Lögsagnari

Síðast breytt: 2022.12.20
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Lögsagnarar voru fulltrúar sýslumanna (valdsmanna) í héruðum (sýslum eða á þingum), sem önnuðust störf, sem fylgdu embættunum í umboði sýslumanna.

Framan af þurftu sýslumenn ekki að vera búsettir í sýslum, sem þeir voru skipaðir yfir. Í Jónsbók er jafnvel gert ráð fyrir því, að sýslumaður sé einn í fjórðungi og þá jafnvel búfastur utan fjórðungs. Því þurfti slíkur sýslumaður að hafa umboðsmann í sýslu sinni, einn eða fleiri. Slíkir umboðsmenn voru nefndir sóknarar, sóknarmenn eða réttarar, jafnvel lénsmenn. Samkvæmt Jónsbók máttu sóknarmenn sýslumanna ekki vera fleiri en fjórir í hverjum fjórðungi en tveir þar sem sýslumaður sat í fjórðungi. 1Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman. Reykjavík 2004, bls. 98. Þegar kom fram á 16. öld, fjölgaði sýslum mjög. Þessir sóknarmenn sýslumanna kölluðust venjulega lögsagnarar á 17. og 18. öld. Konungur bauð Henrik Bjelke höfuðsmanni í bréfi 21. maí 1657 að þrýsta á sýslumenn, að þeir sætu í sýslum sínum og héldu þannig almenningi meir við lög og rétt og þjónuðu konungi og krúnunni betur. 2Lovsamling for Island I, bls. 252. Ekki var þó alltaf farið eftir því. Þannig hélt Páll Vídalín lögmaður Dalasýslu og Strandasýslu á víxl frá 1696 til 1727 en bjó sjálfur í Húnavatnssýslu. 3Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár IV, 145–146. Á 18. öld var farið að ganga fast eftir því, að sýslumenn byggju í sýslum sínum. Árið 1767 var amtmanni boðið að láta Pétur Þorsteinsson sýslumann í Norður-Múlasýslu flytja í sýslu sína úr Suður-Múlasýslu, þar sem Pétur hafði búið. 4Lovsamling for Island III, bls. 538–539. Lögsagnarar munu hafa horfið úr sögunni, þegar farið var að fylgja búsetuskyldu sýslumanna fastar eftir. 5Einar Arnórsson, Réttarsaga Alþingis. Reykjavík 1945, bls. 249.

(Heimildir: Einar Arnórsson, Réttarsaga Alþingis. Reykjavík 1945, bls. 248–249; Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason, Íslandssaga A–Ö. Reykjavík 2015, bls. 467–468, sóknarmaður.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578. Már Jónsson tók saman. Reykjavík 2004, bls. 98.
2 Lovsamling for Island I, bls. 252.
3 Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár IV, 145–146.
4 Lovsamling for Island III, bls. 538–539.
5 Einar Arnórsson, Réttarsaga Alþingis. Reykjavík 1945, bls. 249.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 24