Áfengisgjald / Aðflutningsgjald

Síðast breytt: 2021.06.03
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Árið 1872, 26. febrúar, var gefin út konungleg tilskipun handa Íslandi um gjald á brennivíni og öðrum áfengum drykkjum, sem tók gildi 1. júlí sama ár. Af alls konar víni og brennivíni eða tilbúnum áfengum drykkjum, sem fluttir væru til væru til Íslands, skyldi greiða aðflutningsgjald, 8 skildinga, af hverjum potti, ef þeir væru fluttir á ámum, tunnum eða öðrum stórum ílátum. [Pottur, lagarmál, 0,965 lítrar.] Væru þeir tappaðir á flöskur, krukkur, brúsa eða þess háttar ílát, skyldi greiða 8 skildinga af hverjum 3 pelum. [Peli, lagarmál, fjórðungur úr potti, 0,2415 lítrar.] Gjaldið skyldi renna í landssjóð.1Lovsamling for Island XXI, bls. 190–194. Áfengisgjald varð því tekjuliður í Jarðabókarsjóðsreikningum landfógeta.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island XXI, bls. 190–194.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 39