Í stjórnskipunarlögum Íslands 3. október 1903 um breytingu á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni er ekkert minnst á sérstaka stjórnarráðsskrifstofu í Kaupmannahöfn.1Stjórnartíðindi 1903 A, bls. 68-73. En ljóst er af greinargerð A. Dybdal, sem var ráðuneytisstjóri í íslensku stjórnardeildinni, 20. desember 1901 með drögum að stjórnskipunarlögum, að þörf væri slíkrar skrifstofu, þótt hann teldi hana ekki verða umsvifamikla. (ÞÍ. Íslenska stjórnardeildin S. VII. 9. Isl. Journal 20, nr. 45). Ólafur Halldórsson, sem verið hafði skrifstofustjóri íslensku stjórnardeildarinnar, var skipaður forstöðumaður skrifstofu íslenska stjórnarráðsins í Kaupmannahöfn 23. febrúar 1904 og Jón Krabbe aðstoðarmaður sama dag.2ÞÍ. Stjr. Ísl. 1, Dagb. 1, nr. 27 (einnig merkt Suppl. J. A. nr. 1), sem liggur undir ÞÍ. Stjr. Ísl. 1, Dagb. 6. nr. 397. Einnig má sjá afrit skipunarbréfanna í Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn C. 1 (þ.e. bréfabók sendiráðsins).
Bréfadagbækur skrifstofunnar voru merktar “Ministeriet for Islands kontor i København”. Síðari bréfadagbókin var einnig notuð fyrir sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og næstu bréfadagbækur sendiráðsins fengu framhaldsnúmer. Kansellíkerfi var notað við bréfaskráningu (málefnaskráning) og málaheiti voru á dönsku.
Meðal mála í bréfadagbókunum voru: Lög og lagafrumvörp. – Dýralæknanám. – Eftirlaunamál, styrktarfé, framfærslumál: Styrkir til námsmanna og listamanna, málefni háskólamanna, svo sem læknakandidata, og framhaldsnema, ljósmæðranema, kennaranema, iðnnema – Erfðamál. – Fátækramálefni. – Ferð konungs til Íslands 1907. – Fiskveiðar: Eftirlit með fiskveiðum, skipaskráning, óleyfilegar veiðar (m.a. rán á sýslumanni). – Fjármál ýmis (m.a. greiðslur vegna Íslands): Bankamál, landssjóðslán, sjóðir tollamál. – Greiðslur til málfærslumanna fyrir hæstarétti. – Heilbrigðismál: Blindrastofnunin í Kaupmannahöfn, málleysingjakennsla, geðsjúkir. – Heimsstyrjöldin 1914-1918: Vörukaup, útflutningsbann og undanþágur, leiga og kaup á skipum. – Landbúnaður: Fjárkláði, girðingarefni, sandgræðsla, skógræktarmál. – Land- og sjómælingar. – Landsbókasafn. – Meðlagsmál. – Nafnbreyting. – Námur: Brennisteinn, silfurberg. – Orður og nafnbætur. – Póstmál: Frímerki, póstflutningar með skipum. – Rannsóknarstofa í meinafræði í Reykjavík. – Ríkisborgararéttur. – Safnahúsið í Reykjavík. – Samgöngur: Vegamál, brúabyggingar (Jökulsár-, Sogs-, Lagarfljóts-, Fnjóskárbrýr), samgöngur milli landa, skipasamgöngur innan lands, hafnir, vitamál, Eimskipafélag Íslands. – Símamál. – Strönd erlendra skipa á Íslandi. – Tryggingamál: Kaup á ekknalífeyri, líftryggingar, skipatryggingar, íslenskt brunatryggingarfélag. – Útflutningur.
Er þó alls ekki allt talið og mörg mál eru skráð á nöfn einstaklinga.
Í bréfadagbókum 1. skrifstofu Stjórnarráðs Íslands eru mál frá og til Kaupmannahafnarskrifstofunnar undir K í efnisyfirliti, sömuleiðis í bréfaskrá 1. skrifstofu fyrir árin 1904-1906. Eftir það eru þau í sérstökum flokki í bréfaskránum “Skrifst. Kh.” eða með áþekkri merkingu.
Með sambandslagasamningnum 1918, sem gekk í gildi 1. desember það ár, féll niður kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrifstofu Stjórnarráðs Íslands í Kaupmannhöfn.3Stjórnartíðindi 1918 A, bls. 77, 13. grein. Kaupmannahafnarskrifstofan starfaði samt áfram. Í fjáraukalögum fyrir árin 1918 og 1919 eru 13.000 krónur til skrifstofuhalds í Kaupmannahöfn.4Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 120. En 16. ágúst 1920 samþykkti konungur skipun íslensks erindreka í Danmörku með stöðu sem sendiherra og ráðherra með umboði og skipaði Svein Björnsson í þá stöðu.5Stjórnartíðindi 1920 B, bls. 400. Jón Krabbe var aðstoðarmaður í íslensku stjórnardeildinni á árunum 1899-1904, aðstoðarmaður og skrifstofustjóri í Kaupmannahafnarskrifstofunni 1904-1920, sendiráðsritari við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn 1920-1953 og um skeið fulltrúi Íslands í utanríkisráðuneyti Dana. Minningar hans Frá Hafnarstjórn til lýðveldis lýsa margháttuðum viðfangsefnum á löngum embættisferli. Þar víkur Jón m.a. að starfinu í Kaupmannahafnarskrifstofunni, sem var harla viðamikið, ekki síst vegna vörukaupa,á heimsstyrjaldarárunum fyrri 1914-1918.6Jón Krabbe, Frá Hafnarstjórn til lýðveldis. Reykjavík 1959, bls. 21-69.
Tilvísanir
↑1 | Stjórnartíðindi 1903 A, bls. 68-73. |
---|---|
↑2 | ÞÍ. Stjr. Ísl. 1, Dagb. 1, nr. 27 (einnig merkt Suppl. J. A. nr. 1), sem liggur undir ÞÍ. Stjr. Ísl. 1, Dagb. 6. nr. 397. |
↑3 | Stjórnartíðindi 1918 A, bls. 77, 13. grein. |
↑4 | Stjórnartíðindi 1919 A, bls. 120. |
↑5 | Stjórnartíðindi 1920 B, bls. 400. |
↑6 | Jón Krabbe, Frá Hafnarstjórn til lýðveldis. Reykjavík 1959, bls. 21-69. |