Kirkjumálasjóður

Síðast breytt: 2020.03.25
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Með lögum nr. 138/1993, sem tóku gildi 1. janúar 1994, var stofnaður Kirkjumálasjóður. Skyldi sjóðurinn fá gjald frá ríkissjóði, sem næmi 11,3% af gjöldum, er rynnu til þjóðkirkjusafnaða samkvæmt lögum um sóknargjöld, en skila á hverju ári fjárhæð, sem rynni til Prestssetrasjóðs eftir nánari ákvörðun kirkjuráðs. Einnig átti sjóðurinn að standa straum af kostnaði við Kirkjuþing, kirkjuráð, prestastefnu, biskupsgarð, ráðgjöf í fjölskyldumálum, söngmálastjóra og tónlistarfræðslu á vegum þjóðkirkjunnar, starfsþjálfun guðfræðikandídata og önnur verkefni. Kirkjuráð hefði á hendi umsjá og stjórn Kirkjumálasjóðs og bæri ábyrgð fyrir Kirkjuþingi á stjórn hans.1Stjórnartíðindi 1993 A, bls. 873–875.

Árið 2006 var gerður samningur um yfirfærslu prestssetra og prestsbústaða frá ríki til þjóðkirkjunnar, og með starfsreglum um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og umsýslu prestsbústaða og prestssetursjarða sama ár færðist Prestssetrasjóður undir Kirkjumálasjóð, að fullu frá árslokum 2006, samanber starfsreglur um prestssetur frá árinu 2007 og starfsreglur um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og umsýslu prestsbústaða og prestssetursjarða frá árinu 2009. Með þeim fór rekstur fasteigna Kirkjumálasjóðs undir fasteignanefnd þjóðkirkjunnar.2Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/12, 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/13, 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2007/17, 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2009/7, 21. nóvember 2017.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1993 A, bls. 873–875.
2 Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/12, 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2006/13, 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2007/17, 21. nóvember 2017; Vef. http://www2.kirkjuthing.is/gerdir/2009/7, 21. nóvember 2017.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 71