Hinn almenni kirkjusjóður

Síðast breytt: 2020.03.25
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt lögum nr. 20/1890, 22. maí, um meðferð og innheimtu á kirknafé. Skyldi hver kirkja hafa sína viðskiptabók við sjóðinn, en stiftsyfirvöld Íslands hafa umsjón og ábyrgð á honum. Kirkjur áttu forgangsrétt til lána úr sjóði þessum. Allt það fé, sem kirkjur áttu afgangs útgjöldum, skyldi láta á vöxtu í Hinum almenna kirkjusjóði og vextirnir árlega leggjast við höfuðstólinn. Heimilt var þó reikningshaldara að halda eftir 100 kr. af tekjum kirkju vaxtalaust. Af sjóðum, sem kirkjur áttu, þá lögin öðluðust gildi, skyldi sá, er sjóðinn hefði undir höndum, borga í hinn almenna kirkjusjóð 1/15 á ári, uns sjóðurinn væri allur greiddur af hendi, enda þyrfti hans eigi kirkjunni við til aðgerðar eða endurbyggingar á því tímabili. Væri kirkja afhent söfnuði, skyldi reiða sjóðinn allan af hendi.

Ákvæði laganna náðu ekki til bændakirkna, nema hlutaðeigandi kirkjuráðendur veittu til þess samþykki sitt.1Stjórnartíðindi 1890 A, bls. 84–87 (4., 5. og 7. grein). Framantalin atriði eru enn í gildi (2017).2Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1890020.html, 24. október 2017. Biskup kom í stað stiftsyfirvalda með tilskipun nr. 12/1904, 23. ágúst, en lagatextinn sjálfur er óbreyttur.3Stjórnartíðindi 1904 A, bls. 38–39 (II. kafli, 3. liður).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1890 A, bls. 84–87 (4., 5. og 7. grein).
2 Vef. http://www.althingi.is/lagas/nuna/1890020.html, 24. október 2017.
3 Stjórnartíðindi 1904 A, bls. 38–39 (II. kafli, 3. liður).
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 57