Fræði Lúthers hin minni

Síðast breytt: 2020.05.09
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Martein Lúther samdi þetta kristindómsfræðslukver árið 1529 (Catechismus minor). Þau urðu brátt mjög vinsæl og mynduðu rammann um trúaruppeldi lútherskra manna.

Fyrrum áttu menn að kunna Fræðin utan að til fermingar. Þau skiptast í níu hluta: Boðorðin tíu, trúin, faðir vor, sakramenti heilagrar skírnar, hvernig kenna ber fáfróðu fólki að skrifta, altarissakramentið, morgun- og kvöldbæn, bænir á undan og eftir máltíð og hússpjaldið (hústafla með hegðunarreglum fyrir kristileg heimili).1Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kirkjur Íslands III. Reykjavík 2000, bls. 90; Vef. https://is.wikipedia.org/wiki/Íslenska_þjóðkirkjan, sótt 15. maí 2017.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kirkjur Íslands III. Reykjavík 2000, bls. 90; Vef. https://is.wikipedia.org/wiki/Íslenska_þjóðkirkjan, sótt 15. maí 2017.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 1 af 1 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 147