Póstreikningar

Síðast breytt: 2021.06.10
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Komið skyldi á póstsamgöngum um Ísland samkvæmt konungsbréfi 13. maí 1776. Sýslumenn áttu að annast þær og kostnaður greiðast endanlega úr Jarðabókarsjóði af landfógeta. Frekari ákvarðanir um þetta mál má sjá í konungsbréfi 8. júlí 1779. 1Lovsamling for Island IV, bls. 296–302, 496–501.

Lengi framan af birtist póstkostnaður í Jarðabókarsjóðsreikningum. Sjálfstæður póstreikningur í skjalasafni landfógeta er fyrir reikningsárið 1842–1843, þó að útgjöld vegna póstmála væru eftir sem áður liður í Jarðabókarsjóðsreikningum. Reikningsár póstreikninga var miðað við mánuðina ágúst–júlí árin 1842–1849, úr því við mánuðina apríl–mars. Síðasti aðalreikningur póstreikninga í skjalasafni landfógeta endar 31. mars 1873 en framhaldsreikningur er yfir mánuðina apríl–desember.

Með tilskipun 26. febrúar 1872 voru póstmál á Íslandi lögð undir landshöfðingja og póstskrifstofa skyldi stofnuð í Reykjavík.

Í skjalasafni umboðslegrar endurskoðunar eru póstreikningar allt frá árinu 1840.

Heimild

  • Björk Ingimundardóttir: Skjalasafn landfógeta 1695-1904. Reykjavík 1986, bls. 106–107.

Lesefni

  • Heimir Þorleifsson: Póstsaga Íslands. Tvö bindi: 1776–1873, 1873–1935. Reykjavík 1996–2004).

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Lovsamling for Island IV, bls. 296–302, 496–501.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 22