Konunglegur fógeti

Síðast breytt: 2025.12.09
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Konunglegur fógeti er annað heiti á lénsmanni þegar æðsti fulltrúi konungs á landinu var borgari en ekki aðalsmaður. Hann fékk föst laun fyrir starf sitt í léninu, 100 ríkisdali og 150 ríkisdali í kostpening fyrir sig og þjón sinn árlega. Landið var þá nefnt reikningslén. Dæmi um konunglega fógeta er Jens Söffrensen sem var æðsti fulltrúi konungs á Íslandi á árunum 1645 til 1648 og varð eftir það borgarstjóri í Kristjánshöfn.

Verkefni hans voru ekki ólík störfum lénsmanna en hann átti að innheimta vissar og óvissar tekjur krúnunnar, halda yfir þær reikning og gera grein fyrir þeim árlega í rentukammeri án alls frádráttar. Hann átti að sjá til þess að lögum og rétti væri framfylgt og að biskupar, lögmenn og aðrir gengdu störfum sínum eins og þeim bar skylda til.

Heimild

Kristjana Kristinsdóttir, Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. Reykjavík 2021, bls. 19, 190.

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 9