Ríkisveðbanki Íslands

Síðast breytt: 2023.11.23
Slóð:
Áætlaður lestími: 1 mín

Ríkisveðbanki Íslands skyldi stofnaður samkvæmt lögum nr. 64/1921, 27. júní.1Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 202–217. Tilgangurinn var meðal annars að veita lán tryggð með veðum í fasteignum á Íslandi eða með ábyrgð bæjar-, sýslu- og sveitarfélaga, veita lán til löggiltra félaga fasteignaeigenda, sem hefðu með höndum „samvinnumannvirki til umbóta á fasteignum svo sem áveitur á engi, raforkuveitur, samgirðingar eða önnur álíka mannvirki,“ auk annarrar bankastarfsemi. Skyldi bankinn taka við allri forsjá og stjórn veðdeildar Landsbanka Íslands.

Ekki mun hafa orðið af stofnun bankans. Raunar er vísað til hans í kafla um jarðræktarlán í jarðræktarlögum nr. 43/19232Stjórnartíðindi 1923 A, bls. 182–183. og samkvæmt 9. grein laga um stofnun búnaðarlánadeildar við Landsbanka Íslands nr. 38/1924, 4. júní, átti að leggja deildina niður, þegar lög um stofnun Ríkisveðbanka Íslands kæmust til framkvæmda, og deildin að hverfa inn í hann.3Stjórnartíðindi 1924 A, bls. 73–74. Lögin frá 1924 lifðu ekki nema árið, afnumin með lögum um Ræktunarsjóð Íslands nr. 17/1925, 13. júní.4Stjórnartíðindi 1925 A, bls. 39–48.

Lögin um Ríkisveðbanka Íslands féllu úr gildi með 76. grein laga um Búnaðarbanka Íslands nr. 31/1929, 14. júní.5Stjórnartíðindi 1929 A, bls. 80.

(Heimild: Búnaðarsamtök á Íslandi 150 ára. Reykjavík 1988, bls. 244–249, sjá einkum bls. 246–247.)

Tilvísanir

Tilvísanir
1 Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 202–217.
2 Stjórnartíðindi 1923 A, bls. 182–183.
3 Stjórnartíðindi 1924 A, bls. 73–74.
4 Stjórnartíðindi 1925 A, bls. 39–48.
5 Stjórnartíðindi 1929 A, bls. 80.
Var efnið gagnlegt?
Nei | 0 0 af 0 mátu greinina gagnlega.
Skoðað: 10