Rentukammerið leyfði 1. september 1827, að stofnaður yrði búnaðarsjóður (oeconomisk fond) fyrir Vesturamtið. Sjóður þessi varð til með því, að árið 1825 veittu tveir menn Friðriki Svendsen kaupmanni á Flateyri 40 ríkisdali sem umbun fyrir byggingu skútu. Friðrik vildi nota þetta fé til þess að stofna opinberan sjóð, sem verðlaunaði fyrir verklegar framkvæmdir. 1Lovsamling for Island IX, bls. 198–199; ÞÍ. Rentukammer 1928-B20/0005 (örk 14, Isl. Journ. 16, nr. 393). Ýmsir lögðu fé til sjóðsins og honum var sett reglugerð árið 1828, sem konungur staðfesti árið 1830. Þá fékk sjóðurinn 300 ríkisdala styrk úr Jarðabókarsjóði árið 1834 samkvæmt konungsúrskurði.2Lovsamling for Island IX, bls. 350, 515–520; Lovsamling for Island X, bls. 573–575; ÞÍ. Vesturamt 0-262 B/313, örk 10–11, Búnaðarsjóðsskjöl bókfærð og óbókfærð.
Heimilda um Búnaðarsjóð Vesturamtsins og starfsemi hans er fyrst og fremst að leita í skjalasafni Vesturamtsins, þ.e. í bréfasafni þess og í amtsráðsskjölum. Sjá t.d. ÞÍ. Vesturamt 0-262 B/313–314, E/ 2. Svo og í B-deild Stjórnartíðinda eins og nefnt var í inngangi.
Amtsráð Vesturamtsins ákvað á fundi vorið 1907 að borga skyldi skuldir amtsins af eignum þess og skipta afgangnum milli sýslanna eftir meðaltali fasteigna- og lausafjárhundraða og verkfærra manna í hverju sýslufélagi síðastliðin 5 ár. Jafnframt var forseta amtsráðsins falið að segja upp lánum Búnaðarsjóðs amtsins og Búnaðarskólasjóðs þess, ganga eftir lánum, borga skuldir ráðsins og skipta eignaafgangi milli sýslufélaganna.3Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 146 (14. liður).
Tilvísanir
↑1 | Lovsamling for Island IX, bls. 198–199; ÞÍ. Rentukammer 1928-B20/0005 (örk 14, Isl. Journ. 16, nr. 393). |
---|---|
↑2 | Lovsamling for Island IX, bls. 350, 515–520; Lovsamling for Island X, bls. 573–575; ÞÍ. Vesturamt 0-262 B/313, örk 10–11, Búnaðarsjóðsskjöl bókfærð og óbókfærð. |
↑3 | Stjórnartíðindi 1907 B, bls. 146 (14. liður). |