Landaurar

Síðast breytt: 2020.05.25
Áætlaður lestími: < 1 mín

Upphaflega voru landaurar persónuskattur á útflytjendur frá Noregi til Íslands en seinna persónuskattur á Íslendinga, sem komu til Noregs. Síðar táknaði þetta orð gjaldgenga vöru eða eins og Einar Laxness skilgreinir landaura:

Lögaurar, nafn á gjaldgengri vöru á föstu verði, sem yfirvöld hafa ákveðið, einkum vaðmál (reiknað í álnum), kúgildi (ein kýr; sex ær), smjör, fiskur (skreið), silfur, o.fl. Öll verslun hérlendis var lengstum vöruskiptaverslun, byggðist á greiðslu í landaurum eða fríðu, sem nefnt var, þangað til mótuð mynt, peningar, tók að ryðja sér til rúms á 16. öld, og þó í litlum mæli fyrr en á 19. öld.
Peningareikningur var leiddur í lög í viðskiptum við kaupmenn 1776, þótt landaurareikningur héldist að mestu hérlendis áfram um alllanga hríð.1Einar Laxness, Íslandssaga i-r. Reykjavík 1995, bls. 83–84.

Landaurareikningur var undirstaða verðlagsskráa.

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Einar Laxness, Íslandssaga i-r. Reykjavík 1995, bls. 83–84.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 2 af 2 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 323