Búnaðarsjóður Austuramtsins

Síðast breytt: 2025.03.12
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Norður- og Austuramtinu var skipt samkvæmt lögum nr. 30/1890. Í Austuramtinu urðu þá Norður-Þingeyjar-, Norður- og Suður-Múlasýslur.1Stjórnartíðindi 1890 A, bls. 116–119. Skiptingin fór fram um áramótin 1891–1892. Var Búnaðarsjóði Norður- og Austuramtsins skipt eftir mannfjölda í ömtunum samkvæmt manntali 1890. Hlaut Austuramtið 9/25 hluta sjóðsins en Norðuramtið 16/25 hluta.2Stjórnartíðindi 1891 B, bls. 156–157.

Árið 1893 fór Austur-Skaftafellssýsla í Austuramtið úr Suðuramti.(Stjórnartíðindi 1892 B, bls. 65–66, 180–181 (10. liður), 221–222 (29. liður); Stjórnartíðindi 1893 A, bls. 52–53.))

Heimildir um Búnaðarsjóð Austuramtsins má finna í skjalasafni Austuramts.3ÞÍ. Skjalasafn Austuramts 0-265 B/5. Einnig er heimilda að leita í B-deild Stjórnartíðinda eða fundargerðum amtsráðsins og reikningum sjóða undir stjórn  þess.

Amtsráð Austuramtsins ákvað á fundi 7. nóvember 1907, að Búnaðarsjóður Austuramtsins skyldi um næstu áramót lagður undir stjórn Búnaðarfélags Íslands. Meðan búnaðarskóli væri á Eiðum eða annars staðar í Austuramtinu, nyti sá skóli 5/6 af hinum árlegu vöxtum sjóðsins, en 1/6 leggðist jafnan við höfuðstólinn. Yrði engin búnaðarkennslustofnun í Austuramtinu ætti stjórn Búnaðarfélags Íslands að veita 5/6 af ársvöxtum sem styrk til búnaðarframkvæmda þar eða sem styrk búfræðinemendum þaðan samkvæmt áliti allsherjarbúnaðarfélags fyrir amtið, ef það væri til.4Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 184, 4. liður.

Búnaðarskólinn á Eiðum hætti störfum árið 1919. Niðurstöður úr reikningum Búnaðarsjóðs Austuramtsins voru birtar í Búnaðarritinu um skeið, ásamt niðurstöðum annarra reikninga í vörslu Búnaðarfélags Íslands, síðast fyrir árið 1934.5Búnaðarritið 1935 https://timarit.is/page/4977105#page/n305/mode/2up, sótt 31. maí 2024. Frekari upplýsingar um sjóðinn hafa ekki fundist árið 2024.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1890 A, bls. 116–119.
2 Stjórnartíðindi 1891 B, bls. 156–157.
3 ÞÍ. Skjalasafn Austuramts 0-265 B/5.
4 Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 184, 4. liður.
5 Búnaðarritið 1935 https://timarit.is/page/4977105#page/n305/mode/2up, sótt 31. maí 2024.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 4