Krefðusótt

Síðast breytt: 2020.05.09
Áætlaður lestími: < 1 mín

Bólusótt. Banamein barna: a) 25 vikna barn, ÞÍ. Kirknasafn. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 168, b) 29 vikna barn, ÞÍ. Breiðabólsstaður í Fljótshlíð BA/2, bls. 169. Sveinn Pálsson telur krefðubólu eina tegund hlaupabólu.1Sveinn Pálsson, „Íslenzk sjúkdóma nöfn“, Rit þess konúnglega íslenzka lærdóms-lista félags 9. bindi, bls. 223. Sigurjón Jónsson læknir álítur, að orðin krefðubóla eða krefðusótt hafi verið höfð um skarlatssótt, mislinga og rauða hunda.2Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar á Íslandi 1400-1800. Reykjavík 1944, bls. 57. Sigurjón segir einnig, að í heimahéraði hans, Húnavatnssýslu, hafi krefða táknað graftarbóluútbrot á börnum, sem engin hitasótt eða veruleg veikindi fylgdu.3Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar á Íslandi 1400-1800, bls. 50.

Einnig: krefðuveikindi

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Sveinn Pálsson, „Íslenzk sjúkdóma nöfn“, Rit þess konúnglega íslenzka lærdóms-lista félags 9. bindi, bls. 223.
2 Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar á Íslandi 1400-1800. Reykjavík 1944, bls. 57.
3 Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar á Íslandi 1400-1800, bls. 50.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 2 af 2 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 76