Lögmannstollur

Síðast breytt: 2021.06.23
Slóð:
Áætlaður lestími: < 1 mín

Skattur, sem var lögboðinn árið 16881Lovsamling for Island I, bls. 471. og ætlaður lögmönnum, til viðbótar við föst laun. Hann var lagður á ábúð, tveir fiskar eða fjórir danskir skildingar af hverri jörð, og tíundarbært lausafé eða jarðarafnot, einn fiskur eða tveir skildingar. Bændur á jarðarhluta eða húsmenn, sem áttu kú, greiddu sömu upphæð. Embættismenn voru undanþegnir. Tollurinn hélst, þótt lögmannsembættin væru lögð niður árið 1800, og var notaður til þess að greiða kostnað við Landsyfirrétt í Reykjavík. Tollurinn var afnuminn með nýjum skattalögum árið 1877. Lögmannstollur var hluti svonefndra manntalsbókargjalda.

Heimild

  • Einar Laxness, Pétur Hrafn Árnason: Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 345 (lögmannstollur).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island I, bls. 471.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 46