Depúteraður

Síðast breytt: 2025.03.17
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Orðið er ættað úr latínu (deputare, þ.e. ákveða). Í stjórnkerfi dansk-norska ríkisins, í Danmörku til 1848, kölluðust meðlimir í æðstu stjórnardeildunum, svo sem kansellíi, rentukammeri og fleiri, depúteraðir, þannig að heiti stjórnarskrifstofunnar var sett á undan og í beinum tengslum við titilinn. Einnig voru þingmenn í Danmörku „deputeret“, svo sem á stéttaþingunum um miðja 19. öld.1Salmonsens konversations leksikon anden udgave VI. København 1915, bls. 29. Bjarni Þorsteinsson amtmaður í Vesturamti skilgreindi depúteraða þannig:

Kommitteraðir kallast í lægri röð stjórnarráðanna þeir, sem stinga upp á einu og öðru til nytsemda, … en depúteraðir heita þeir í efri röð, sem úrskurða og gefa því gildi, sem hinir hafa fram á farið, oftar þó sameiginlega með þeim fyrri, einum eður fleirum, eins og á málefnum stendur.2Merkir Íslendingar. Ævisögur og minningargreinar IV. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Reykjavík 1950, bls. 208. Sbr. bls. XII.

(Sjá kommitteraður í Orðabelg Þjóðskjalasafns Íslands.) Jón Eiríksson (f. 1728, d.1787) var bæði kommitteraður og depúteraður.3Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls. 102–103.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Salmonsens konversations leksikon anden udgave VI. København 1915, bls. 29.
2 Merkir Íslendingar. Ævisögur og minningargreinar IV. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Reykjavík 1950, bls. 208. Sbr. bls. XII.
3 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls. 102–103.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 4