Hæstiréttur á Íslandi

Síðast breytt: 2022.12.20
Slóð:
Áætlaður lestími: 2 mín

Íslendingar tóku að berjast fyrir því að fá æðsta dómsvald flutt til landsins upp úr miðri 19. öld. Í dansk-íslenskum sambandslögum nr. 39/1918, 30. nóvember, var í 10. grein ákvæði um, að Hæstiréttur Danmerkur hefði æðsta dómsvald í íslenskum málum, uns Ísland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól í landinu sjálfu. Þangað til skyldi skipa Íslending í eitt dómarasæti í hæstarétti og kæmi það til framkvæmda þegar næst losnaði sæti í dómnum. 1Stjórnartíðindi 1918 A, bls. 77.

Íslendingar undu ráðan bug að stofnun hæstaréttar á Íslandi og voru lög um Hæstarétt á Íslandi nr. 22/1919, staðfest 6. október 1919, og tóku gildi 1. janúar 1920. 2Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 41–53. Í fyrstu grein segir að stofna skyldi hæstarétt á Íslandi, og dómsvald hæstaréttar í Danmerkur í íslenskum málum jafnframt afnumið.

Landsyfirdómur var lagður niður með gildistöku laganna og jafnframt kveðið á um þátttöku hæstaréttardómara í synodalrétti. Þá urðu á Íslandi tvö dómsstig: undirrétturHæstiréttur, í stað þriggja áður, sem voru: héraðsréttur – Landsyfirréttur – Hæstiréttur í Danmörku.

Lögin frá 1919 kváðu á um að skjóta mætti öllum opinberum málum til Hæstaréttar. Öllum einkamálum mátti áfrýja til Hæstaréttar, ef sakarefni yrði ekki metið til peninga og dómi eða úrskurði um fjárkröfu, sem mál hefði risið af, mátti skjóta til Hæstaréttar, ef krafan næmi 25 krónum, en dómsmálaráðherra gat veitt áfrýjunarleyfi, þótt krafan væri lægri. 3Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 46, 23.–25. grein.

Ný lög um Hæstarétt voru gefin út 1935, nr 112/1935, 18. maí, en þar voru lögð til grundvallar lögin frá 1919 með tilheyrandi breytingum og innskotum og greinin um stofnun hæstaréttar á Íslandi stóð óbreytt. 4Stjórnartíðindi 1935 A, bls. 225–236. Með lögum um Hæstarétt Íslands nr. 57/1962, 18. apríl, varð rétturinn æðsti dómstóll lýðveldisins Íslands. 5Stjórnartíðindi 1962 A, bls. 76–86, sjá einkum 1. grein.

Hæstiréttur varð þriðja dómsstig á Íslandi með lögum um dómstóla nr. 50/2016, 7. júní, sem tóku gildi 1. janúar 2018. Landsréttur, áfrýjunardómstóll, varð annað dómsstig. Uppfylla þarf ströng skilyrði, svo að málum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 6https://www.althingi.is/lagas/152a/2016050.html, sótt 27. febrúar 2022.

Dómarar í Hæstarétti Íslands voru í upphafi fimm. 7Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 41, 3. grein. Þeim skyldi fækkað í þrjá með lögum nr. 37/1924, 4. júní, sem áttu að taka gildi, þegar sæti fasts dómara losnaði. 8Stjórnartíðindi 1924 A, bls. 71–72.. Þeim var fjölgað í 5 með lögum nr. 111/1935 og 112/1935, 18. maí, en dómarar skyldu þó aðeins vera þrír, þangað til fé væri veitt á fjárlögum til fjölgunar dómurum. 9Stjórnartíðindi 1929 A, bls. 220, 1. grein, bls. 224, 22. grein, bls. 225, 4. grein og bls. 236, 57. grein. Með lögunum nr. 112/1935 voru felldar inn í lögin frá 1919 breytingar frá árinu 1924, þær, sem enn stóðu, og breytingarnar, sem gerðar voru með lögunum nr. 111/1935.

Hæstaréttardómarar urðu sex með lögum nr. 42/1973, 24. apríl, og nr. 75/1973, 21. júní. (Stjórnartíðindi 1973 A, bls. 101–102 og bls. 238, 2. grein.)). Þeim var fjölgað í sjö með lögum nr. 24/1979, 10Stjórnartíðindi 1979 A, bls. 109–110. í átta með lögum nr. 67/1982, 11Stjórnartíðindi 1982 A, bls. 87–88. níu með lögum nr. 39/ 1994, 19. apríl, 12Stjórnartíðindi 1994 A, bls. 115–116. en þeir urðu sjö með lögum um dómstóla nr. 50/2016, 7. júní, sem tóku gildi 1. janúar 2018. 13https://www.althingi.is/lagas/152a/2016050.html, sótt 27. febrúar 2022. Um fjölda hæstaréttardómara sjá 13. grein laganna.

Skjöl Hæstaréttar koma til varðveislu í Þjóðskjalasafn Íslands samkvæmt skilareglum og þar er eldri hluta þeirra að leita.

(Heimildir: Arnþór Gunnarsson. Hæstiréttur í hundrað ár. Reykjavík 2021; Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 213–214.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1918 A, bls. 77.
2 Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 41–53.
3 Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 46, 23.–25. grein.
4 Stjórnartíðindi 1935 A, bls. 225–236.
5 Stjórnartíðindi 1962 A, bls. 76–86, sjá einkum 1. grein.
6 https://www.althingi.is/lagas/152a/2016050.html, sótt 27. febrúar 2022.
7 Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 41, 3. grein.
8 Stjórnartíðindi 1924 A, bls. 71–72.
9 Stjórnartíðindi 1929 A, bls. 220, 1. grein, bls. 224, 22. grein, bls. 225, 4. grein og bls. 236, 57. grein.
10 Stjórnartíðindi 1979 A, bls. 109–110.
11 Stjórnartíðindi 1982 A, bls. 87–88.
12 Stjórnartíðindi 1994 A, bls. 115–116.
13 https://www.althingi.is/lagas/152a/2016050.html, sótt 27. febrúar 2022. Um fjölda hæstaréttardómara sjá 13. grein laganna.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 44