Eftirlaun úr opinberum sjóðum, ríkissjóði og landssjóði / Styrkir – Skólasjóður

Síðast breytt: 2023.05.05
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Meðal eftirlaunareikninga í skjalasafni landfógeta (ÞÍ. Landf. XIX) liggja eftirlaunareikningar Skólasjóðs fyrir árin 1878–1879. Í þeim sjást greiðslur til Jóns (Aðalsteins) Sveinssonar, sem var settur kennari við Lærða skólann 1878–1879 en hafði áður verið kennari í Danmörku.1Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls. 285.

Í tilskipunum um skóla í kaupstöðum og í dreifbýli í Danmörku 29. júlí 1814 segir, að í hverju amti skuli stofna hjálparsjóð fyrir skólakennara.2Chronologisk register over de kongelige forordninger og aabne breve samt andre trykte anordninger som fra aar 1670 af ere udkomne XVII, bls. 203 (54. grein), 255–256 (63. grein). Almennur skólasjóður er nefndur í tilskipun um skólakerfið í Kaupmannahöfn 8. mars 1844.3Kongelige forordninger og aabne breve. Udgivne af dr. Kolderup-Rosenvinge, XXIV, bls. 172, sjá einkum greinar nr. 60 og 64. Í lögum um breytingar á ákvörðunum fyrir borgara- og almúgaskólakerfið í kaupstöðum og í dreifbýli 8. mars 1856 er gert ráð fyrir eftirlaunum kennara.4Love og anordninger samt andre offentlige kundgjørelser Danmarks lovgivning vekommende for aarene 1855 og 1856. Samlede og udgivne af T. Algreen-Ussing, IV, bls. 541, sjá greinar nr. 4 og 5. — Hér eru aðeins nefnd örfá atriði, sem tengjast þessum Skólasjóði, en frekari athugun hefur ekki verið gerð.

(Heimild: https://da.wikisource.org/wiki/Carl_Georg_Holck_-_Den_danske_Statsforvaltningsret/%C2%A7_50, sótt 24. mars 2023.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár III, bls. 285.
2 Chronologisk register over de kongelige forordninger og aabne breve samt andre trykte anordninger som fra aar 1670 af ere udkomne XVII, bls. 203 (54. grein), 255–256 (63. grein).
3 Kongelige forordninger og aabne breve. Udgivne af dr. Kolderup-Rosenvinge, XXIV, bls. 172, sjá einkum greinar nr. 60 og 64
4 Love og anordninger samt andre offentlige kundgjørelser Danmarks lovgivning vekommende for aarene 1855 og 1856. Samlede og udgivne af T. Algreen-Ussing, IV, bls. 541, sjá greinar nr. 4 og 5.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 13