Kirkjustjórnarráðið (Generalkirkeinspektionskollegiet) var stofnað með opnu bréfi 1. október 1737 og fékk erindisbréf 15. nóvember sama ár. Hlutverk þess var að hafa eftirlit með kennurum og kennslu í skólum, kirkjum og í háskólunum. Einnig að ritskoða öll guðfræðileg og trúarleg rit. – Síðar tók það við stjórn trúboðs í Vestur-Indíum. Upphaflega hafði kirkjustjórnarráðið rétt til þess að leggja fram tillögur til konungs en missti hann við stjórnarbreytingar Struensee árið 1771 og danska kansellí fékk réttinn. Kirkjustjórnarráðið var afnumið með tilskipun 28. nóvember 1791 og danska kansellí tók að mestu við verkum þess. Trúboðið í Vestur-Indíum fór þó til trúboðsráðsins.
Sjá Rigsarkivet og hjælpemidlerne til dets benyttelse I. Redigeret af Wilhelm von Rosen. Rigsarkivet 1983, bls. 210.
Opna bréfið um kirkjustjórnarráðið var ekki birt á Íslandi. Ráðið fór ekki að sinna íslenskum málum fyrr en árið 1740. Sjá Lovsamling for Island II, bls. 292.
Skjöl um íslensk málefni hjá kirkjustjórnarráðinu komu til Íslands í dönsku sendingunni svonefndu árið 1928.