Matur gefinn fátækum. Kristinna laga þáttur Grágásar kveður á um föstuhald og skyldu bænda um matgjafir til innanhreppsmanna, sem ekki greiddu þingfararkaup, vegna föstu hjúa þeirra á ákveðnum dögum. Hver bóndi var skyldur að gefa þriggja nátta verð (mat) hjúa sinna og gefa ekki fisk. Áttu hreppsmenn að skipta matgjöfum á haustsamkomu.1Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, bls. 27–28, 36. Ákvæði um matgjafir og skiptingu þeirra voru tekin upp í Jónsbók.2Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, bls. 144–149, sjá 9. og 12. kafla framfærslubálks. Matgjafir lögðust niður með„hreppstjórainstrúxinu“ frá 1809.3Lovsamling for Island VII, bls. 305–340, sjá 20. grein. (Sjá Framfærslumál og sveitfesti í Orðabelg Þjóðskjalasafns Íslands.)
Tilvísanir
↑1 | Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, bls. 27–28, 36. |
---|---|
↑2 | Jónsbók. Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578, bls. 144–149, sjá 9. og 12. kafla framfærslubálks. |
↑3 | Lovsamling for Island VII, bls. 305–340, sjá 20. grein. |