu aflagt slíka æviskráningu við upphaf 20. aldar, en dæmi má finna frá þeirri öld, svo sem á Brjánslæk á Barðaströnd.3ÞÍ. Kirknasafn. Brjánslækur á Barðaströnd BA/4. Prestsþjónustubók 1897–1936, bls. 3–55 og 394–398.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 ÞÍ. Bps. A. IV, 22. Bréfabók Hannesar biskups Finnssonar 1781–1784, bls. 779–788 (sérstaklega blaðsíða 780).
2 ÞÍ. Bps. B. V, 11. Bréfabók Árna biskups Þórarinssonar 1783–1787, bls. 26–28 (sjá einkum neðst á bls. 27 og efst á bls. 28).
3 ÞÍ. Kirknasafn. Brjánslækur á Barðaströnd BA/4. Prestsþjónustubók 1897–1936, bls. 3–55 og 394–398.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 69