Eftirlaun úr opinberum sjóðum, ríkissjóði og landssjóði / Styrkir – Póstssjóður

Síðast breytt: 2023.11.06
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Póstsjóður / Postkassen / Postpensionskassen / Postpensionsfonden

Postpensionskassen (oft nefndur Postkassen í heimildum, sem stuðst hefur verið við) varð til 19. júlí 1712, þegar gefin var út reglugerð um meðferð á tekjum danska póstsins. Hluti af tekjum póstsins rann í þennan sjóð. Úr honum átti að greiða eftirlaun ríkisstarfsmanna, ekkna þeirra og munaðarlausra barna þeirra.1Chronologisk register over de kongelige forordninger og aabne breve samt andre trykte anordninger som fra aar 1670 af ere udkomne II. Kiøbenhavn 1795, bls. 268–271. Sjóðurinn heyrði undir Generalpostamtet til ársins 1786, þegar Postkassepensionsdirektionen var stofnuð, en raunar fór Generalpostamtet áfram með fjármálin.2Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I, 2., bls. 570–571. Þá voru eftirlaun ekki aðeins greidd embættismönnum og fjölskyldum þeirra heldur einnig öðrum. Postpensionskassen, ásamt öðrum tekjustofnum, varð að Den almindelige pensionskasse (Almenna eftirlaunasjóðnum) samkvæmt konunglegri tilkynningu 9. febrúar 1816 um nýskipan fjármála ríkisins og stjórnarskrifstofa.3Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I, 1., bls. 512–513; Lovsamling VII, bls. 568–572.

Úr þessum sjóði skyldi árlega greiða 300 ríkisdali silfurs til fátækra prestsekkna á Íslandi samkvæmt konungsúrskurði 13. maí 1785.4Lovsamling V, bls. 205–206.

Eftirlaunagreiðslur úr Postkassen til Íslendinga fóru í gegnum Jarðabókarsjóð. Ekki voru haldnir sérstakir reikningar yfir þessi eftirlaun en gerð er grein fyrir þeim í Jarðabókarsjóðsreikningum.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Chronologisk register over de kongelige forordninger og aabne breve samt andre trykte anordninger som fra aar 1670 af ere udkomne II. Kiøbenhavn 1795, bls. 268–271.
2 Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I, 2., bls. 570–571.
3 Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I, 1., bls. 512–513; Lovsamling VII, bls. 568–572.
4 Lovsamling V, bls. 205–206.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 9