Byggingarsjóður Íslands varð til með lögum um stofnun byggingarsjóðs og byggingu opinberra bygginga nr. 29/1905, 20. október.1Stjórnartíðindi 1905 A, bls. 194–197. Sjóðurinn skyldi stofnaður af andvirði embættisjarðanna Arnarhóls og Örfiriseyjar. Einnig skyldi Landsbanki Íslands greiða sjóðnum 7.500 krónur árlega. Sjóðurinn heyrgði beint undir landsstjórnia, sem jafnframt var heimilað að láta reisa bókasafnsbyggingu, sem rúma ætti Landsbókasafnið og Landsskjalasafnið. Þá skyldi haga svo til, að fyrst um sinn mætti geyma þar önnur söfn landsins. Einnig átti að breyta Alþingishúsinu, eftir að söfnin væru flutt úr því.
Tilvísanir
↑1 | Stjórnartíðindi 1905 A, bls. 194–197. |
---|