Húsmaður

Síðast breytt: 2023.01.04
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Samkvæmt skilgreiningu Einars Laxness voru húsmenn einstaklingar sem leigðu húsaskjól hjá bændum á lögbýlum, voru út af fyrir sig, stundum með fjölskyldu sinni og höfðu oft einhver jarðarafnot vegna eigin búfjár. Húsmenn höfðu stundum ákveðna vinnuskyldu hjá lögbýlisbændum en töldust yfirleitt ekki vinnumenn eða hjú. Húsmennska var því nokkurs konar millistig milli bænda og vinnufólks.

Þegar húsmenn fluttust til sjávarsíðu og stunduðu sjó höfðu þeir vanalega einhverja grasnyt en tómthúsmenn enga. Oft urðu orðin húsmaður og tómthúsmaður líkt og samheiti. Einnig voru hjáleigubændur oft nefndir húsmenn í heimildum á fyrri hluta 19. aldar, sennilega að danskri fyrirmynd. Húsmenn og hjáleigubændur höfðu engan rétt á þátttöku í málefnum hrepps: þeir skyldu vera undir vernd lögbýlisbónda, sbr. alþingisdót frá 1500. Þar sagði “Húsmenn sína skal bóndi annast, ef þeir verða þrotamenn”. 1Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A.-Ö. Reykjavík 2015, bls. 210.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A.-Ö. Reykjavík 2015, bls. 210.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 20