Í afgjaldsléni fékk lénsmaður allar vissar tekjur, þ.e. landskuld af Bessastöðum, tíund, tolla af skipum sem leyfi höfðu til að sigla á hafnirnar og afgjaldið af klaustraumboðum, sýslunum og umboðsjörðunum gegn föstu gjaldi sem tekið var fram í veitingabréfinu (lengst af 3.200 rd). Hann þurfti ekki að halda reikning yfir þær en þurfti hins vegar að halda reikning yfir óvissar tekjur t.d. sakeyri sem hann fékk einn þriðja af. Á afgjaldinu þurfti hann að gera skil árlega í rentukammeri þar sem eftirlit var haft með reikningsfærslunni og reikningarnir endurskoðaðir. Reikningsárið var frá Jónsmessu 24. júní til Jónsmessu næsta ár.
Ísand var afgjaldslén árin 1574–1582, 1586–1587, 1588–1645, 1648–1663.
Reikningarnir eru varðveittir frá árunum 1588–1645 og frá 1648–1663.
Sjá einnig: reikningslén og þjónustulén.
Kristjana Kristinsdóttir, Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. Reykjavík 2021, bls. 15–17.
