Annexía

Síðast breytt: 2020.05.04
Áætlaður lestími: < 1 mín

Kirkjustaður, þar sem ekki er prestssetur, yfirleitt bændakirkja áður fyrr. Annexíur hafa jafnan verið margar, ekki síst vegna fjölgunar kirkna fyrr á öldum og prestafæðar. Á 19. og 20. öld hafa mörg prestaköll verið lögð niður og annexíum fjölgað af þeim sökum.

Á annexíum gátu verið helmingakirkjur, þriðjungakirkjur eða kirkjur með minna messuhlutfall, ef margar kirkjur voru í prestakallinu eða þingunum. Þannig var messað níunda hvern helgan dag í útkirkjunum í Næfurholti, Leirubakka og Klofa í Landþingum árið 1709.1Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I, bls. 276, 286, 289. Í Skarði og á Stóruvöllum var þá messað þriðja hvern helgan dag.2Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I, bls. 291, 302.

Einnig: annexíukirkja, útkirkja

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I, bls. 276, 286, 289.
2 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I, bls. 291, 302.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 2 af 2 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 335