faðmur, íslenskur = 167,20 sm (þ.e. þrjár álnir, 55,6 sm í alin) eða 195,07 sm (þ.e. málfaðmur = 3,5 álnir).1Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland, bls. 921; Magnús Már Lárusson, „Íslenzkar mælieiningar“, bls. 242, sbr. bls. 245. Ólafur Stefánsson talar um aðgangsfaðm = 3 álnir og málfaðm = 3½ alin.2Ólafur Stefánsson, Stutt undirvísun, bls. 66.
faðmur (danska: favn), danskur = 3 álnir danskar eða sex fet. Með 62,814 sm alin er danski faðmurinn 188,44 sm.3Poul Thestrup, Pund og alen, bls. 17. Sjá nánar í Mál og vog.