Leyndarskjalasafnið

Síðast breytt: 2021.06.23
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Leyndarskjalasafnið (Gehejmearkivet) er skjalasafn Danakonungs og danska ríkisins. Ræturnar eru í skjalasöfnum konunganna sem voru á ýmsum stöðum í Danmörku en sameinuð árið 1582 í Slotinu í Kaupmannahöfn. Árið 1660 kom þar inn skjalasafn ríkisráðsins, en í lok einveldis (1848) voru skjöl í safninu aðallega frá því fyrir 1660. Eftir það bættust við skjöl ríkisins frá því fyrir 1750 en leyndarskjalavörðurinn var mótfallinn því að taka við yngri skjölum.

Árið 1861 varð til ný skrifstofa í innanríkisráðuneytinu „Kongerigets arkiv“ sem varðveitti skjöl innri stjórnar ríkisins. Í árslok 1882 var ákveðin verkaskipting milli leyndarskjalasafnsins og „Kongerigets arkiv“. Í leyndarskjalasafninu væru skjöl eldri en 1660 og skjöl varðandi konungsfjölskylduna, utanríkismál, varnarmál og þá landshluta sem Danmörk hafði misst. Árið 1889 voru leyndarskjalasafnið og „Kongerigets arkiv“ sameinuð sem Rigsarkivet. Sjá Harald Jörgensen, Nordiske arkiver. Köbenhavn 1968, bls.11-39.

Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 50