Aukatekjur

Síðast breytt: 2020.05.05
Áætlaður lestími: 1 mín

Prestar fengu greitt fyrir prestsverk (sjá aukaverk undir Orðskýringar) og fleira, auk vottorðagjafar. Þar skal nefna: Greftrun (líksöngseyrir), hjónavígsla (pússunartollur), barnsskírn (skírnartollur), kirkjuleiðsla kvenna eftir barnsburð (kirkjuleiðslugjald), ferming (fermingartollur), skoðun bændakirknareikninga, bólusetning og vottorð (bóluvottorð, ef bóla kom út), vottorð úr kirkjubókum.1Jón Pjetursson, Íslenzkur kirkjurjettur. Reykjavík 1863, bls. 207-211; Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 111-113.

Samræmdar reglur um greiðslu fyrir aukaverk voru settar á prestastefnu á Þingvöllum árið 1764.2Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á Íslandi III, bls. 230; Lovsamling for Island III, bls. 516. – Frekari reglur voru settar árin 1782 (Lovsamling for Island IV, bls. 668 (10. liður), 1843 (Lovsamling for Island XII, bls. 527-529) og 1847 (Lovsamling for Island XIII, bls. 585-587). – Ákvæðin frá árinu 1847 voru að miklu leyti enn í gildi árið 1912, Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur, bls. 111-113. Reglur um greiðslur fyrir vottorðagjöf komu í tilskipun 21. desember 1831.3Lovsamling for Island IX, bls. 834-836. Danski textinn, bls. 825-826, er í raun miklu ljósari en knosaður íslenski textinn. Hér er því stuðst við þann danska. Í danska textanum er í þriðja lið ekki minnst á vinnuhjú, aðeins talað um umsagnir (skudsmål) og áritanir á þær. Ákvæðin frá árinu 1831 voru enn í gildi árið 1912, Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur, bls. 112-113.

Árið 2018 voru í gildi lög nr. 36/1931, 8. september, um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. Þar segir í 3. grein:

Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá, er ráðuneytið [dómsmálaráðuneytið] setur til 10 ára í senn.4Vef. https://www.althingi.is/lagas/nuna/1931036.html, 13. apríl 2018.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Jón Pjetursson, Íslenzkur kirkjurjettur. Reykjavík 1863, bls. 207-211; Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, bls. 111-113.
2 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á Íslandi III, bls. 230; Lovsamling for Island III, bls. 516. – Frekari reglur voru settar árin 1782 (Lovsamling for Island IV, bls. 668 (10. liður), 1843 (Lovsamling for Island XII, bls. 527-529) og 1847 (Lovsamling for Island XIII, bls. 585-587). – Ákvæðin frá árinu 1847 voru að miklu leyti enn í gildi árið 1912, Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur, bls. 111-113.
3 Lovsamling for Island IX, bls. 834-836. Danski textinn, bls. 825-826, er í raun miklu ljósari en knosaður íslenski textinn. Hér er því stuðst við þann danska. Í danska textanum er í þriðja lið ekki minnst á vinnuhjú, aðeins talað um umsagnir (skudsmål) og áritanir á þær. Ákvæðin frá árinu 1831 voru enn í gildi árið 1912, Einar Arnórsson, Íslenzkur kirkjuréttur, bls. 112-113.
4 Vef. https://www.althingi.is/lagas/nuna/1931036.html, 13. apríl 2018.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 187