Eftirlaun úr opinberum sjóðum, ríkissjóði og landssjóði / Styrkir – Eftirlaun dannebrogsmanna

Síðast breytt: 2023.11.06
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Eftirlaun dannebrogsmanna, dannebrogsriddara

dannebrogsmaður, þegn Danakonungs sem veitt var sérstakt heiðursmerki dönsku dannebrogsorðunnar. Merkið mun upphaflega stofnað á 13. öld en Kristján 5. endurvakti það 1671 og var það síðan fyrst og fremst veitt aðalsmönnum. Í tengslum við valdatöku Friðriks 6. 1808 var merkið tekið upp í núverandi mynd og veitt þegnum Danakonungs, óháð stöðu, stétt og aldri, til að heiðra framúrskarandi störf í þágu ríkisins.1Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 88.

Tilskipun um dannebrogsmenn var gefin út 28. janúar 1809.2Lovsamling VII, bls. 235–239. Þar segir í 8. lið að stofna skyldi sérstakan sjóð til þess að styrkja verðuga og fátæka dannebrogsmenn. Starfsemi slíks sjóðs hefur ekki verið könnuð. En samkvæmt konungsúrskurði 9. maí 1835 skyldu dannebrogsriddarar, ef þeir væru þess verðir og þurfandi, fá eftirlaun úr Almenna eftirlaunasjóðnum.3Lovsamling X, bls. 624.

Reikningar Eftirlaunasjóðs dannebrogsmanna fyrir árin 1852–1904 eru varðveittir meðal eftirlaunareikninga í skjalasafni landfógeta í Þjóðskjalasafni Íslands (ÞÍ. Landf. XIX).

Ljósrit af æviskrám íslenskra orðuþega dannebrogsorðunnar, aðallega frá árunum 1884–1918, er að finna í einkaskjalasafni Þjóðskjalasafni Íslands, E. 293.4Einkaskjalasöfn  E. nr. 1–300. Reykjavík 1993, bls. 438–444.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 88.
2 Lovsamling VII, bls. 235–239.
3 Lovsamling X, bls. 624.
4 Einkaskjalasöfn  E. nr. 1–300. Reykjavík 1993, bls. 438–444.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 8